21.12.2007 | 13:51
"uppsafnað frjósemishlutfall"
Hvað í ósköpunum er "uppsafnað frjósemishlutfall"??
Ef Íslendingar eignast að meðaltali rúmlega 2 börn og ég á 2 stykki, er ég þá með uppsafnað frjósemishlutfall? Eða hef ég ekki náð uppsöfnuðu frjósemishlutfalli?
Svo er spurning með muninn á náttúrulegri fjölgun og ónáttúrulegri .
Og hvað er eiginlega flutningsjöfnuður? Er ég flutningsjöfnuð? Eða þarf kannski að flutningsjafna mig af því ég er brottflutt?
Mér þykir þessi frétt ferlega skondin, hún kitlar alla vega einhverjar flissutaugar í mér.
Þar til næst...
B
Íslendingar orðnir 312 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.