Flís

Hvernig nær maður lítilli mjúkri og ljótri flís úr þykka hlutanum úr hægri lófa með flísatöng og vinstri hendi?

Vinstri hendin lætur ekki að stjórn í svona fínlega vinnu og þykkt skinn. Börnin treysta sér ekki í þetta, eru svo hrædd um að meiða mömmuna sína.

Og þetta er bara virkilega óþægilega sárt og vont - buhuhuhu (vantar alveg grátikall í tilfinningatáknin hérna).

Hvar er eiginlega Hellisbúinn manns þegar maður þarf svona mikið á honum að halda?
Mér finnst ég ekki alveg geta hlaupið heim til pabba þó ég fái flís, ekki þegar maður er að nálgast fertugt en  ætli það endi ekki bara þannig.

Þar til næst...

B - á hrikalega bágt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara drífa sig til pabba og láta hann redda málunum ekki spurning - finnst þú ert svona heppin að hafa hann svona nálægt þér. Annars er ég líka alger snillingur í svona fínvinnu, systir mín kallar mig nú ekki Mörtu millimeter út af engu

Marta (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

Eymingja Birgitta...verst hvað þú ert langt úti í útnára bæjarins, er atvinnumanneskja í flísafjarlægingum...stúfur er iðinn við að næla sér í þær.

Guðrún Gyða Árnadóttir, 22.4.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband