15.4.2006 | 15:11
Afmælisstelpa
Mikið er nú gaman að eiga afmæli . Það er svo gaman að vera svona "center of attention" í einn dag, allir gera sér far um að vera einstaklega góðir við mann og svo fær maður fullt af pökkum.
Reyndar fékk ég fyrsta pakkann daginn fyrir afmælið mitt, fékk þessa rosalega flottu kaffikönnu frá tengdó, svo ég gæti nú hellt upp á drykkjarhæft kaffi fyrir partýgestina um kvöldið. Það kom reyndar í ljós að mamma og pabbi höfðu keypt nákvæmlega eins kaffikönnu svo eitthvað hefur kaffið verið orðið slakt í Brautarásnum...
Ég fékk svp að njóta þess að eiga afmæli ALLAN afmælisdaginn minn því við vorum með áramótapartý sem náði alveg yfir á afmælisdaginn minn - það var því skálað og sungið og ég fékk meira að segja pakka og alles, á miðnætti.
Ég hef nú verið upplitsdjarfari en þegar ég vaknaði svo síðar þennan fína afmælisdag en ég hef líka verið slappari. Það bjargaði ansi mörgu að litlu systradúllurnar mínar mættu með afmælishádegis/morgunmatinn til mín - Skallaborgara með frönskum og sósu og köku í eftirmat - hvað gæti verið betra? Svo fékk ég líka pakka frá þeim, pæjuföt sem my personal shopper valdi - getur ekki klikkað .
Við Gummi og Helena brunuðum svo í Húsafellið til mömmu og pabba, þar biðu mín blöðrur og kræsingar og fleiri pakkar . Fékk geðveik útivistarföt, vatnsheld, vindheld, anda og blása og ég veit ekki hvað. Frá litlu fjölskyldunni minni fékk ég svo flottasta pæjusímann ever...
Hann gerir nánast allt - hann er ofursúperfín myndavél, upptökuvél, með útvarpi og eins konar Ipod í leiðinni. Svo er líka hægt að hringja með honum og senda SMS! Ég er allavega algjör pæja með hann .
Nú erum við komin aftur í bæinn og ég ákvað það með sjálfri mér að ég ætla ekki að kíkja í lærdóm fyrr en á morgun eða mánudag - má maður ekki vera í fríi á frídögum? Held það bara...
Verð bara að vera hrikalega dugleg eftir páskana, setja í fluggírinn og rumpa þessum bókum af.
Knús, kossar, gleði og hamingja til ykkar allra.
Þar til næst...
B
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.