Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þolfallssýki

Það kannast allir við hina grafalvarlegu og bráðsmitandi þágufallssýki, ekki satt?

Ég er að hugsa um að hafa samband við landlækni því ég tel mig vera búna að uppgötva nýtt afbrigði málfarsfarsóttanna - þolfallssýki Shocking.

Þolfallssýki lýsir sér þannig að sjúklingnum er með öllu ómögulegt að átta sig á hverjar ópersónulegu sagnanna taka með sér þágufall. Í alvarlegum tilfellum stendur sjúklingurinn á því föstum fótum að ALLAR ópersónulegar sagnir taki með sér þolfall!

Þetta er auðvitað háalvarlegt mál.

Það er spurning hvort sjúkdómsfræðingarnir sem lengstum hafa barist gegn þágufallssýki taki þessu nýja afbrigði fagnandi - það gæti jú gjörsamlega útrýmt þágufallssýkinni - eða hvort þolfallssýkin muni teljast jafnmikil vá og jafnvel enn verri?

Ég titra af spenningi!

Þar til næst...

B


Á auðskiljanlegri íslensku

Mér finnst frábært að mbl.is birti fréttir af ástandinu á ensku og pólsku.

Ég væri samt líka alveg til í að fá fréttir af ástandinu á einhverju máli sem ég skil. Ég skal nefnilega viðurkenna að ég hef bara svona óljósan grun um hvað er í raun og veru í gangi. Og sá óljósi grunur gæti alveg verið rangur. Fyrir utan að þurfa að torfa sig gegnum stafsetningar-, málfars- og prentvillur þá úir og grúir allt af hugtökum og "loðnu málfari" sem er virkilega erfitt að skilja.

Mikið væri frábært ef einhver velviljaður myndi taka atburðarásina saman í einn pakka á einföldu máli og útskýra málið fyrir mér (og fleirum veit ég) sem botna ósköp lítið í þessu öllu saman.

Þar til næst...

B


mbl.is Emergency law
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband