18.9.2008 | 08:59
Klukk
Ég var klukkuð fyrir þó nokkru en hef verið mjög vant við látin undanfarið og því ekki komist í að svara fyrr en núna .
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Ég skúraði gólf, þreif salerni og flokkaði dekkjanagla í Hjólbarðahúsinu.
- Ég blandaði vodka og brennivín í kók, asna og stöku Brjáluðu Bínu í Hollý (ekki wood)
- Ég steikti bestu borgara í bænum á Eikaborgum
- Ég blaðraði í símann með frábærum skvísum (og stöku gæja) hjá Icelandair
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Lord of the Rings (allar saman)
- Grease
- Rocky Horror Picture Show
- The Wizard of Oz
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Laugarnesvegi
- Efstasundi
- Árbæ (6 eða 7 stöðum)
- Ardsley, NY
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Heroes
- Næturvaktin
- So You Think You Can Dance
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Mallorca (hér og hvar um eyjuna)
- Las Vegas
- Hálsakot
- Ísafjörður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- Mbl.is
- Blakkur
- Mentor
- FaceBook
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Fiskur
- Lambakjöt
- Súkkulaði
- ... bara súkkulaði aftur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
(Ég er annars lítið í að lesa bækur aftur, nema fyrir skólann, það er svo mikið af bókum sem ég á eftir að lesa að ég hef alltaf eitthvað nýtt á náttborðinu)
- A Song of Ice and Fire
- Enders Game
- Ísfólkið
- Stephen King (hef lesið nokkrar oftar en einu sinni)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
(Þá vandast málið, svo fáir sem ég þekki sem blogga eitthvað og enn færri bloggarar sem lesa bloggið mitt)
- Fína frúin í H100
- Hibba Bibba súperskutla
- Helena Lil Sys (það má reyna þetta - Helena ég skora á þig!)
- Hver sem þetta les og langar að vera klukkaður má taka þetta til sín og svara klukkinu. Væri þá gaman að fá að vita af því í athugasemdum
Þar til næst...
B
Athugasemdir
Ég er til í að láta klukka mig....vandinn er aftur á móti síðasta ,,klukkið" þar sem ég les bara tvö blogg....og tveir lesa mitt...
Guðrún Gyða Árnadóttir, 20.9.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.