Sorgarstund

Ég fór í Mani/pedi í dag - sem er svosem ekki í frásögur færandi.
Það er frekar skondið hvernig hinir ýmsu kynþættir skipta sér á störfin hérna úti, starfsfólk á snyrtistofum er undantekningarlaust asískt. Flestir sem ég hef komist í kynni við tala litla sem enga ensku og því þarf maður oft að geta sér til um hvað þær eru að bjóða manni eða biðja mann um að gera.

Þetta var frekar einfalt í dag - regular pedicure og manicure.
Ákvað svo á síðustu stundu að láta laga brúnirnar og bað um það (sko augabrúnirnar). Ekki málið.

Eftir hand og fót var mér vísað inn í hliðarherbergi og upp á bekk og Grace hin asíska byrjaði að spyrja mig að einhverju. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf skilið hvað hún var að spá.
Endaði með að hún teiknaði á ennið á mér og þá fattaði ég að hún var að spyrja hvort ég vildi hafa augabrúnirnar í boga eða beinar.
Jamm, erfið samskipti en lukkaðist allt á endanum.

Hún klárar brúnirnar en svo veit ég ekki fyrr en hún kemur með brennheitt vaxsubbið og makar því á efrivörina á mér.
"No no no" segi ég "not there"
"Yes yes yes" segir hún "you need it" (eða eitthvað sem ég skildi þannig)
Og smellti svo á mig papparæmu og kippti fast.

Og þar með kvaddi ég yfirvaraskeggið sem ég er búin að vera að safna mér síðan ég var 15 ára gömul - sniff Frown.

Þar til næst...

B (eins og nakinn barnsrass í framan)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jah, þar fórstu með það.  Ertu þá bara með hökutopp núna?

Til hamingju með litla stóra strákinn!

Edda ff-frænks (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:49

2 identicon

Nehhh.. fengu ekki bartarnir að halda sér?

Marta (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:55

3 identicon

Bartar... hökutoppur... you must look lovely!

Edda (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband