Ber um ber frá berjum til berja

Ég er búin að eiga alveg frábærlega notalega og góða daga undanfarið.
Það er svo ljúft að vera hjá múttu í "nýja" kotinu hennar að ég gæti sko alveg hugsað mér að eiga bara heima hérna - er samt ekki viss um að múttan mín vilji hafa 5 aukamanneskjur á heimilinu svona að staðaldri Wink.
Sambúð 3ja kynslóða gengur samt vonum framar og það er heilmikið búið að bralla og aðallega malla.

Við mamma erum nefnilega búnar að fara á Suðurnesin og tína fullt af krækiberjum sem voru sultuð og söftuð.
Réðumst svo á garðinn og þar moraði allt í Sólberjum og Rifsberjum sem voru sömuleiðis tekin og sultuð, geluð og söftuð.
Afraksturinn er krækiberjahlaup og saft sem fór í vaskinn Pinch.
(Við mamma erum vissar um að ástæða þess að þetta var nánast óætt sé sú að krækiberin sem við tíndum voru bara eitthvað bragðlaus.)
Sólberjasulta, saft og hlaup sem er svo hrikalega gott að það er nánast ólýsanlegt.
Rifsberjahlaup sem er bara mjög vel heppnað.

Niðurstaðan er sú að vera ekkert að þvælast út á Suðurnes þegar eigin garður gefur mun betri afurðir = Grasið (berin) eru EKKI grænni (svartari/rauðari) hinum megin!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband