Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fréttablogg

Veit einhver hvort það er hægt að koma í veg fyrir að bloggið manns birtist á mbl.is ef maður bloggar um frétt?
Semsagt að bloggið komi ekki upp til hægri við fréttina ef fréttin er skoðuð?

Er búin að leita að þessu útum allt en get ekki séð að þetta sé hægt.

Get svosem alveg hætt að blogga fréttir en þar sem ég er aðalfréttaveita sumra Wink langar mig ekkert sértstaklega til þess. Langar heldur ekkert sérstaklega til þess að hafa bloggið mitt inni í fréttunum sem mér þykir ástæða til að kommenta á.

Þar til næst...

B


Hvaða áhrif mun þetta hafa?

Mun þetta þýða að maður verður í sama netbaslinu og í desember í 9-10 daga?
Veit einhver hvaða áhrif þessi viðgerð mun hafa eins og á háskólanetin?

B


mbl.is Fjarskiptaumferð um Cantat-3 stöðvast í tíu daga vegna viðgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að þeir láti NYC í friði...

Alla vega meðan Hellisbúinn minn er þarna á miðri Manhattan. Þetta er ekkert smá óhugnanlegt og ég ætla rétt að vona að þeir finni ástæðuna!

Talaði við hann áðan og tvær starfsstúlkur hans kvörtuðu einmitt um gaslykt, höfuðverk og ógleði - hann hafði ekki tekið eftir neinu.

Hann hafði reyndar ekki hugmynd um þetta með gasið - var ekki búinn að kíkja á mbl Wink.
Hann er óþægilega slakur yfir þessu öllu saman, hefur ekki trú á því að þetta sé nokkuð sem hann þurfi að hafa áhyggjur af.
Kannski er nóg að ég hafi áhyggjur - á pottþétt nóg af áhyggjum fyrir okkur bæði.

Hann lofaði mér þó að hann myndi anda varlega næstu daga.

Þar til næst...

B


mbl.is Borgarstjórinn segir ekki vitað af hverju gaslykt í New York stafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ástin grípur unglingana...?

Naumast að löngunin hefur gripið þennan!
Veit ekki hvort maður á að hæla honum fyrir standa svona fast á því að setja öryggið á oddinn eða bölva honum fyrir innbrotið.

En 4 smokkapakkar... vá! Hefði 1 ekki dugað?

Gott að það fylgdi nú fréttinni að smokkarnir voru með ávaxtabragði, það auðveldar pottþétt lausn málsins!

Þar til næst...

B


mbl.is Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt alveg að hverfa svona...

Ætli það sé búið að leita að þeim á eynni sem Lost liðið heldur til?
Kannski The Others hafi náð þeim?

Uss, maður á ekki að grínast með svona hluti.
Vona að vélin finnist og að fyrir kraftaverk séu allir heilir á húfi.

Þar til næst...

B


mbl.is Mikil leit að farþegaflugvél sem hvarf á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólbað í sumar?

Það væri nú ekki amalegt ef við fengjum nú einu sinni almennilegt sumarveður hér á klakanum.

Annars eru þessi yfirvofandi hlýindi líklega of dýru verði keypt. Maður er uggandi um hvernig þetta fer allt saman ef við höldum áfram á sömu braut. Spurning hvað þessi veröld okkar á mikið eftir ef við förum ekki að taka okkur saman í andlitinu.

Er ekki til einhver vefsíða sem gefur manni hugmyndir um hvernig maður getur lagt sitt af mörkum? Er alveg viss um að það eru fullt af hlutum sem maður gerir á hverjum degi sem eru ekki nauðsynlegir og auka líkur á global warming - eitthvað sem maður getur alveg sleppt eða gert á annan hátt.

Þar til næst...

B

 


mbl.is 2007 líklega það hlýjasta síðan mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarbann

Þetta er auðvitað bara snilld!
Spurning hvort maður gæti þetta - þetta yrði alla vega virkileg áskorun!
Ég myndi þurfa að sleppa öllum utanlandsferðum, gæti ekki farið í neina verslunarmiðstöð - varla að ég gæti farið í Bónus Woundering.

Ég er nefnilega alveg agalega hrikalega ferleg þegar kemur að verslunum - sbr. fyrri færslur um handtöskur og jólagjafir.

Ég held að það hljóti að felast visst frelsi í svona átaki, spurning um að setja sér eitthvað minna markmið t.d. að versla engar jólagjafir fyrr en 15.desember, að kaupa ekkert nýtt nema það gamla sé ónýtt (þá meina ég raftæki og þ.h.), kaupa ENGAR handtöskur í heilt ár (ég svitna alveg), ekki skó (púff), engar bækur (ég er farin að titra) og láta fötin í troðfulla fataskápnum duga sér út árið.

Ég held ég þyrfti svona árs undirbúning undir svona átak. Taka mig í gegn andlega áður en ég tækist á við þetta.

Án gríns þá ætti maður að hafa þetta bakvið eyrað - ætla að setja mér það sem markmið fyrir 2007.

Þar til næst...

B


mbl.is Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meinilla við flugelda

Mikið er gott að ekki fór verr í þessu tilfelli! 

Já, mér er ferlega illa við flugelda.
Þegar klukkan nálgast miðnætti á gamlárskvöldi fæ ég smá kvíðahnút í magann og eyði svo næstu mínútum í að fylgjast með og passa uppá börnin mín og næ lítið að njóta ljósadýrðarinnar.

Karlarnir í fjölskyldunni höfðu keypt 2 stórar tertur og 2 eitthvað minni. Þessar 2 minni fóru báðar á hliðina, sú fyrri strax við fyrsta skot. Svo skutust skotin í allar áttir, eftir jörðinni, því hún hoppaði til í hvert skipti sem skaust úr henni. Hin litla tertan (eiginlega smákaka) fór á hliðina í miðjum klíðum og hagaði sér síðan eins.

Sem betur fór vorum við í góðri fjarlægð og gátum því auðveldlega forðað okkur en mikið ferlega var ég pirruð yfir því að hvað þetta var mikið drasl. Hefði svo auðveldlega getað valdið slysi.
Er eiginlega sammála þeim sem sagði að það væri frekar skondið að Björgunarsveitirnar hefðu sem sína helstu fjármögnunarleið eitthvað sem getur verið stórhættulegt fólki.

Þar til næst...

B


mbl.is Vissu ekki um kraftinn fyrr en sprengingin varð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband