Tillitslaus tímamunur

Ég held að það sem fari mest í taugarnar á mér hérna í usanu er tímamunurinn.
Einmitt þegar ég hef tíma - eftir heimanám barnanna, matseld, frágang og fleira slíkt - til að setjast niður og læra, þá eru allir sem mögulega gætu veitt mér móralskan stuðning farnir að sofa Pinch.

Ég ætla því hérmeð að leggja til að tímanum á Íslandi verði seinkað um 4 tíma. Það skiptir hvort eð er engu því það er hvort sem er alltaf dimmt á veturna og alltaf bjart á sumrin, tími sólarhringsins hefur ósköp lítið með það að gera.

Ef það fæst ekki samþykkt þá legg ég til að móralskir stuðningsaðilar mínir taki upp breytta lífshætti og fari að sofa um 4 á morgnana og vakni um hádegi.

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Skil þig mæta vel... Á son sem er í námi á Florida og hann leggur það í vana sinn að hringja seint á kvöldin, gleymir alltaf tímamismuninum. Annars er það í góðu lagi mín vegna, fer alltof seint að sofa á kvöldin, því mín er í fjarnámi, á uppkomin börn og vinn á kvöldin.  Þannig að það er hægt að leyfa séra að dorma frameftir á morgnana. En gangi þér vel í þínu námi.

Fishandchips, 12.9.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég held að flestir myndu nú kjósa að flýta klukkunni frekar en seinka henni a.m.k. ég, því talið er að 1 klst. svefn fyrir miðnætti hvíli fólk jafn vel og 2 klst. eftir miðnætti.  Erum við jú ekki að sofa til að hvíla okkur? 

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Birgitta

Þá færum við bara miðnætti - ekki satt ? Enda er Íslenska miðnættið so last century .

Birgitta, 12.9.2007 kl. 01:22

4 identicon

Já alveg sammála, asnalegur þessi tímamunur! Ég er hinsvegar svo þreytt eftir baráttu við Lubbasting kvöld eftir kvöld að ég bara skríð upp í rúm. Stefni á að skóla hann betur til og taka sjálf upp andvökunætur
Ekki veitir mér af að fara að læra á kvöldin....

Marta Stuðningsaðili (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband