1.7.2008 | 11:37
Rafastugl
Einhver leiðinda böggur í kollinum á mér þessa dagana. Spurning hvort það tengist eitthvað flutningi á milli heimsálfa...
Böggurinn lýsir sér þannig að ósjálfrátt og óviðrátt svissa ég stöfum í orðum, sérstaklega í samsettum orðum. Þetta getur verið mjög skondið en skal alveg viðurkennast að er frekar leiðigjarnt til lengdar. Sérstaklega af því þetta er ekki viljandi gert heldur gerist bara einhvern veginn án þess að ég fái nokkuð við ráðið. Ætli þetta sé merki um einhvers konar geðveilu??
Dæmi um það sem hefur skotið upp í kollinn á mér er:
Sílabala
Terðafaska
Holfganskar
Veitarlefur
Tultusau
Frottbör
Fyrir utan öll nöfnin sem brenglast í kollinum - uss puss.
Þar til næst...
I
Athugasemdir
Humm.. stefnir kannski í lokaritgerð með áherslu á málfræði - jafnvel undir handleiðslu Frú Blond....
Marta (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:10
Æ hvað mig vantar blogg. Bara eitt? Plís.....
Edda (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.