Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
4.4.2007 | 22:36
Svefnblogg
Var beðin um bloggfærslu en á voðalega erfitt með að finna eitthvað sem heldur áhuganum nógu lengi til að festa það á "blað".
Bestu bloggfærslurnar fæðast reyndar oftast þegar ég ligg í bælinu og er að reyna að sofna. Ótrúlegt hvað ég hef margt að blogga um þá.
Þá rúllar líka frá mér snilldin ein um hin merkustu málefni og það eina sem vantar er að henda því á bloggið þegar ég vakna.
Svo vakna ég og þá er eins og hausinn á mér hafi gjörsamlega tæmst yfir nóttina.
Hef ekki frumleika í að semja innkaupalista í Bónus, hvað þá að blogga hérna einhverja snilld.
Hallast að því að við séum öll í annarri vídd í svefni.
Í þeirri vídd er ég heimsfrægur bloggari sem færi fólki pælingar mínar á ótrúlega ljóðrænan og áhrifaríkan hátt.
Svo getur líka vel verið að þessar pælingar mínar fyrir svefninn séu álíka gáfulegar og innkaupalisti í Bónus en að ég sé komin með annan fótinn í draumaheiminn og því virki hann svona smellinn.
Hvur veit?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 11:55
Afmæli
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún er eins árs hún bloggsíða
Hún er eins árs í dag
Það er semsagt eitt ár í dag síðan ég byrjaði að tjá mig hérna á síðunni.
Var nú eitthvað óviss í um það fyrstu færslunni hvort það yrði eitthvað úr þessu bloggi hjá mér en síðan þá hafa heimsótt mig 15812 manns eða 43,3 manns að meðaltali á dag .
Var með einhverjar hugmyndir um að koma með statistík um fjölda innleggja og athugasemda en það er ekki fræðilegur að ég nenni að telja.
Hef svo alltof mikið við tímann minn að gera núna að ég skil eiginlega ekki að ég skuli yfirhöfuð vera að blogga.
Og er því farin .
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 16:40
Lítill miði í skúffu
Fann lítinn, útklipptan miða í skúffunni minni.
Man eftir að hafa klippt þetta út úr einhverju blaðinu af því mér þótti þetta svoddan snilld.
Höfundar er ekki getið en ég læt þetta samt flakka:
Það tekur tuttugu mínútur að laga nær- og fjarsýni.
Hversu frábært væri ef það tæki sama tíma að laga þröng- og skammsýni?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)