Berlín brennur

Mikið er þetta hrikalega sorglegt!
Agalegt að sjá þessi gömlu hús brenna, miðbærinn verður ekki svipur hjá sjón ef þau fara alveg.

Svo á maður auðvitað milljón og fimmtíu minningar úr Austurstræti 22. Þar var sko dansað og tjúttað fram á rauðar nætur þegar þetta hét Berlín (já, ég er eldgömul) og Astró.
Þetta er næstum eins og að sjá æskuheimili brenna - nei, kannski ekki alveg en samt...

Mikil mildi er að þetta gerist um hábjartan dag, býð ekki í það hvernig hefði farið um miðja nótt - hvað þá ef þetta hefði gerst að næturlagi um helgi.

Ég vona bara að slökkvistarfið muni halda áfram að ganga svona vel og að þeim takist að bjarga þessum húsum.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband