Kisuneyð

Var að fá þær fréttir að kisan mín er ekki lengur velkomin þar sem hún er vegna ofnæmis Frown.

Er ekki einhver góðhjartaður lesandi þessa bloggs sem getur hugsað sér að taka að sér hana Krúsí okkar?
Hún þarf ekki mikið meira en klapp öðru hvoru og mat í dallinn sinn.
Hún er útiköttur, búið að taka hana úr sambandi og það þarf lítið að hafa fyrir henni.

Mér þætti alveg hrikalegt ef það þyrfti að svæfa hana og ég væri ekki einu sinni hjá henni Frown.

Ef einhver getur tekið hana að sér þá vinsamlega sendið mér skilaboð í Athugasemdum eða í Gestabókinni.

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, Lilja hér, vinkona Eddu.

Geturðu sagt mér meira um kisuna?  Ég gæti vitað um konu sem gæti tekið hana.   

Sendu mér endilega mail.

Getum ekki farið að láta svæfa greyið 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Birgitta

Sæl Lilja.
Ég fæ alltaf meilið til þín í hausinn aftur. Hérna er það sem ég var að reyna að senda:

Ég var bara að detta í netsamband og hef því ekki svarað fyrr.

 

Krúsí er um 4 ½ árs grá,brún, svart bröndótt læða. Hún er útikisa, kassavön og barnavön J.

Hún er geld og ósköp ljúf og góð.

 

Hún er víst alveg á síðasta séns greyið svo ef þú veist um einhvern sem getur tekið hana að sér þá yrði það alveg meiriháttar.

 

Ef þú átt tök á að senda mér tölvupóst þá er netfangið mitt birgitta.hassell@gmail.com

Kveðja,

B

Birgitta, 7.9.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband