Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 15:35
Listelskandi konur
Frekar skondið að sjá að það eru bara konur þarna á sýningunni hans Viggós.
Uppábúnar og sætar konur.
Hvað ætli þær séu að skoða?
Ekki það, dauðöfunda þær alveg .
Ekki leiðinlegt að spássera um í sparifötunum og 'skoða' þennan myndarmann.
Þar til næst...
B
Mikill áhugi á myndum Viggo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 14:31
Mapel Mousedottir
Fékk þetta send núna rétt í þessu (takk Lísa skvísa).
Í miðri frétt er talað við konu fyrir Austan sem lýsir ástandinu eftir jarðskjálftann.
Það sem er svo mikil snilld er að konan er sögð heita Mapel Mousedottir (sjá ca 44 sek inn í myndbandið).
Ég er ferlega forvitin að vita hvað konan heitir í raun og veru .
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 16:35
Einn lítill, tveir litlir ....
þrír litlir kassar. Svo langt er ég komin í niðurpökkun fyrir heimflutningana - 3 kassar .
Með þessu áframhaldi ætti ég að ná að pakka niður öllu (í eldhúsinu) fyrir heimferð.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hangir og gerir ekki neitt, hann bara rýkur áfram með rakettu í botninum - lygilegt alveg!
Ætla samt bara að halda áfram að hanga og gera ekki neitt, veit af fyrri reynslu að þetta verður allt saman ready þegar þarf á að halda.
Þar til næst...
B
Verð eiginlega bara að breyta þessu aðeins. Hanga og gera ekki neitt?! Það er sko barasta ekki satt. Er alveg búin að þvo, þurrka, brjóta saman og ganga frá úr 5 vélum (restin í þvotti), rífa útúr heilum draslaskáp og henda, þrífa og pakka, fara í pósthúsið og búðina, fara í langan göngutúr og já...
Kannski ekkert skrítið að tíminn fljúgi .
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 14:46
Goggi M í Idolinu
Horfði á úrslitin í American Idol á miðvikudaginn.
Nokkuð ánægð með úrslitin en þetta hérna þótti mér samt hápunktur kvöldsins.
Svei mér ef ég lenti ekki í sama problemi og Paula þarna í miðju lagi.
(smá viðbót - þeir sýna ekki skotið af Paulu sem var sýnt hérna í sjóminu, hún átti semsagt í mesta basli með tárin þessi elska).
Hrikalega flottur texti og hann sjálfur - úffff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 23:33
Bein útsending - online?
Get ekki neitað því að nú læsist um mann þvílíkur Evróvisíónfiðringur að ég get varla á mér heilli tekið.
Veit einhver hvort það sé einhvers staðar hægt að horfa á keppnina á laugardaginn yfir netið? Sko ekki fræðilegur að ein af mínum 289 stöðvum sýni Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldi - ónei, ekki séns!
Anyone?
Þar til næst...
B
Ísland verður 11. í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2008 | 23:31
Krókn
Smá viðvörun!
Ef þú átt einhvern tíma leið í Clearview Cinema í Yonkers, NY skaltu fara í þykkri úlpu og taka með þér húfu og jafnvel vettlinga. Ég veit reyndar að það er erfitt að borða popp með vettlinga en það má alveg taka þá af rétt á meðan maður gúffar í sig poppinu.
Kaffi í brúsa, eða jafnvel kakó, væri líka mjög gott að hafa í veskinu (má nefnilega ekki taka með sér mat eða drykk).
Og ullarsokka! Ekki gleyma ullarsokkunum!
Fórum semsagt í bíó, gengum inn úr svona 20° hita í varla meira en 5°.
Erum ennþá að þiðna.
Til hamingju með daginn Rebekkukrúttið mitt .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 20:23
Eitt lítið himnaríki
hjá mér í dag. Ohhhhh hvað ég er búin að njóta dagsins - alveg fyrir allan peninginn og rúmlega það.
Ekkert smá ljúft að vakna í morgun og framundan bara akkúrat það sem ég hafði nennu og áhuga til. Endaði auðvitað þannig að ég hafði nennu í ótrúlegustu hluti. Þegar börnin voru flogin í skólana þá þreif ég ísskápinn með tannbursta og klór (og veitti ekki af ), reif svo af öllum rúmum og safnaði saman 5 troðfullum óhreinatauskörfum og hóf stórþvotta.
Þá var ég samt komin með nóg í bili og horfði á 3 síðustu Desperate Housewives-þættina með kók og prjóna - heaven .
Ætla að halda áfram að njóta þess í botn að vera komin í sumarfrí fram í ágúst (nananabúbú).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 22:56
Það hlaut að vera!
Er búin að vera eins og smákrakki í nammibúð í dag.
Keypti mér súkkulaði og m.a.s. eclairs í búðinni í dag - eitthvað sem ég geri aldrei - og er búin með bæði! Hvort tveggja hvarf ótrúlega hratt og það leið ekki langur tími þar til mig langaði bara í meira nammi.
Var svo á endalausu narti í allan heila dag, sem betur fer er fátt óhollt í ísskápnum (eða öðrum skápum) svo nartið var frekar (of) heilsusamlegt.
Rak svo augun í þetta núna áðan og þá rann upp fyrir mér ljós - sykurljós! Dagurinn er sko kominn á reminder í Outlooknum, mun halda hann hátíðlegan hér eftir .
Samúðarkveðjur til Píanókennarans sem þarf að vera á fljótandi á þessum frábæra degi (ég hef bara annan í - í næstu viku ).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 00:55
Hvað er ár (á milli vina)?
Það er alveg ótrúlegt að um þessar mundir er rétt um ár síðan við Undramundur byrjuðum að flengjast milli heimsálfa að skoða hús.
Man vel eftir fyrstu skiptunum sem við komum hingað, hvað mér þótti undarleg tilhugsun að ætla kannski að búa í einhverjum af þeim húsum sem við vorum að skoða. Hvað það var eiginlega alltaf óraunverulegt og fjarri sjálfri mér að þessi hús gætu verið tilvonandi heimili mín.
Það var eiginlega ekki fyrr en ég var búin að búa hérna úti í nokkrar vikur sem ég áttaði mig á þessu, kannski eftir seinni skólaferðina mín til Íslands þegar ég sá fram á að eiga ekkert eftir að koma heim næstu 2-3 mánuðina.
Þá fékk ég svoldið sjokk.
Og núna erum við búin að vera hérna í 8 mánuði og erum farin að hugsa um hvað við ætlum að taka með okkur heim aftur. Hverju við munum koma fyrir og hvað ekki, hvað tekur 220V straum og hvað ekki, hvort það borgi sig að flytja bílinn heim eða ekki.
Ekki nema 2 mánuðir í heimferð!
Ótrúlegt alveg!
Þar til næst...
B
Ps. Sést ósköp vel á þessu korni mínu hvar "heima" er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)