Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2007 | 19:31
Þori ekki að horfa!
Missti af fyrstu 20 mínútunum og það gengur svona rosalega vel. Er dauðhrædd um að ef ég fer að fylgjast með núna þá fari þetta allt í vaskinn.
Svo er ég ekki í happasokkunum heldur!
![]() |
Íslendingar eru fimm mörkum yfir gegn Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 19:31
Bévítans svartsýni
Sáu aldrei til sólar hvað?
Ég gat ekki betur séð en að okkur hefði gengið þokkalega í fyrri hálfleik...
Markvarslan til fyrirmyndar og leikurinn jafn en flottur.
Óþolandi að hlusta á leiklýsandann hjá RÚV, það mætti halda að hann hefði viljandi reynt að drepa fyrir manni stemninguna í leiknum.
Hann var búinn að gefa leikinn þegar við vorum 4 mörkum undir þó heilar 10 mínútur væru eftir og tönnlaðist á því að Úkraína færi áfram í milliriðil.
Geir! Það eru leikir á morgun líka!!!
Frábært að hlusta á Þorgerði Katrínu í HM-stofunni, Geir ætti að taka sér hana til fyrirmyndar. Jákvæð og bjartsýn og bað um að við myndum ekki dæma einstaka leikmenn fyrr en að keppni lokinni og benti á að:
ÞAÐ ER ALLTAF VON!
Þar til næst...
B - vongóð og bjartsýn
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2007 | 18:50
Stjörnugjöf..
Hvað er málið með þessa stjörnugjöf við hverja bloggfærslu?
Eitthvað til að bæta enn á samkeppnina hérna á Moggabloggi?
Er ekki nóg að menn (sjaldnast konur) keppist um fjölda heimsókna, athugasemda og bloggvina - á nú að bæta við keppni um flest 5 stjörnu blogg?
Uss fuss, ég vil helst losna við þetta.
Þar til næst...
B - með stjörnustæla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2007 | 19:10
Pælingar á sunndagskvöldi
Mér verður oft hugsað til þess hvað lífið hlýtur að hafa verið einfalt í gamla daga - þá meina ég meðan við vorum enn inni í torfkofunum.
Þá var hlutverk hvers og eins á hreinu frá fæðingu, hlutverkin kannski misjöfn eftir kyni en einföld og skýr.
Þú ólst upp með alla fjölskylduna kringum þig, margir ættliðir samankomnir í einu húsi og allir komu að uppeldinu. Þú fékkst að heyra sögu fjölskyldunnar og kynntist hvernig lífið var áður fyrr frá ömmu eða afa, jafnvel langömmu og langafa.
Á kvöldin komu allir saman og áttu quality tíma, án þess að hann þyrfti að skipuleggja sérstaklega.
Allir fengu næga hreyfingu og útiveru, enginn húkti inni allan daginn yfir einhverju óhollu sálinni.
Enginn sagði við þig "þú getur orðið hvað sem þú vilt" og fyllti þig þannig kvíða yfir því að þurfa að komast að því hvað þú vildir verða - af því þú getur orðið læknir er þá nokkuð í lagi að langa að verða gröfukall?
Hugtakið valkvíði var heldur ekki til, í versta falli stóð valið um í hvorn fótinn þú steigst í fyrst - þann hægri eða þann vinstri.
Sameiginleg markmið allra í lífinu voru lífið - að lifa.
Og markmiðin voru allra. Þau stönguðust ekkert á milli persóna. Ábyrgðin var sameiginleg og hún var allra.
Ég er ekki að dásama þetta sem eitthvað draumalíf, því víst var þetta erfitt líf og ekki sjálfgefið en ég held að sálarflækjurnar hafi verið mun færri og auðleystari.
Lífið í heild sinni óflóknara.
Held að fólk hafi glaðst yfir minnu og jafnvel oftar en við gerum í dag.
Einstaklingurinn var varla til, nema sem hluti af heild.
Og heildin var fjölskyldan.
Held að við séum núna á öld einstaklingsins sem verður alltaf meiri og meiri einstaklingur. Það er alltaf lengra og lengra í næsta einstakling, jafnvel þó hann sitji við hliðina á þér.
Get ekki ímyndað mér hvernig þetta mun þróast en held að margir kvillar nútímans skapist af því að einstaklingurinn er svo hrikalega einn.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2007 | 19:13
Lífið í réttri röð
Life...... I think the life cycle is all backwards.
You should start out dead and get it out of the way.
Then, you wake up in an old age home feeling better every day.
You get kicked out for being too healthy, go collect your pension, then when you start work & get a gold watch on your first day.
You work 40 years until you're young enough to enjoy your retirement.
You drink alcohol, you party, you're generally promiscuous and you get ready for High School.
You go to primary school, you become a kid , you play, you have no responsibilities, you become a baby, and then...
You spend your last 9 months floating peacefully in luxury, in spa-like conditions; central heating, room service on tap, larger quarters every day, and then, you finish off as an orgasm.
What a way to finish life
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 14:42
Fréttablogg
Veit einhver hvort það er hægt að koma í veg fyrir að bloggið manns birtist á mbl.is ef maður bloggar um frétt?
Semsagt að bloggið komi ekki upp til hægri við fréttina ef fréttin er skoðuð?
Er búin að leita að þessu útum allt en get ekki séð að þetta sé hægt.
Get svosem alveg hætt að blogga fréttir en þar sem ég er aðalfréttaveita sumra langar mig ekkert sértstaklega til þess. Langar heldur ekkert sérstaklega til þess að hafa bloggið mitt inni í fréttunum sem mér þykir ástæða til að kommenta á.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2007 | 13:54
Hvaða áhrif mun þetta hafa?
Mun þetta þýða að maður verður í sama netbaslinu og í desember í 9-10 daga?
Veit einhver hvaða áhrif þessi viðgerð mun hafa eins og á háskólanetin?
B
![]() |
Fjarskiptaumferð um Cantat-3 stöðvast í tíu daga vegna viðgerðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2007 | 18:11
Eins gott að þeir láti NYC í friði...
Alla vega meðan Hellisbúinn minn er þarna á miðri Manhattan. Þetta er ekkert smá óhugnanlegt og ég ætla rétt að vona að þeir finni ástæðuna!
Talaði við hann áðan og tvær starfsstúlkur hans kvörtuðu einmitt um gaslykt, höfuðverk og ógleði - hann hafði ekki tekið eftir neinu.
Hann hafði reyndar ekki hugmynd um þetta með gasið - var ekki búinn að kíkja á mbl .
Hann er óþægilega slakur yfir þessu öllu saman, hefur ekki trú á því að þetta sé nokkuð sem hann þurfi að hafa áhyggjur af.
Kannski er nóg að ég hafi áhyggjur - á pottþétt nóg af áhyggjum fyrir okkur bæði.
Hann lofaði mér þó að hann myndi anda varlega næstu daga.
Þar til næst...
B
![]() |
Borgarstjórinn segir ekki vitað af hverju gaslykt í New York stafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 16:54
Þegar ástin grípur unglingana...?
Naumast að löngunin hefur gripið þennan!
Veit ekki hvort maður á að hæla honum fyrir standa svona fast á því að setja öryggið á oddinn eða bölva honum fyrir innbrotið.
En 4 smokkapakkar... vá! Hefði 1 ekki dugað?
Gott að það fylgdi nú fréttinni að smokkarnir voru með ávaxtabragði, það auðveldar pottþétt lausn málsins!
Þar til næst...
B
![]() |
Grímuklæddur þjófur stal smokkum á Suðureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2007 | 14:26
Ótrúlegt alveg að hverfa svona...
Ætli það sé búið að leita að þeim á eynni sem Lost liðið heldur til?
Kannski The Others hafi náð þeim?
Uss, maður á ekki að grínast með svona hluti.
Vona að vélin finnist og að fyrir kraftaverk séu allir heilir á húfi.
Þar til næst...
B
![]() |
Mikil leit að farþegaflugvél sem hvarf á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)