"Fagur" fuglasöngur

Ég vakna upp við fuglasöng á hverjum einasta morgni.
Ég vil ekki segja fagran fuglasöng því mér er sko hætt að þykja fuglasöngur fagur. Ég vakna nefnilega við hann klukkan 5 á hverjum morgni.

Hérna í kringum mig eru hrafnar, krákur, álftir, endur, fálkar og svosem eins og 10 þúsund gerðir af alls konar smáfuglum sem ég kann ekki að nefna á nafn.
Og svo má ekki gleyma eymingjans andvaka uglunni sem ú-ú-úar frá svona 5 á morgnana til svona hádegis.

Það er ekki séns að sofa gegnum B-vítans fuglagargið. Þetta er eins og að vera með vekjaraklukku sem spilar aldrei sama lagið - enginn séns að venjast þessu og ekki fræðilegur að sofa við þetta. En núna, klukkan að verða 15, þá heyrist ekki múkk í þeim, ekki píp, ekki ú-ú-ú eða tíst-tíst-tíst eða arg-arg-garg.

Eina huggun mín er að á sunnudaginn fæ ég að færa klukkuna fram um 1 klst. sem þýðir að ég mun vakna við fuglapíp klukkan 6.

Þar til næst...

B


Obama vs. Clinton

Ég verð nú að segja að ef ég ætti að kjósa útfrá þessum myndböndum einum saman væri ekki spurning að ég myndi kjósa Obama.

En þar sem ég hef ekki kosningarétt hérna í USAnu hef ég bara gaman af þessu öllu saman Wink.

Þar til næst...

B


Kallahjól

Hvers vegna er stöng milli stýris og sætis á reiðhjólum fyrir karla en ekki konur?

B


Happy holidays

Hérna í USAnu eru endalausir hátíðisdagar. Ekki nóg með að þeir eigi fleiri hátíðisdaga en við á Skerinu heldur er hver hátíðisdagur teygður og togaður þannig að hann tengist næsta á undan og á eftir.

Þegar við komum hingað út í september voru allar búðir uppfullar af Halloween dúlleríi - allt frá sælgæti og servíettum til 3 metra hárra hryllingsskrímsla. Einhverjir nágrannarnir voru búnir að Halloween-skreyta allt, hátt og lágt, strax um miðjan sept þó svo að hátíðin sjálf væri ekki fyrr en 31.október.
Strax 1. nóvember var Halloween-dótið horfið, nokkrir servíettupakkar og sleikjópinnar í útsölukörfum en annars bara forsvundet.
Í staðinn voru kalkúnar uppum alla veggi - kalkúnar til átu, kalkúnasósukönnur, kalkúnaservíettur, kalkúnaborðskreytingar og þar fram eftir götunum. Allt reddí fyrir Thanksgiving sem var aðeins 3 vikum síðar eða 22.nóvember.
Þið getið örugglega ímyndað ykkur hvað gerðist 23.nóvember? Jújú, allir kalkúnar hurfu med det samme og upp kom Taddararraddararammm:

Jólaskraut!

Og ekki bara jólaskraut heldur Jólaskraut. Í öllum mögulegum litum, stærðum og gerðum.
Ég var alveg búin að sjá að þetta hlyti að vera vegna þess að það er stutt á milli þessara hátíða (alla vega á amerískan mælikvarða) og að eftir jól og áramót hlyti að koma smá pása.
Ónei, ekki aldeilis.
Strax 2. janúar var byrjað að tína Valentínusardótið upp í hillurnar. Það gerðist reyndar ekki eins hratt og í fyrri skiptin en upp fór það samt.
Ég er semsagt búin að vera að horfa á hjörtu stór og smá, ástarjátningar á kortum, á sælgæti og m.a.s. kort með syngjandi ástarjátningum, undanfarinn 1 og hálfan mánuð.
Og ekki nóg með það heldur er páskadúlleríð farið að birtast í hillunum - hva, ekki nema 1 og hálfur í páskana.

Er að reyna að cirka út hvað tekur við eftir páskana en sé það ekki í fljótu bragði. Efast samt ekki um að það verður eitthvað.

Happy Valentines

Happy Valentines,

B


Þetta ætti að virka

Karlmenn og fjarstýringar er eitthvað sem gengur alltaf.

Bara eins og að leika sér með bílinn sinn - opna, loka, opna, loka.

Vonum bara að þeir verði ekki of uppteknir af fjarstýringunni til að geta staðið sig í stykkinu (nema getnaðarvörnin felist í því?).

Þar til næst...

B


mbl.is Fjarstýrðar sáðfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar góðar

Rómó

 

 Ekkert smá rómó að hafa fólkið þarna í bakgrunni.

 

 

 

 

Ró og friður

 

 

Hér er ró og hér er friður....

 

 

Samkeppni

 

 

Orð eru óþörf...

 

Alvöru kona

 

 

Alvöru kona, alltaf með veskið innan seilingar.

 

Mössuð í rusl

 

 

 

Eins og Ólafur Ragnar sagði: Mössuð í rusl og tönuð í drasl...

 

Þar til næst...

B


Léleg í tippinu

Það sem mér þykir held ég bara óþægilegast hérna í USAnu er þetta endalausa tipp hægri vinstri.

Maður er svosem vanur að tippa leigubílstjóra á flestum stöðum nema á Íslandi, á matsölustöðum ókei en allt hitt!
Ég er örugglega búin að sármóðga ansi marga hérna með því að tippa ekki cent fyrir annars ágætis þjónustu. Eins og t.d. þegar einhver dælir á bílinn minn og ég borga með korti - þá á víst að tippa. Og ef maður fer í mani/pedi - tippa.
Og hárgreiðslukonan - tippa.
Bílaþvottakallar - tippa.
Bílageymslukallar - tippa.
Nánast hvar sem þú kaupir þjónustu áttu að tippa.

Þetta er ferlega erfitt fyrir svona Íslending eins og mig sem er aldrei með peninga á sér, bara með blessað vísakortið. Svo finnst mér þetta bara frekar vandræðalegt og óþægilegt, finnst best að borga bara uppsett verð fyrir þjónustuna og vinka bless.

Þar til næst...

B


Á heilanum

Mér finnst gott að borða
blómkálssúp'og brauð
hamborgara, kjúklinga og súkkulaðifrauð.
Fisk og kjöt og franskar
finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Fisk og franskar finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Fisk og franskar finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Alveg magnað hvað getur límst á heilann á manni og sönglað þar endalaust eins og rispuð plata.

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband