Hrósur dagsins

Í einhverju samtalinu í staðlotunni síðustu fórum við skvísurnar að ræða muninn á körlum og konum hvað varðar hrós og skammir.
Karlarnir hika ekki við að klappa sjálfum sér á bakið og segja "jesss, hvað ég er duglegur" eða "djö hvað ég er flottur" við minnsta tilefni meðan konurnar eru mikið meira í að rífa sig niður.
Í staðinn fyrir að hrósa sér fyrir vel unnin verk á konan það til að skamma sig fyrir verkin sem hún náði ekki að klára eða velta sér uppúr þeim verkum sem hún náði ekki að gera vel og almennt gleyma því hvað hún er í rauninni búin að vera hrikalega dugleg yfir daginn.

Í framhaldinu ákváðum við vinkonurnar að við yrðum að hrósa okkur sjálfum a.m.k. einu sinni á dag. Og láta hina vita hvað við hefðum gert sem væri hrósuvert.

(NB ég veit alveg að hrós er hvorugkynsorð en í þessu tilfelli er tilvalið að setja það í kvenkyn)

Þetta er sko erfiðara en það virkar í fyrstu!
Manni finnst nefnilega að hrósurnar verði að vera fyrir eitthvað "merkilegt" ekki bara að sinna daglegu störfunum sem maður gerir alla daga.
Oft eru það samt einmitt þessi daglegu störf sem eru fyrirferðarmest hjá manni og auðvitað á maður skyldar hrósur fyrir að komast gegnum þau.

Hrósur gærdagsins fæ ég fyrir að taka mér ME-tíma. Að ákveða að láta lærdóm, þvott, fulla uppþvottavél, drasl og örugglega eitthvað fleira, sitja á hakanum og leggjast í sófann með hekludótið og horfa á sjónvarpið.
Á þátt sem bara MIG langaði að horfa á.

Skora á ykkur að prófa!
Að finna eitthvað eitt atriði á hverjum degi sem þið ákveðið að klappa ykkur á bakið fyrir að hafa klárað með sóma.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hvaða, ég hélt að það yrði allt vitlaust í kommentakerfinu yfir þessari frábæru hugmynd okkar!!

Marta (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Birgitta

Já segðu! Vonandi er það vegna þess að við erum þær síðustu til að uppgötva þessa snilld, hinar allar löngu byrjaðar á þessu .

Birgitta, 27.1.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband