Blogg um blogg

Hef verið að velta fyrir mér þessu fyrirbæri - bloggi. Þær eru orðnar ansi margar bloggsíðurnar í "uppáhalds" hjá mér og þannig ansi mörg líf sem maður fylgist með á degi hverjum.
Sumar síður eru svona almennar, bara um allt og ekkert og daginn og veginn. Aðrar eru mjög persónulegar, allt um hagi og líðan viðkomandi þannig að manni fer að finnast maður þekkja hann/hana ansi vel. Tekur þátt í sorgum og sigrum, gleði og leiða, jafnvel þunglyndi eða ofbeldi.
Þeir sem eru persónulegastir eiga það sammerkt að skrifa, langflestir, undir dulnefni.
Í þeim tilfellum er bloggið þá væntanlega einhvers konar útrás og líklega ekki ætlast til þess að margir viti hver bloggarinn er. Nema þá að bloggarinn vonist til þess að þeir sem hann upplifir að hafi gert á hlut sinn lesi bloggið og sjái að sér?
Eitt er þó víst og það er að enginn bloggar fyrir sjálfan sig, markmiðið hlýtur alltaf að vera að einhver lesi bloggið þitt. Hvort sem þú reynir að vekja kátínu, reiði, skömm eða fræða lesandann.
Líklegast er þetta þó einhvers konar athyglissýki???

Skiptir ekki öllu svosem, það eru ansi margir góðir pennar þarna úti sem gaman er að lesa. Gaman stundum að fara á bloggráp - fara inn á einhverja bloggsíðu og þaðan inn á einhvern sem viðkomandi bloggari er með í "vinum" eða álíka og svo koll af kolli. Hef þannig dottið niður á nokkra sem ég þekki persónulega og fundið marga gullpenna Koss. Mæli með þessu fyrir þá sem hafa EKKERT betra að gera Brosandi

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gluggagæjar og Gáttaþefir sameinist - ljúft er að hnýsast í annarramanna einkablogg!!

Marta jólasveinn (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband