Neyslugeðveiki

Mér varð hugsað til sögu sem ónefndur verslunarfrömuður sagði mér í einni jólavertíðinni.

Það var þegar Playstation 2 var að koma á markaðinn. Þær höfðu verið uppseldar og var von á sendingu þarna stuttu fyrir jól. Margir búnir að bíða lengi og orðnir frekar óþreyjufullir en kættust væntanlega þegar tilkynnt var að sendingin næði fyrir jól og yrði komin í búðir á ákveðinni dagsetningu.
Það myndaðist svo þvílík örtröð og öngþveiti í versluninni þegar vélarnar birtust að það var ekki einu sinni hægt að ná þeim af vörubrettunum.
Þessi verslunarfrömuður sagðist hafa séð til hjóna við eina stæðuna.
Karlinn þreif eina PS2 vél, leit svo í kringum sig og greip aðra.
Konan tók í öxlina á honum og sagði: "Heyrðu, við ætluðum bara að taka eina. Hvað eigum við eiginlega að gera við tvær?".
Maðurinn, orðinn tryllingslegur til augnanna, svaraði: "en kona, þær verða uppseldar aftur, það eru allir að kaupa þetta!".
Þau þráttuðu víst um þetta alla leiðina að kassanum en karlinn hafði betur og gekk út með tvær glænýjar Playstation 2 vélar.

Vona að þær hafi nýst honum vel.

Þar til næst...

B


mbl.is Ræningjar skutu mann sem beið eftir því að kaupa Playstation 3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hehe já ég þekki þetta úr jólavertíðinni. Það er eins og sumir bókstaflega "missi sig" og vita hvorki hvað þeir segja né gera í kaupæðinu

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 17.11.2006 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband