Hvaða vonir?

Mikið er þetta furðuleg frétt...

Hverjir binda hvaða vonir við þessar pillu?
Hverjum datt í hug að búa hana til?
Hvers vegna? Hvað er henni eiginlega ætlað að gera?
Búa til grannar konur sem eru til í tuskið?
Virkar pillan líka á karlmenn?
Eru konur nógu líkar snjáldurmúsum til þess að niðurstöðurnar séu marktækar?
Eða eru þeir kannski að reyna að búa til grannar snjáldurmýs sem eru til í tuskið? Svona fyrir snjáldurmúsakarlana?
Er kannski skortur á snjáldurmúsum?

Það vakna eiginlega BARA hjá mér spurningar við lestur þessarar "fréttar".

Þar til næst...

B

 


mbl.is Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, þú ert ekki ein um að finnast þetta. Því miður eru svona illa kóperaðar "vísindafréttir" á mbl.is oftast frekar til þess fallnar að vekja spurningar eða valda misskilningi, frekar en að svara spurningum og eyða misskilningi sem er upphaflegi tilgangurinn bæði með fjölmiðlum og vísindarannsóknum! En svona er heimurinn víst orðinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2007 kl. 19:30

2 identicon

Þar sem ég er orðinn nokkuð vanur að lesa hálfþýddar og illa skrifaðar vísindagreinar á mbl.is ákvað ég að prófa nú að leita að upplýsingum um þessa draumapillu karlmanna.
Eftir örstutta leit á google fann ég þessa frétt:

http://news.scotsman.com/scotland.cfm?id=659522007

Lyfið, sem er ennþá u.þ.b. 10 árum frá því að verða að pillu fyrir konur var sem sagt upphaflega (og er enn) ætlað til að hjálpa konum sem "þjást" (vantar gáfulegra orð) af minnkaðri eða lítilli sem engri kynkvöt. Virka efnið í þessu er hormón sem Robert Miller er að rannsaka. Við tilraunir á snjáldurmúsum (musk-shrew) kom svo í ljós að matarlyst kvendýranna stórminnkaði við inntöku hormónsins, allt niður í einn þriðja af venjulegri matarlyst. Þannig að pillan þegar (ef?) hún kemur á markað mun hafa tvöfalda verkun, fyrir slysni. Miller telur líka að lyfið ætti að geta virkað fyrir karlmenn líka en hefur til þessa ekki prófað það á karldýrum, væntanlega þar sem konur voru markhópurinn.
Snjáldurmýs eru taldar frumstæður ættingi prímata og því tilvaldar í svona tilraunir.

Hvort dýrið sem prófað var á er tilviljun vil ég setja spurningamerki við, seinni hluti enska nafnsins, orðið "shrew" getur nefnilega skv. www.dictionary.com líka þýtt: "A woman with a violent, scolding, or nagging temperament; a scold."  Kaldhæðnin er sjaldnast langt undan hjá Bretum!

Reyndar finnst mér þessar niðurstöður ekki koma verulega á óvart þar sem nýlegar rannsóknir sýna að of feitt fólk hefur yfirleitt mun minni kynkvöt en fólk sem er nær kjörþyngd. Bendir til að hormónið hafi ákveðið jöfnunarhlutverk í dýrum, draga úr ofáti og auka kynkvötina í leiðinni.

Gulli (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Birgitta

Kærar þakkir fyrir þetta Gulli, það er nú svoldið skondið að maður þurfi fréttaskýringar með fréttum mbl.is :).

Birgitta, 2.5.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband