Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
29.5.2006 | 14:57
Barnaafmæli
Þá er fyrra barnaafmæli ársins búið og 4 dagar í næsta.
Gaman að segja frá því að krakkarnir hafa, frá því þau voru ansi lítil, beðið vélfræðinginn hann afa sinn um að gera afmæliskökurnar þeirra. Fyrsta skiptið var það Árni Reynir, 2ja eða 3ja ára, sem vildi fara með gröfuköku í leikskólann. Gröfuköku!
Afinn var sko ekki lengi að hrista fram eitt stykki gröfuköku, sem skóflaði upp sælgæti og vakti, að vonum, þvílíka lukku.
Síðan þá hefur afi gert nokkrar gröfukökur, prinsessuköku, kastalaköku, vélmennaköku og fleiri gerðir sem ég man bara ekki í augnablikinu. Það besta við þetta er að það er alveg sama hvað börnunum dettur í hug - afi græjar.
Held að það séu ekki mörg börn sem hringja í afa sinn nokkrum dögum fyrir afmælisveislu og biðja hann um að baka afmælistertuna .
Langaði að deila með ykkur nýjustu snilldinni. Árni Reynir hringdi í afa sinn fyrir helgina og bað hann um að gera Svarthöfðaköku. Ég verð nú að viðurkenna að ég sá það ekki alveg í hendi mér, ekki þannig að hún væri flott. Afinn fór á fullt og fann auðvitað útúr þessu - þið getið metið árangurinn sjálf - myndin af listaverkinu er hérna til hliðar.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2006 | 21:06
Íþróttaálfur...? Ég?
Íþróttaálfur
Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.
"Áfram Latibær, I'll be back!"
Hvaða tröll ert þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2006 | 13:33
On shopping
Fór að pæla betur í þessu með verslunarþörf kvenna. Hún er nefnilega nokkuð rosaleg!
Það veitir samt alveg lygilega fróun að standa á bílaplaninu fyrir utan Walmart eða Arundel Mills og bílastæðið við hliðina á bílaleigubílnum þínum er troðfullt af stöffi. Stöffi sem ÞÚ varst að kaupa (Það hríslast um mig sæluhrollur við tilhugsunina). Svo mikið af stöffi að þú veist eiginlega ekki hvað allt þetta stöff er - þú kemst ekki að því fyrr en uppi á hóteli þegar þú ferð að rífa uppúr pokunum og skoða og máta og oftar en ekki komast að því að þú gleymdir að kaupa heilan helling af því sem þú ætlaðir - sem "vantaði".
Og þá fer um mann þvílík sælutilfinning - því maður veit að maður hefur 2 heila daga til þess að versla MEIRA.
Og hversu sikk er það? Ég meina, er þetta heilbrigt eða hvað?
Er það safnaraeðlið í konum sem fær þær til að haga sér eins og naut í flagi á útsölum, eins og krakki í ókeypis Nammilandi í mollinu í Amríkunni, eða eitthvað annað?
Karlmenn myndu aldrei, aldrei láta svona (þeir vita ekki af hverju þeir eru að missa...).
Hellisbúateorían segir að konur séu safnarar - karlmenn eru veiðimenn. Karlmenn fara í Kringluna og "drepa" sér einar buxur eða skyrtu eða sokkapar. Þeir myndu aldrei koma heim með eitthvað meira en það sem þá nauðsynlega vantaði! Nýja sokka af því hinir eru svo götóttir að stroffið eitt er eftir. Nýja skyrtu af því að blettabaninn dugar ekki lengur á skítaröndina á hálsmálinu. Nýjar buxur af því að gömlu eru með gati á báðum hnjám og/eða olíublettum á rassinum.
Er þetta þá safnaraeðlið í okkur konunum? Að vilja eiga nóg af öllu "til mögru áranna"?
Hellisbúinn segir að ég væri hörmulegur birgðastjóri, birgðastaða heimilisins sé yfirleitt mjög óhagstæð. Hrmpff - ekki sveltur hann! Og hann á alltaf sokka í skúffunni og rollon í baðskápnum (fengust 10 í pakka á gjafverði í Target!).
Hmmmm, ég veit ekki.... eina sem ég veit er að ég þarf að fara að komast í góða shoppingferð til USA - mekka hellisfrúarinnar, mig er farið að VANTA ansi margt.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2006 | 09:37
Ryksugur
Maðurin minn þekkir mig greinilega ekki mjög vel eða hann er svoddan hellisbúi að hann skilur ekki konur.
Hann skilur alla vega ekki þessa kvenlegu þörf fyrir að versla - veit ekkert útá hvað hún gengur.
Ryksugan mín er búin að vera leiðinleg í svona 2 mánuði - virkar, en leiðinleg. Ég tjáði Hellisbúanum að ég þyrfti að kaupa nýja ryksugu.
Hann gaf lítið út á það.
Held hann hafi haldið að ryksugan væri í fínu standi en að mig langaði bara í nýja ryksugu. Eins og ryksuga sé eitthvað sem mann LANGAR til að kaupa!
Og ef ég ætlaði að svala shopaholicnum í mér þá værum við ekki að tala um að kaupa tíuþúsundkróna ryksugu í Elkó, nei, þá dygði ekkert minna en þrjúhundruðþúsund króna Rainbow eða Kirby!
Mig vantaði ryksugu af því að það er leiðinlegt að ryksuga fjögurra hæða hús með leiðinlegri ryksugu - svona ryksugu sem sogar ekki ryk.
Ég var að ryksuga í morgun og ryksugan dó.
Með hvelli og látum og reyk!
Og Hellisbúinn var heima .
Hann viðurkenndi með semingi að "þetta væru jú, nokkuð góð rök fyrir því að það vantaði nýja ryksugu".
Hrmpff!
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2006 | 12:37
Sumarfrí
Ég verð í sumarfríi næstu 3 mánuði!
Ég er komin í 3ja mánaða sumarfrí!
Ég er örugglega búin að segja ÖLLUM sem ég hitti þetta, ekki af því ég er að monta mig (kannski pínu) en aðallega af því að ég trúi þessu varla sjálf...
Hvað gerir maður af sér í 3ja mánaða sumarfríi? Skrúbbar húsið með tannbursta? Gerir vörutalningu í eldhúsinu? Fer í búðir? Læt mér leiðast?
Sumir vara mig við því að mér eigi eftir að hundleiðast þegar fer að líða á sumarið. Það gæti alveg verið rétt. Sé mig samt frekar verða háða því að hafa ekkert sem ég "verð" að gera.
kemur í ljós...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2006 | 10:22
Skipstjóri í afleysingum
Ég bara verð að smella þessu hérna inn. Get því miður ekki sagt hver höfundurinn að þessari snilld er því ég fékk þetta sent í tölvupósti og þar var höfundar ekki getið. Snilld engu að síður
Skipstjóri í afleysingum
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði: "Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta
ylja upp matinn og láta þau hátta."
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: "ég þarf að pissa."
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta,
en hún sagði: "Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera."
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: "hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna.
"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin."
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn
Æ" aldrei friður nú hringir síminn,
halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún að krakkarnir væru orðnir tíu."
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2006 | 12:46
Frétt af mbl
Af mbl.is:
Lögreglan í Kópavogi segir einn mann nú í gæsluvarðhaldi sem þátt tók í líkamsárás með tveimur öðrum á ungan mann aðfararnótt sunnudags. Sá sem ráðist var á liggur nú á sjúkrahúsi en æðar í kviðarholi hans gáfu sig en tekist hefur að stöðva blæðingarnar. Lögreglan segist hafa hringt í hina tvo árásarmennina. Sögðust þeir ætla að gefa sig fram við lögreglu. Sá sem nú er í haldi var yfirheyrður í morgun.
Eruð þið ekki að djóka!?
"Hurru, Nonni minn. Við vitum að þú varst að ganga í skrokk á honum Palla. Ertu nú ekki til í að koma svo við getum tekið þig fastan?"
"Ertu upptekinn?"
"Æjæj, myndi henta þér að koma kannski á föstudaginn?"
"Partý?"
Jæja vinur, en á mánudaginn bara?"
"Já, já, þú kemur bara þegar þú ert búinn hjá tannlækninum."
"Allt í lagi Nonni minn, við sjáumst þá bara í næstu viku"
Þar til næst...
B
Einn í haldi vegna árásar í Heiðmörk og hinir tveir ætla að gefa sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 19:58
Jahérnahér...
Your Career Type: Enterprising |
You are engertic, ambitious, and sociable. Your talents lie in politics, leading people, and selling things or ideas. You would make an excellent: Auctioneer - Bank President - Camp Director City Manager - Judge - Lawyer Recreation Leader - Real Estate Agent - Sales Person School Principal - Travel Agent - TV Newscaster The worst career options for your are investigative careers, like mathematician or architect. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2006 | 21:18
Undarlegir dagdraumar
Ástandið er orðið frekar slæmt þegar maður er farinn að sjá það í hyllingum að taka húsið sitt í gegn! Þegar mann dreymir dagdrauma um að rífa allt úr baðskápunum og henda og raða og þrífa. Og eldhúsið mæ ó mæ! Fullt af skápum sem hefur ekki verið tekið til í í háa herrans tíð mmmm. Geymslan og garðurinn eru svo The Icing on the Cake - geymi það þar til síðast, spara það svo ég geti látið mér hlakka til sem lengst.
Þegar ég verð svo loksins búin í prófunum gæti reyndar alveg verið að dagdraumarnir fari að snúast um eitthvað annað, eins og kannski að liggja í leti í heita pottinum, lesa á teppi í garðinum eða bara glápa á uppsafnaða hrúgu af Desperate Housewives, Lost og Greys Anatomy. Maður veit samt aldrei, kannski mun ég uppfylla þá dagdrauma í tandurhreinu og drasllausu húsi .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2006 | 14:08
Bækur í blíðunni
Alveg er þetta týpískt! Sit hérna föst við tölvuskjáinn að lesa og glósa Félagsfræði og úti glampar sólin eins og henni sé borgað fyrir það. Það er sko 15° hiti í forsælu, þetta er einn af þessum dögum sem maður sér mesta lagi 2svar sinnum á ári hérna á Íslandi. Besta við þetta er að veðrið var svona í gær, verður svona á morgun og jafnvel fram á þriðjudag - við verðum semsagt búin með sólardaga næsta sumars líka ef þetta rætist. Sem er auðvitað týpískt því fyrsta prófið er á þriðjudaginn og ekki eins og ég geti fleygt mér í sólbað þegar því er lokið því þá tekur við lestur stærðfræðibóka "gubb,gubb".
Er að spá hvort ég eigi ekki bara að hætta lesa, fara í sólbað, ganga illa í prófinu og fá góðar einkunnir???
Þar til næst....
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)