Dularfullar fötur

Gatan sem við fjölskyldan búum við er nokkuð merkileg.
Fyrir ofan og neðan götu eru raðhús - ca 10 hvorum megin - sem er svosem ekkert merkilegt. Það sem er sérstakt er að fyrir ofan götu er meðalaldurinn svona 20-25 ára en fyrir neðan götu um 70 ára (við fjölskyldan drögum það meðaltal verulega niður).

Öll húsin eru stór og bjóða uppá barnamargar fjölskyldur og fyrir ofan götu eru 4, 5, 6 og jafnvel 7 manns í hverju húsi. Fyrir neðan götu erum við stærsta fjölskyldan - 4 stykki.

Þar sem ég er mestmegnis heimavið sé ég stundum eldri borgarana sitt hvorum megin við mig bardúsa á daginn. Og það er ýmislegt bardúsað - í garðinum, í bílskúrnum, við tunnurnar, í beðunum og á bílastæðinu. Það sem ég skil aftur ekki er hvað eldri mennirnir hérna allt í kringum mig eru alltaf að vesenast með fötur..
Svona stórar hvítar plastfötur, svona eins og majonesið kom í á hamborgarbúllunni sem ég vann á í gamla gamla daga.
Þannig fötur eru bornar út í bílskúra og til baka á hverjum degi - og stundum nokkrum sinnum á dag og mikið ofsalega get ég stundum orðið forvitin.
Ég hef ekki lagt í að spyrja þá hvað þeir geyma í fötunum sínum, sambandið er ekki alveg á þeim nótunum - meira á "óskapans læti eru þetta í börnunum þínum alltaf" eða "krakkar! farið úr garðinum! -nótunum"
Ég verð því bara að halda áfram að ímynda mér hvað þarna gæti leynst...

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara verið að vökva hassplönturnar í bílskúrnum en þar er ekkert vatn. Hvernig heldurðu annars að gamlingjar hafi efni á að búa í svona stóru raðhúsi? Eru ekki iðullega einhverjir ókunnugir að sniglast í garðinum, jafnvel útlendingar.

Marta (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband