Gefst upp

Ég er búin að gefast upp! "Þið" vinnið!
Tillögur mínar um að breyta tímamun milli austurstrandar Bandaríkjanna og Íslands hafa fengið lítinn (engan) hljómgrunn.
If you can't beat them - kick them sagði einhver en það gagnast mér lítið svo ég gefst bara upp.
Það er ekkert hægt að vinna verkefni með fólki sem er 5 eða 6 tímum á undan í lífinu.
Eina ráðið er bara að færa tímann minn nær tímanum þeirra svo nú vakna ég klukkan 5 á morgnana. Það þýðir reyndar að ég fer aðeins á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi en þeir verða bara að þrauka það í verstu törnunum.

Hérna eru tveir punktar sem hafa létt mér lundina síðustu daga:

  • Póstur frá KHÍ til "grunnskólakennaranema og þorskaþjálfanema"
  • Sonur minn að fá sér þroskalýsispillur í morgun.

Svo verð ég að segja að það er mun erfiðara að standast slúðurblaðabindindið en ég bjóst við. Kannski ekkert skrítið þegar allar "virtustu" fréttastofur heims eru farnar að fylgjast með óförum Britney og "Britneyjar hagkerfið" er farið að hafa áhrif á fjármál heimsins.
Ég hef þó staðist þetta hingað til, verður vonandi auðveldara þegar frá líður og verstu fráhvörfin eru yfirstaðin.

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband