Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2007 | 09:03
Sólbað í sumar?
Það væri nú ekki amalegt ef við fengjum nú einu sinni almennilegt sumarveður hér á klakanum.
Annars eru þessi yfirvofandi hlýindi líklega of dýru verði keypt. Maður er uggandi um hvernig þetta fer allt saman ef við höldum áfram á sömu braut. Spurning hvað þessi veröld okkar á mikið eftir ef við förum ekki að taka okkur saman í andlitinu.
Er ekki til einhver vefsíða sem gefur manni hugmyndir um hvernig maður getur lagt sitt af mörkum? Er alveg viss um að það eru fullt af hlutum sem maður gerir á hverjum degi sem eru ekki nauðsynlegir og auka líkur á global warming - eitthvað sem maður getur alveg sleppt eða gert á annan hátt.
Þar til næst...
B
![]() |
2007 líklega það hlýjasta síðan mælingar hófust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 13:54
Verslunarbann
Þetta er auðvitað bara snilld!
Spurning hvort maður gæti þetta - þetta yrði alla vega virkileg áskorun!
Ég myndi þurfa að sleppa öllum utanlandsferðum, gæti ekki farið í neina verslunarmiðstöð - varla að ég gæti farið í Bónus .
Ég er nefnilega alveg agalega hrikalega ferleg þegar kemur að verslunum - sbr. fyrri færslur um handtöskur og jólagjafir.
Ég held að það hljóti að felast visst frelsi í svona átaki, spurning um að setja sér eitthvað minna markmið t.d. að versla engar jólagjafir fyrr en 15.desember, að kaupa ekkert nýtt nema það gamla sé ónýtt (þá meina ég raftæki og þ.h.), kaupa ENGAR handtöskur í heilt ár (ég svitna alveg), ekki skó (púff), engar bækur (ég er farin að titra) og láta fötin í troðfulla fataskápnum duga sér út árið.
Ég held ég þyrfti svona árs undirbúning undir svona átak. Taka mig í gegn andlega áður en ég tækist á við þetta.
Án gríns þá ætti maður að hafa þetta bakvið eyrað - ætla að setja mér það sem markmið fyrir 2007.
Þar til næst...
B
![]() |
Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2007 | 10:09
Meinilla við flugelda
Mikið er gott að ekki fór verr í þessu tilfelli!
Já, mér er ferlega illa við flugelda.
Þegar klukkan nálgast miðnætti á gamlárskvöldi fæ ég smá kvíðahnút í magann og eyði svo næstu mínútum í að fylgjast með og passa uppá börnin mín og næ lítið að njóta ljósadýrðarinnar.
Karlarnir í fjölskyldunni höfðu keypt 2 stórar tertur og 2 eitthvað minni. Þessar 2 minni fóru báðar á hliðina, sú fyrri strax við fyrsta skot. Svo skutust skotin í allar áttir, eftir jörðinni, því hún hoppaði til í hvert skipti sem skaust úr henni. Hin litla tertan (eiginlega smákaka) fór á hliðina í miðjum klíðum og hagaði sér síðan eins.
Sem betur fór vorum við í góðri fjarlægð og gátum því auðveldlega forðað okkur en mikið ferlega var ég pirruð yfir því að hvað þetta var mikið drasl. Hefði svo auðveldlega getað valdið slysi.
Er eiginlega sammála þeim sem sagði að það væri frekar skondið að Björgunarsveitirnar hefðu sem sína helstu fjármögnunarleið eitthvað sem getur verið stórhættulegt fólki.
Þar til næst...
B
![]() |
Vissu ekki um kraftinn fyrr en sprengingin varð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2006 | 11:15
Letidýrablús
Letin á þessum bæ er svo mikil að það finnst ekki einu sinni orka til að blogga. Samt fullt bloggvert að gerast í kringum mann en ekki aldeilis að maður nenni að koma einhverjum vitrænum hugsunum á blað (skjá?).
Hér verður letilífinu haldið áfram þar til á morgun en þá hefst aðgerð "snúasólarhringbarnannavið". Mjög mikilvægt er að sú aðgerð hafi borið árangur fimmtudaginn 4.janúar!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2006 | 11:00
Jólakveðja
Elsku vinir, óvinir, kunningjar og bloggvinir, fjölskylda, ættingjar, skyldmenni og frændfólk, skólafélagar, vinnufélagar og bara "allir sem vilja þekkja mig"....
´
Megið þið öll njóta ástar og friðar og hamingju og gleði í kvöld sem alla daga.
GLEÐILEG JÓL!
Farin í möndlugraut til mömmu og svo safnar maður orku fyrir kvöldið.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2006 | 10:37
Búin í prófunum :D
Loksins, loksins, loksins!
Vaknaði í morgun og í fyrsta skipti í laaaangan tíma gat ég bara gert það sem mig langar til - þvílíkur lúxus!
Gaf sjálfri mér bestu jólagjöf í heimi, fékk yndælisstúlku til að þrífa húsið mitt á meðan ég var í síðasta prófinu. Veit ekki hvort var betra - að koma heim og vera búin í prófunum eða koma heim í tandurhreint hús... Saman var þetta bara hreinn unaður!
Og nú er það bara jólastússið á fullum farti, allt eftir en það er bara gaman.
Og knúúúúúúúsa börnin mín - þau eiga sko skilið risaknús eftir þessa törn!
Ætla að reyna að sitja á mér að kíkja eftir einkunnum þar til eftir jól, alveg ferlegt þegar maður dettur í það að refresha Ugluna á nokkurra mínútu fresti - spurning um að pakka niður tölvunni fram yfir áramót...?
Nehhh, efast um að ég gæti það - dæmi um netfíkn?
Leið eins og ég væri komin aftur til fornaldar á sunnudaginn þegar ég komst ekki inn á neinar erlendar síður og MSN virkaði ekki - hvernig lifði maður af!!???
Ég bara spyr...
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.12.2006 | 22:37
Nýju stígvélin
Jói og Stína skruppu í viku frí til Texas á sextugsafmælinu.
Dag einn er Jói að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum, þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði, Jói hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið.
Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar.
Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir:
"Hvernig líst þér á, Stína?"
Stína gýtur augunum í átt til hans
"Á hvað?"
"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Jói spenntur.
Stína mænir á hann "Neibb"
Sár og reiður strunsar Jói inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin.
"Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur.
Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Jói minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá"
Og Jói stappar niður fæti í bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum!!
Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar:
"Þú hefðir frekar átt að kaupa þér hatt, Jói minn, miklu frekar átt að kaupa þér hatt"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2006 | 21:11
Prófbarlómur
Mikið er óþægilegt að fara í mörg próf með stuttu millibili.
Það tekur alveg prófdaginn að ná efninu úr sér og tæma hugann þannig að maður eigi séns á að læra eitthvað annað.
Ég var í íslenskuprófi í morgun - Talað mál og framsögn. Góður hluti prófsins fór í hljóðritun og það fóru ansi margar stundir síðustu daga í að æfa sig í að hljóðrita allt mögulegt og ómögulegt.
Næsta próf er svo stærðfræði og þar sem prófið er á föstudaginn er lítið hægt að slæpast, heldur þurfti ég að vaða beint í stærðfræðina á fullum krafti í dag.
Þetta gengur ekki gæfulega. Stend mig að því að hljóðrita allt. Það er sko alveg hægt að hljóðrita "breyttu lotubundna tugabrotinu 0,783783 í almennt brot"!!
Vona að ég verð sneggri að losna við stærðfræðina. Næsta próf - á mánudag - er Inngangur að uppeldisvísinum sem er eiginlega heimspeki.
Yrði glæsilegt ef ég færi að reikna út heimspekikallana .
Platón deilt í Pestalozzi mínus kvaðratrótin af Fröbel sinnum Kerchensteiner jafntog saga skóla og menntunar?
Veit ekki...
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.12.2006 | 13:59
Glimmer útum allt!
Ætla að vara alla foreldra við því að leyfa 8 ára gömlum stelpum að föndra eftirlitslausar!
Að minnsta kosti ef þær eiga glimmerlím sem amma gaf þeim!
Tók eftir því áðan að það glampaði svo einkennilega á köttinn.. Sleit mig frá bókunum og leit aðeins í kringum mig.
Þetta var glimmer.
Inni í herbergi heimasætunnar eru myndir sem hún og vinkonan föndruðu um daginn. Þær eru mjög fallegar en frekar mikið glimmeraðar. Á hurðinni hangir blað sem er svo þakið glimmeri að ég sé ekki af hverju myndin á að vera.
Stiginn er ein glimmerhrúga, baðherbergið, fötin mín, eldhúsið - mér er farið að líða eins og ég sé inni á einum skemmtistaða Ólafs Laufdals fyrir 15-20 árum síðan!
(muniði eftir teppunum sem voru með ÓL lógóinu - ojjjj!)
Svona glimmerdísaster getur gerst þegar pabbinn er í útlöndum og mamman er að læra fyrir próf. Mamman hefur akkúrat engan tíma til að sinna afkvæmunum og því eru ótrúlegustu hlutir leyfilegir á heimilinu þessa dagana - eins og að föndra með glimmerlími.
Ég hafði samt rænu á að segja nei þegar hún bað um að fá að baka með vinkonunni - eins gott!
Þar til næst..
B - diskódrottning með glimmer í hárinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.12.2006 | 17:44
Hafð'ett'eins og Kaninn
Lestin sú arna minnir mig alltaf á söguna um einhvern sem heyrði jólastefið úr auglýsingunni svona:
Hafð'ett'eins og Kaninn, hafð'ett'eins og Kaninn.
Lagið er auðvitað "holidays are coming, holidays are coming"
Þar til næst...
B
![]() |
Jólalest Coca-Cola ekur um hverfi borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)