Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2006 | 19:44
Hvernig færi fyrir Jesú í dag?
Ég hef oft hugsað hvernig færi ef frelsarinn fæddist í dag. Yrði hann ekki bara lokaður inni á hæli eða í fangelsi?
Þessi kona segist vera prinsessan af Jerúsalem og vera á ferð um heiminn til að boða frið og hjálpa þeim sem hjálpar þurfi - hver segir að hún sé ekki að segja satt?
Hún er í fangelsi núna - for her own protection - en voðalega þykir mér það eitthvað skrítið.
Ef það fæddist barn sem myndi svo á fullorðinsárum halda því fram að hann væri sonur guðs, sendur hingað til að frelsa mannkynið, haldiði ekki að hann yrði bara lokaður inni? Kannski til að vernda hann, kannski vegna þess að hann yrði talinn geðveikur eða vegna þess að hann væri kannski hættulegur öðrum?
Og ef hann færi að fremja kraftaverk í lange baner, yrði hann þá ekki bara lokaður inni á rannsóknarstofu? Hjá geimverunum í Area 51? Eða kraftaverkin yrðu útskýrð á einhvern hátt sem rökrétt og jarðbundið fólk gæti sætt sig við?
Ég er ansi hrædd um að frelsarinn ætti erfitt uppdráttar í nútímanum, spurning hvort okkur mannfólkinu sé viðbjargandi?
Þar til næst...
B
![]() |
Norska lögreglan reynir að bera kennsl á prinsessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.12.2006 | 20:07
Hver ber ábyrgðina?
Ég ætla ekki að leggja mat á hvernig breikkun Suðurlandsvegar á að fara fram en mig langar að koma að einu sjónarmiði sem mér þykir mjög þarft í þessari umræðu.
Þetta eru punktar sem ég fékk senda sem svar við áskorunarpóstinum vegna breikkun Suðurlandsvegar.
Höfundur er Árni Árnason, klár kall með meiru (enda pabbi minn) og er þetta birt með góðfúslegu leyfi hans:
Ég vona að annað og yfirvegaðra sjónarmið fái að rúlla hér með.
Með því er ég ekki að gera lítið úr þessum hörmungum, heldur aðeins að benda á nokkrar staðreyndir sem vert er að íhuga.
1. Umferðarþungi á veginum austur fyrir fjall er langt undir því sem skv. alþjóðlegum stöðlum kallar á tvöföldun vegar (reyndar á Reykjanesbraut líka ).
2. Ef athyglinni er beint svona harkalega að veginum sem orsök ( "..mannslíf fóru vegna þess að " ) fellur raunveruleg orsök í skuggann, og það slævir ábyrgðarskyn bílstjóra að loka augunum fyrir raunverulegum orsökum.
3. Af hverju er bíll á öfugum vegarhelmingi þegar bíll er að koma á móti?
4. Skifta þessi mannslíf ökumanninn virkilega ekki máli ?
5. Ef þú kemst ekki framúr með fullu öryggi, verður þú að sætta þig við að fylgja umferðarhraðanum fyrir framan þig þar til það er öruggt.
6. Hvað var það sem kallaði á þá áhættu að taka framúr ?
7. Breidd vegar, akreinafjöldi, myrkur, skyggni, hálka, o.s.frv. getur aldreið orðið nema meðvirkandi þáttur í umferðarslysi.
Lærdómurinn sem við ættum að draga af þessu er að lífið er of dýrmætt til þess að láta "hægfara" bíl fyrir framan sig fara í taugarnar á sér, eða ætlum við bara að halda áfram að drepa hvert annað þartil allir vegir eru orðnir tvöfaldir?
Það vill nefnilega gleymast að ábyrgðin er liggur ekki hjá veginum heldur hjá ökumanninum - vegurinn getur aldrei orsakað slys. Það er ökumannanna að haga akstri sínum þannig að ekki skapist hætta af.
Við pabbi erum samt sammála því að það megi alveg auðvelda manni lífið og breikka Suðurlandsveginn en ekki vegna þess að annars "þurfum" við að halda áfram að slasa og jafnvel drepa hvert annað.
Þar til næst...
B
![]() |
Tvöföldun Suðurlandsvegar kostar 70% meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2006 | 10:47
Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavík
Hvar býrð þú?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2006 | 16:23
Þó fyrr hefði verið!
Ég ætla að láta fylgja þessu svolítið sem ég fékk í pósti áðan.
Laugardagurinn 2.desember 2006
Fimm ára stúlka og karlmaður um þrítugt létust í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi í dag. Þrír komust lífs af en af þeim er einn, lítill drengur, alvarlega slasaður. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum, og fór annar þeirra yfir á öfugan vegarhelming.
Hvað þarf að gerast til þess að stjórnvöld fari að forgangsraða rétt og tvöfalda Suðurlandsveginn og Vesturlandsveginn? Að meðaltali látast eða örkumlast 5 manns á ári hverju á Suðurlandsveginum og álíka margir á Vesturlandsveginum.
Skipta þessi mannslíf stjórnvöld virkilega ekki máli?
Þetta mál snertir okkur öll, því að öll okkar þekkjum við einhvern sem aka þessa tvo fjölförnu vegi reglulega eða þá að við ökum þá sjálf. Það er hræðilega sorglegt að hugsa til þess að þessi mannslíf fóru vegna þess að stjórnvöld voru ekki löngu búin að láta þessi verkefni í forgang.
Skipta 10 mannslíf á ári virkilega ekki meira máli en það að tvöföldun Suður- og Vesturlandsvegar er látin bíða á meðan önnur mál eru látin hafa forgang?
Það hefur sýnt sig að tvöföldun Reykjanesbrautar hefur bjargað mörgum mannslífum þó svo að henni sé ekki alveg lokið. Það er ekki gert ráð fyrir þessu þjóðþrifamáli á núverandi samgönguáætlun.
Er ekki nóg komið?
Ég ákvað að gera ekki ekki neitt og að mannslíf fólks á Íslandi skipta mig máli, tek ég því þátt í að skrifa undir að skora á Alþingi að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar á vefsíðunni:
http://www.sudurlandsvegur.is/
Ég hvet þig líka til að gera ekki ekki neitt og leggja þitt af mörkum með að skrifa undir listann og senda þetta áfram á alla í þinni netfangaskrá.
Sýnum samstöðu, hjálpumst að og látum stjórnvöld taka mark á okkur.
Hver undirskrift skiptir máli.
Aðstandendum þeirra sem lentu í slysinu votta ég alla mína samúð.
Skora á ykkur öll að smella þarna inn og leggja ykkar af mörkum
Þar til næst...
B
![]() |
Samgönguráðherra: Stefnan að helstu ökuleiðir út úr borginni verði tvöfaldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2006 | 20:05
Tók minni eigin áskorun..
Þessari hérna, og styrkti 2 málefni fyrir andvirði jólagjafar til náins ættingja.
Ætla að hafa þetta í huga fyrir næstu jól og ætla þá ekki að byrja að kaupa jólagjafir fyrr en í desember! Nema ég geti komið mér upp einhverju sýstemi á þessu þannig að ég sé ekki komin með 10 jólagjafir á mann, þarf að skoða það.
Tókst þú áskoruninni?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2006 | 17:02
Skiljanleg áskorun
Veit um mjög marga sem hafa kosið sjálfstæðisflokkinn í mörg herrans ár sem ætla ekki að gera það núna.
Bara vegna Árna Johnsen.
Væri virðingarvert af honum að draga framboð sitt til baka en miðað við ummæli hans um "tæknileg mistök" og bara almennt um þetta mál, á ég ekki von á að hann muni gera það.
Verður spennandi að fylgjast með þessu.
Þar til næst...
B
![]() |
Skora á Árna Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2006 | 13:19
4,3 milljarðar í verðlaun - váááá
Í fréttinni segir:
"Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, 4,3 milljörðum íslenskra króna og verða afhent á 59. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður um mánaðamótin október/nóvember 2007."
Ansans að maður hafi ekki tekið þátt .
Annars er ég nokkuð viss um að þetta er prentvilla - eiga líklega að vera 4,3 milljónir.
Ekki nema gengi dönsku krónunnar hafi hækkað svona rosalega? Kannski vegna allra íslensku viðskiptajöfranna sem eru að leggja Danmörku undir sig..?
Mæli með bók Jóns Kalmans - Sumarljós, hún er bara snilld. Hef ekki lesið Roklandið, kannski ég byrji bara á henni akkúrat núna .
Þar til næst...
B
![]() |
Hallgrímur og Jón Kalman tilnefndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2006 | 09:04
Áskorun til þín...
Ég heyrði bút úr viðtali í útvarpinu um daginn sem situr svo fast í mér.
Þar var verið að segja frá því að 80% neyslunnar er í höndum 20% mannkyns (ég á samt alveg örugglega svona 10% af þessum 80 ).
Þetta hitti alveg í mark hjá mér því ég held ég verði neyslusjúkari með hverju árinu.
Núna byrjaði ég t.d. að kaupa jólagjafir í ágúst - af því ég ætlaði að vera svo hagsýn.
Ákvað að kanna lagerstöðuna núna áðan og komst að því að ég var búin að steingleyma jólagjöfunum sem ég keypti í ágúst (og september) og er því komin með heila hrúgu af gjöfum fyrir alltof marga - sérstaklega börnin.
Og þau hafa sko ekkert gott af öllum þessum gjöfum!
Það versta við þetta allt saman er að ég er ekki hætt. Núna eru t.d. á leiðinni pakkar frá Amazon, Eddu og JPV. Ég gleymdi nefnilega alveg að reikna með jólabókunum.
Það verða jú allir að fá jólabók - eða hvað?!
Annars kenni ég systrum mínum um þetta allt saman!
Það er ekki hollt að gefa bara síns eigins börnum gjafir - það vantar fleiri börn í familíuna! Eða bara ketti...!
Kannski að þetta sé bara gömlunni að kenna! Já, held það bara!
Veit ekki betur en að hún sé lítið skárri (ef ekki bara verri) en ég. Held hún byrji að kaupa gjafir í janúar og kaupi eina á mann í hverjum mánuði! Alla vega í hverri utanlandsferð!
Að öllu gríni slepptu þá er þetta eitthvað sem maður ætti virkilega að skoða hjá sjálfum sér.
Væri ekki nær að nota eitthvað af aurunum sem fara í alla þessa neyslu í eitthvað annað? Dreifa einhverju af þessum 80% sem við erum að neyta? Styrkja þá sem eiga um sárt að binda?
Nóg af málefnum til að styrkja - alveg sorglega mörg málefni nefnilega.
Ég ætla því að skora á alla sem mögulega geta að velja sér eitt málefni og styrkja það um andvirði einnar jólagjafar fyrir þessi jól.
Það má alveg hugsa með sér að maður eigi eitt systkini í viðbót, annað barn, vin, kött eða annað sem passar, því maður myndi aldrei skilja einhvern útundan! Þá hlýtur maður að geta sett nokkra aura til þeirra sem þurfa meira á því að halda en maður sjálfur.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2006 | 09:38
Gott hjá henni!!!
Frábært hjá stelpunni að öskra!
Veit svosem ekki á hverju maðurinn átti von...?
Mikið vona ég að þeir finni hann og saumi fastan rennilásinn hjá honum!
Þar til næst...
B
![]() |
Beraði á sér kynfærin fyrir framan 17 ára gamla skólastúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2006 | 09:00
Algjör krútt
Varð bara að stela þessu af síðu Meðalmannsins.
Hef sjaldan séð neitt jafn sætt og þessar pöndumæðgur.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)