Þú verður að vera allsber!

Þetta væri svona eins og maður flytti eitthvert út og þar væri til siðs að konur gengju í mjöööög stuttum pilsum og flegnum peysum - eða bara allsberar - og það væru sett lög um að maður yrði að gera eins ef maður ætlaði að búa þar.
Eins og ef íslenskir innflytjendur í Danmörku mættu ekki vera í lopapeysunni sinni á almannafæri.
Eins og ef íslenskir innflytjendur í USA yrðu að fara í lítaaðgerð og fitusog og líta út eins og Nicole Richie.

Ég er auðvitað hlynnt því að innflytjendur (hvert svo sem þeir hafa flutt) aðlagi sig menningu og siðum nýja landsins en mér finnst ekki hægt að ætlast til þess að þeir láti algjörlega af öllum venjum og siðum gamla landsins, sérstaklega ekki ef það brýtur gegn trú þeirra. Fyrir þær múslimakonur sem eru strangtrúaðar er örugglega álíka þægilegt að fara út á almannafæri án búrkunnar eins og fyrir íslenska konu að ganga nakta niður Laugaveginn.

Þar til næst...

B


mbl.is Hollenska ríkisstjórnin styður bann við búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Ég veit ekki.... ef það á nú að fara að rífa kellingagreyin úr þessum búrkum sem þær hafa kannski klæðst allt sitt líf ..... já ætli þeim finnist þær ekki bara vera allsberar.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 18.11.2006 kl. 20:46

2 Smámynd: Birna M

Ég er eins og Galdri fylgjandi því að þeir sem hingað flytjast aðlagi sig menningu okkar og tungu, þeir ætlast til þess af okkur ef við flytjum út. Ef við erum að flýja eitthvað setjum við það ekki upp á nýja staðnum. Ef við söknum einhvers förum við bara heim aftur.

Birna M, 19.11.2006 kl. 14:50

3 Smámynd: Birgitta

Það er kannski hægara sagt en gert fyrir marga að fara bara heim aftur - því miður.
Þetta er samt fín lína - hvenær er farið að brjóta á mannréttindum og hvenær eru innflytjendur að brjóta lög eða venjur eða viðmið.
Hér á Íslandi held ég að lykillinn sé að innflytjendur læri málið um leið og þeir koma hingað. Ég veit að það er mjög vel tekið á móti flóttamönnum og þeir fá kennslu í málinu og almennt í siðum, lögum og því hvernig þeir geta best fallið inn í samfélagið. Aðrir innflytjendur fá litla sem enga aðstoð við þetta sem er ýtir bara undir að þeir aðlagist ekki.

B

Birgitta, 19.11.2006 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband