19.11.2006 | 14:56
Úti er alltaf að snjóóóóóóa
Mikið er þetta yndislegt veður, einmitt svona veður eins og var alltaf í "gamla daga".
Allir krakkarnir í götunni úti að gera snjóhús og virki, fara í snjókast og búa til engla og hlátrasköllin og gleðin ómar um allt.
Ég búin að moka stíginn upp að húsinu svo pósturinn og blaðburðarfólkið komist nú að póstlúgunni.
Líka búin að skakka aðeins í leikinn þegar snjókastið fór aðeins úr böndunum.
Ætla svo að hita kakó og baka vöfflur handa krökkunum þegar þau koma inn með rauðar kinnar og kalda putta .
Vona bara að þetta tolli eitthvað áfram, væri synd ef þetta breyttist í slabb og slubb um leið.
Þar til næst...
B
Þykknar upp og dregur úr frosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Elska þegar þau koma inn með eplakinnar til að fá sér eitthvað heitt.
Birna M, 19.11.2006 kl. 15:25
þetta er eins og i gamla daga
Ólafur fannberg, 19.11.2006 kl. 16:34
Er svo sammála, finnst þetta æðislegt og krökkunum líka
Gullý (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 17:17
oooo, ég vona að það verði allavega hvít jól....
Hilla Sig (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 19:41
fæ ég ekki vöfflur og kakó ??
Ólafur fannberg, 20.11.2006 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.