22.8.2008 | 15:30
Jákvæðni og þakklæti
Ég ætla að taka Óla Stef mér til fyrirmyndar og nýta fræðin úr Secret, What the Bleep og Power of Now og vera bara þakklát og jákvæð og allt það. Ég er alla vega alveg viss um að ræðan hans í fyrradag vísaði í þau fræði.
Annars lenti ég í þeirri hrikalegu stöðu að þurfa að vera á skólasetningu barnanna sem byrjaði í hálfleik. Ég harkaði það af mér eins og sönnum Íslendingi sæmir og rétt náði að setjast í sófann aftur þegar seinni hálfleikur byrjaði á RUV+.
Og nú sit ég bara með tárin í augunum og gleði í hjarta og ætla að fara að ráðum Ólafs forseta og hafa þjóðhátíð í dag. Á sunnudaginn verður svo annar í þjóðhátíð - ég get svo svarið það!
Svona er staðan núna:
Fri Aug 22 | Russian Fed. - Denmark | Men's Placement 5-8 - Match 35 | 35 | 28 - 27 |
Poland - Korea | Men's Placement 5-8 - Match 36 | 36 | 29 - 26 | |
France - Croatia | Men's Semifinal - Match 37 | 37 | 25 - 23 | |
Iceland - Spain | Men's Semifinal - Match 38 | 38 | 36 - 30 | |
Sun Aug 24 | Denmark - Korea | Men's Placement 7-8 - Match 39 | 39 | |
Russian Fed. - Poland | Men's Placement 5-6 - Match 40 | 40 | ||
Croatia - Spain | Men's Bronze Medal Match - Match 41 | 41 | ||
France - Iceland | Men's Gold Medal Match - Match 42 | 42 |
Aumingjans Danirnir
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Lífið er......... nei, ekki saltfiskur heldur
HANDBOLTI!!
Marta (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.