Færsluflokkur: Bloggar

Akureyri og Barcelona

Nýkomin frá Akureyri og á leiðinni til Barcelona Smile.
Við fjölskyldan fórum Norður um  páskana og áttu geggjaða daga í Hlíðafjalli.
Fullorðna (og hálffullorðna) fólkið fékk einkakennslu og börnin fóru í skíðaskólann og loksins erum við farin að geta staðið á skíðunum niður heila brekku.
Börnin öll orðin ótrúlega fær, Hellisbúinn líka, það er eiginlega bara mamman sem þarf að herða sig.
Er nefnilega algjör gunga Shocking.
Þoli svo illa svona hraða, sérstaklega nið'rímóti.
En þetta hlýtur að koma einhvern tíma.
(Eða ekki)

Nenni líka ekkert að hugsa um snjó og skíði núna því ég er á fullu að undirbúa Barcelonaferð.
Búin að liggja á netinu og safna í risastórt skjal öllu því sem mig langar að skoða, smakka, sjá og njóta.
Vona bara að ég komist yfir þetta allt saman.
Vona líka að skólinn muni bíða þessa bætur, prófin byrja jú bara eftir 3 vikur!
Jæja, það kemur bara í ljós, í versta falli fell ég bara Tounge.

Þar til næst...

B


Nýtt lúkk

Á tímamótum þarf maður stundum að skoða sjálfan sig og endurskilgreina.

Ég komst að því að ég er ekki svarthvít lengur, heldur er ég marglituð kona með allt í gangi.

Þar til næst...

B


Svefnblogg

Var beðin um bloggfærslu en á voðalega erfitt með að finna eitthvað sem heldur áhuganum nógu lengi til að festa það á "blað".

Bestu bloggfærslurnar fæðast reyndar oftast þegar ég ligg í bælinu og er að reyna að sofna. Ótrúlegt hvað ég hef margt að blogga um þá.
Þá rúllar líka frá mér snilldin ein um hin merkustu málefni og það eina sem vantar er að henda því á bloggið þegar ég vakna.
Svo vakna ég og þá er eins og hausinn á mér hafi gjörsamlega tæmst yfir nóttina.
Hef ekki frumleika í að semja innkaupalista í Bónus, hvað þá að blogga hérna einhverja snilld.

Hallast að því að við séum öll í annarri vídd í svefni.
Í þeirri vídd er ég heimsfrægur bloggari sem færi fólki pælingar mínar á ótrúlega ljóðrænan og áhrifaríkan hátt.

Svo getur líka vel verið að þessar pælingar mínar fyrir svefninn séu álíka gáfulegar og innkaupalisti í Bónus en að ég sé komin með annan fótinn í draumaheiminn og því virki hann svona smellinn.

Hvur veit?

Þar til næst...

B


Afmæli

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún er eins árs hún bloggsíða
Hún er eins árs í dag

Það er semsagt eitt ár í dag síðan ég byrjaði að tjá mig hérna á síðunni.

Var nú eitthvað óviss í um það fyrstu færslunni hvort það yrði eitthvað úr þessu bloggi hjá mér en síðan þá hafa heimsótt mig 15812 manns eða 43,3 manns að meðaltali á dag Gasp.

Var með einhverjar hugmyndir um að koma með statistík um fjölda innleggja og athugasemda en það er ekki fræðilegur að ég nenni að telja.
Hef svo alltof mikið við tímann minn að gera núna að ég skil eiginlega ekki að ég skuli yfirhöfuð vera að blogga.
Og er því farin Wink.

Þar til næst...

B


Lítill miði í skúffu

Fann lítinn, útklipptan miða í skúffunni minni.
Man eftir að hafa klippt þetta út úr einhverju blaðinu af því mér þótti þetta svoddan snilld.
Höfundar er ekki getið en ég læt þetta samt flakka:

Það tekur tuttugu mínútur að laga nær- og fjarsýni.
Hversu frábært væri ef það tæki sama tíma að laga þröng- og skammsýni?

Þar til næst...

B


Skipulag

Varð bara að hnupla þessari mynd af annarri bloggsíðu - hún á svooo vel við mig. Allt í skipulagi, listum og plönum. Veit ekki hversu oft ég get ekki skipulagt nákvæmlega sama hlutinn - örugglega endalaust (spurjið bara samstarfskonurnar mínar í æfingakennslunni Wink).

Mitt líf

Þar til næst...

B


Ritskoðað blogg

Áttaði mig allt í einu á því að þegar börnin manns eru orðnir bloggvinir þá er nauðsynlegt að ritskoða enn frekar það sem maður lætur flakka hérna inni.

Það er nú samt ekki laust við að móðurhjartað slái af stolti yfir fyrstu skrefum afkvæmanna í bloggheimum. Nú þyrfti Hellisbúinn bara að fara að blogga og þá væri öll fjölskyldan komin með alter ego í vefheimum.

(samt alveg spurning hvort maður fái sér laumublogg undir dulnefni Joyful).

Þar til næst...

B


Góður ;)

Three men were sitting together bragging about how they had given their new wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she was to do the dishes and house cleaning.
It took a couple days, but on the third day he came home to a clean house, dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska. He had given his wife orders that she was to do all the cleaning, do the dishes and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day it was a little better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland. He told her that her duties were to keep the house clean, dishes washed, lawn mowed, laundry washed and hot meals on the table for every meal.
He said the first day he didn't see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher.

Þar til næst...

B


Bekkjarkerfi í Bandaríkjunum?

Getur einhver sagt mér hvernig skólarnir og bekkirnir skiptast í USA?
Hvað eru börn gömul þegar þau byrja í 1st grade, hve gömul fara þau upp í Middle School, hve gömul byrja þau í High School og hve gömul eru þau þegar þau ljúka High School?

Er þetta sambærilegt við Ísland?
6 ára í 1. bekk, 10 ára á miðstig, 13 ára í elsta stig og 16 ára þegar þau ljúka?

B


Bissí bissí kona

Ekkert að frétta svosem, vildi bara láta vita að við erum öll "alive and kicking".

Er búin að vera á haus við að semja kennsluáætlun fyrir æfingakennsluna, nú er pínkulítil pása yfir helgina og svo hefst kennslan á mánudaginn. Verð að kenna næstu tvær vikur, svo staðlota frá helv... svo fermingarveisla skádótturinnar og svo fæ ég að anda yfir blápáskana.
Eftir páskana fer ég svo  beint í að klára verkefni og  fleira áður en próflesturinn hefst.

Efast um að ég skrifi nokkuð af viti hérna inn þar til í maí Errm.

Þar til næst...

B

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband