Próflestrarblús

Jæja þá er maður kominn aftur í sama pakkann.

Sólin alveg á áætlun, ég að læra fyrir próf og hún er mætt á svæðið.
Í minningunni hefur þetta ALLTAF verið svona.
Próf = sól.
Sitjandi inni, mænandi útum gluggann, langa út í sólina en geta það alls ekki því maður er að læra fyrir próf eða í prófi eða nýkomin úr prófi að fara að læra fyrir næsta.

Svo býr maður á Íslandi svo það er ekki séns að ætla að læra úti því það er barasta ekki nógu hlýtt til þess. Sæi mig líka í anda með bækur og blöð fjúkandi útum allan Árbæ.
Fólk að finna misgáfulegar glósur um ritun, læsi og lestrarörðugleika, siðfræði og námskrár - uss, þær færu sko pottþétt beint í ruslið.

Lærdómspartnerinn bara farin að leggja sig svo ég get ekki einu sinni þóst vera að læra með því að bögga hana á MSN og hvað get ég þá annað gert en að bögga bloggið mitt?

Nákvæmlega 10 dagar eftir og svo kemur væntanlega rigningin en það verður líka allt í lagi því þá verð ég búin í prófunum Grin.
Sendið mér nú viskustrauma til að auðvelda mér lesturinn Kissing.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér stöðuga strauma þar sem ég er uppsprettan sjálf
En núna er semsagt ekki nóg að ég setji nafn, netpóst í tvígang, skóstærð og mittismál - heldur þarf ég líka að finna summuna af sjö og fimmtán, til að fá leyfi til að pósta einu lásí kommenti.  Þetta fer að verða jafn flókið og að reyna að komast inn í svefnherbergi til Elísabetar drottningar!

Marta Viskubrunnur (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Birgitta

Heyrð'essgan, ertu ekki með svona calculator í tölvunni þinni? Ef ekki þá hringirðu bara .
Segi bara svona - skil ekkert hvað þeir eru alltaf að flækja málin hérna á moggabloggi.

Birgitta, 30.4.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband