Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
19.8.2007 | 20:12
Ber um ber frá berjum til berja
Ég er búin að eiga alveg frábærlega notalega og góða daga undanfarið.
Það er svo ljúft að vera hjá múttu í "nýja" kotinu hennar að ég gæti sko alveg hugsað mér að eiga bara heima hérna - er samt ekki viss um að múttan mín vilji hafa 5 aukamanneskjur á heimilinu svona að staðaldri .
Sambúð 3ja kynslóða gengur samt vonum framar og það er heilmikið búið að bralla og aðallega malla.
Við mamma erum nefnilega búnar að fara á Suðurnesin og tína fullt af krækiberjum sem voru sultuð og söftuð.
Réðumst svo á garðinn og þar moraði allt í Sólberjum og Rifsberjum sem voru sömuleiðis tekin og sultuð, geluð og söftuð.
Afraksturinn er krækiberjahlaup og saft sem fór í vaskinn .
(Við mamma erum vissar um að ástæða þess að þetta var nánast óætt sé sú að krækiberin sem við tíndum voru bara eitthvað bragðlaus.)
Sólberjasulta, saft og hlaup sem er svo hrikalega gott að það er nánast ólýsanlegt.
Rifsberjahlaup sem er bara mjög vel heppnað.
Niðurstaðan er sú að vera ekkert að þvælast út á Suðurnes þegar eigin garður gefur mun betri afurðir = Grasið (berin) eru EKKI grænni (svartari/rauðari) hinum megin!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 21:43
Klukkedíklukk
Ég var klukkuð og skilst að þá eigi ég að segja 8 staðreyndir um sjálfa mig - væntanlega staðreyndir sem eru ekki almenn vitneskja.
- Ég hef átt 20 heimili yfir ævina (og þá tel ég ekki með svona millibilsheimili eins og ég á núna).
- Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða rithöfundur þegar ég yrði stór.
- Ég elska að gúffa og tjatta með Mörtu - samt ekki eins mikið og ég elska að fá mér rautt og tjatta með henni
- Ég elska handtöskur - samt ekki eins heitt og Bettý elskar þær .
- Ég hef alveg jafn gaman af Teen Titans og X-men teiknimyndasögum og 11 ára sonur minn.
- Ég grét yfir síðustu Harry Potter bókinni - versta var að ég sat í flugvél og hafði lítið prívasí.
- Ég þoli ekki að þrífa en finnst bara gaman að taka til - alla vega svona oftast .
- Humm, hvað meira? Jú, dóttir mín var að minna mig á eitt, ég hef séð Galdrakarlinn frá Oz svona milljón sinnum og kann hana utanað orð fyrir orð (sponsið var nefnilega að syngja "come out, come out, wherever you are ).
Ég er að hugsa um að klukka Eddu frænku í London, fínu frúna í H100 og McHillary in da Fjord.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 11:23
Pappakassadraumur
Mig dreymdi svo voðalega furðulega í nótt.
Mig dreymdi að ég ákvað að eignast barn.
Og fyrst ég var að þessu á annað borð ákvað ég að eiga bara 2 (í einu).
Svo fékk ég þau - send . Þau komu nefnilega í svona litlum pappakössum.
Þetta voru tveir strákar, ósköp ljúfir og fínir.
Þetta var svo assgoti sniðugt að ég ákvað að eignast bara 2 í viðbót.
Fékk kassana, annar var blár og hinn bleikur.
Varð svolítið glöð að fá nú alla vega eina stelpu.
En stelpukassinn var tómur... Skoðaði hann betur og sá að þetta var kassinn sem sponsið hafði komið í fyrir 9 árum síðan .
Þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að þetta væri voðalega merkilegur draumur sem boðaði eitthvað magnað.
Svo þegar ég hugsaði þetta betur þá komst ég að því að ég er bara búin að umgangast pappakassa aðeins of mikið, aðeins of náið.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2007 | 23:53
Heimsóknir
Mikið rosalega hef ég verið vinsæl síðustu daga, ég er eiginlega bara í sjokki . Um 100 manns á sólarhring í 2 daga og enginn kvittar fyrir sig svo ég veit ekkert hverjir eru að reka nefið hingað inn...
Ekki eins og ég hafi verið að blogga eithvað mikið og merkilegt, ekki nema það sé færslan hérna fyrir neðan sem veki svona mikla athygli?
Spyr sú sem ekki veit .
Þið megið alveg vera svo indæl að kvitta þegar þið kíkið inn, annað hvort í gestabókina eða bara í athugasemdir, annars er hætt við að ég hreinlega springi úr forvitni.
Þar til næst...
B
*Var að átta mig á mistökum mínum, þetta eru ekki svona margir að kíkja í heimsókn heldur eru bara svona margar flettingar :). Alveg var það ágætt, mér er mikið létt*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)