Drop a jeans size!

Ekki með því að troða í þig kornflexkítti heldur með því að flytja milli landa Wink.
Ég sver það að ég mun fljótlega neyðast til að fara í búð og versla mér föt - alla vega ef þetta heldur svona áfram.
Maður er svo upptekinn af því að sneyða hjá óhollustunni að maður er farinn að borða alveg hrikalega hollt, grænmeti og ávexti í tonnatali og lítið af unnum mat. Fyrir utan að hafa hreinlega ekki tíma til að borða nokkuð heilu og hálfu dagana :o).

Annars á ég ekki orð yfir skólamatarmálunum hérna í usanu. Sponsið kom heim í áfalli eftir fyrsta skóladaginn af því það er selt sælgæti og ís í mötuneytinu og svo er maturinn sem er í boði bara algjör vibbi - pizzur, hamborgarar, franskar, naggar - allt djúpsteikt og brasað og ekkert ferskt í sjónmáli.
Fyndnast þótti mér (og henni) samt þegar leikfimikennarinn var að kynna leikfimi vetrarins og sagði að það yrðu íþróttir 3svar í viku. Og að það væri bara gert "for their own health and fitness" Woundering.
Ég missti svo andlitið þegar frumburðurinn kom heim úr sínum skóla og sagði mér að í einum tímanum eru þau verðlaunuð fyrir góða hegðun með einhverjum kortum/miðum og ef þau geta safnað sér 10 slíkum þá geta þau farið með það í mötuneytið og keypt sér nammi! Þau geta reyndar nýtt miðana á annan hátt en að þetta skuli yfir höfuð vera í boði..?!

Hvað er málið?
Er þessi þjóð ekk að kafna í eigin spiki?

Ég get varla beðið eftir næsta foreldrafundi þar sem ég get aðeins tjáð mig um þetta mál!
Vona bara að einhver hafi áhuga á að hlusta Wink

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You go girl!!!

Marta (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 23:30

2 identicon

Það verður gaman að fylgjast með mötuneytum skólanna í Ardsley á næstu misserum.  Ótrúlegt að lesa þetta, á hvaða plánetu býr þetta fólk eiginlega.

Allt gott hér. M&P

Mamma (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband