Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2006 | 22:44
Kannast þú við þetta...???
Þetta lýsir svo ágætlega hvernig dagurinn líður hjá heimavinnandi húsmóður í fjarnámi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 09:05
Allt á kafi í snjó...
Það er ekki langt síðan ég var að ræða við vinkonu mína um hvað allt hefði verið frábært í gamla daga.
Eitt af því sem við vorum sammála um að við söknuðum var almennilegur snjór.
Svona snjór sem náði manni uppí klof og gerði það að verkum að það var erfitt að komast í skólann. Og þegar maður keyrði göturnar þá var eins og maður væri inni í snjógöngum - snjórinn sem var skafinn af götunum reis í 2 metra háum sköflum sitthvorum megin við götuna.
Sömu skafla var svo hægt að grafa inn í og gera sér geðveik snjóhús.
Eða bara renna niður þá - vííííí!
Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég las þessa frétt fékk ég hroll - brrrrr. Er ekki viss um að ég sé tilbúin í snjó svona alveg strax.
Kannski ekkert fyrr en svona 20.desember . Þá má hann líka alveg vera alveg í 2-3 vikur og mikið af honum.
Þangað til er ég bara til í að hafa hvernig veður sem er - en bara auðar götur
Þar til næst...
B
![]() |
Þungfært innanbæjar á Akureyri vegna snjókomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2006 | 09:09
Handtöskur skipta höfuðmáli...!

Mesti höfuðverkur minn var hvaða tösku ég ætti að kaupa og endaði ég auðvitað á því að kaupa þær bara allar - eins og heilbrigðri íslenskri konu sæmir.
Það er eitthvað við töskur og skó sem fá mann til að detta aðeins útúr raunveruleikanum meina, hversu margar töskur getur ein kona notað? Og hversu mörg skópör kemst maður yfir á ári? Tala nú ekki um þegar maður er heimavinnandi í fjarnámi og fer nánast aldrei útúr húsi - nema kannski í Bónus...
Jæja, maður er alla vega flottur í Bónus .
![]() |
Aðþrengdar eiginkonur rifust heiftarlega um handtösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2006 | 11:35
www.sigridurandersen.is
Þau ykkar sem látið ykkur annt um hag okkar Íslendinga vil ég hvetja til að kíkja á hana Sigríði Andersen frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hún er alveg eðalmanneskja, með hlutina á hreinu og ein af þeim sem kemur hlutunum í verk.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2006 | 21:57
Sönn vinátta
Ef þetta er ekki sönn vinátta þá veit ég ekki hvað!
When you are sad - I will help you get drunk and plot revenge against the sorry bastard who made you sad.
When you are blue - I will try to dislodge whatever is choking you.
When you smile - I will know you finally got laid.
When you are scared - I will rag on you about it every chance I get.
When you are worried - I will tell you horrible stories about how much worse it could be untill you stop whining.
When you are confused - I will use little words.
When you are sick - Stay the hell away from me until you are well again. I don't want whatever you have.
When you fall - I will point and laugh at your clumsy ass (þessi er bara fyrir þig Elísa mín ).
This is my oath ... I pledge it to the end! Why? Because you are my friend.
Remember... A good friend will help you move. A really good friend will help you move a body. Let me know if you ever need me to bring a shovel.
Friendship is like peeing in you pants, everyone can see it, but only you can feel the true warmth.
Þetta sendi ég til allra sannra vina minna .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2006 | 14:15
Mótmælaþjóðin mikla!
Það er alveg magnað hvað við Íslendingar erum lélegir mótmælendur.
Við sitjum hvert í sínu horni og tuðum og bölvum og rögnum yfir hinu ýmsa óréttlæti sem við erum beitt en þegar kemur að því að sýna skoðun okkar í verki eru allir uppteknir við eitthvað annað.
Meira að segja mótmæli sem felast í að senda skilaboð, eins og að versla ekki við okursamráðsaðlia og þ.h., verða aldrei að neinu. Fólk nennir ekki að keyra hálfum kílómetra lengra á bensínstöðina, það kemst ekki til að mótmæla kjörum kennara eða landsspjöllum.
They just can't be bothered...
Ætti eiginlega að segja We can't be bothered því ég er bara ekkert skárri! Skammast mín alveg fullt fyrir það!
Við höfum nú séð hvað við getum Íslendingarnir þegar við ákveðum að láta til okkar taka (sjáiði bara Rockstar ) en það er greinilega ekki sama hvers kyns málefnin eru.
Nú vil ég að við rússum öll niður á Austurvöll og mótmælum aðgerðaleysinu í okkur! Mótmælum mótmælaleysinu!
(veit samt ekki hvort ég kemst sjálf, þarf nefnilega að læra/setja í vél/taka úr vél/þvo á mér hárið...).
Þar til næst...
B
![]() |
Umhverfissinnar mótmæla á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2006 | 02:45
Tívolítækin
Ég er ennþá með þessi blessuðu tívolítæki í maganum.
Næ bara ekki af hvaða hvötum fólk sest upp í svona tæki... Meira að segja móðir mín góð fékk hroll af því að heyra sögurnar og þá er nú mikið sagt!!! Hún er spennufíkill númeró únó!
Einn ferðafélaganna fór í eitt tækjanna, þetta sem er ofan á miðjum turninum þarna efst á myndinni, og er svona freefall tæki. Þú þeysist semsagt á ofurkrafti beint upp í loftið og fellur svo niður á ógnarhraða - þyngarafl og svei mér þá ef þeir bæta ekki togkrafti í þetta líka...
Alla vega þá er byrjað á því að setja bleyju á öll sætin. Bleyju! Sem segir manni kannski bara í hnotskurn hvers konar geðveiki þetta er...
Þessi ferðafélagi minn settist í tækið og skýst upp.
Voða gaman.
Man svo ekki meir.
Fann þegar hann kom niður að hann hafði slefað.
Er þetta heilbrigt?
Mundi eftir því að þegar ég var í Vegas í fyrra þá heyrðum við af manneskju sem festist í einu tækinu þarna uppi.
Í þrjá klukkutíma!
Gerðum einmitt grín að því að þetta væri pottþétt eina manneskjan sem færi rík frá Las Vegas...
Annað tækið er svona eins og rússíbanavagn sem skýst 3-4 metra út í loftið.
Þú þeysist semsagt á fullum krafti út yfir borgina... Við erum að tala um strekkt andlit og hárið sleikt aftur...
Og hvað ef eitthvað klikkar? Ég bara spyr...
Síðast en ekki síst var þetta tæki sem er ekkert minni geðveiki en hin 2.
Kannski er ég bara svoddan hrikaleg mús í mér en ég ýki ekki () þegar ég segi að ég hafi verið hálf-kjökrandi þegar ég stóð þarna og horfði á fólkið og hlustaði á öskrin.
Ég gat alla vega ekki fundið oggupoggupínkuponsulitla þörf hjá mér til að prófa þetta.
Hefði langað jafn mikið til að skera af mér hægri handlegginn með bitlausum hnífi - og það er ekkert grín! Hefði örugglega verið auðveldara fyrir mig en þetta...
En Vegas er samt frábær - bara snilldarborg! Algjörir öfgar á alla kanta og maður er eins og lítið barn, glápandi upp í loftið og útum allt.
Meina, bara hótelið sem við gistum á er heilt póstnúmer!
Hversu mikil geðveiki er það?
Mæli með þessu fyrir alla! Að minnsta kosti einu sinni um ævina! En sleppa tækjunum ofan á Stratosphere...
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 14:51
Jet lag...
Jæja, þá er maður kominn heim frá útlandinu og svona rétt að skríða saman.
Þetta er rosalega langt ferðalag, á útleið flugum við gegnum Minneapolis, við Hellisbúinn stoppuðum reyndar þar eina nótt og kíktum á leikritið Triple Espresso sem er ferlega fyndið stykki.
Ég reif mig svo upp eldsnemma næsta morgun (klukkan 5) og rauk út á flugvöll. Hellisbúinn varð eftir í Minneapolis og fundaði með Triple fólkinu en kom síðar sama dag.
Við eyddum svo tímanum í Vegas við að liggja í algjörri leti við sundlaugabakkann, sötrandi Pina Colada eða Margarítur, röltandi á milli hótela eða kíkjandi í búðir. Við borðuðum gúmmelaði á hverju kvöldi og amerískt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgnu *slurp og slef*.
Sá veitingastaður sem stendur uppúr eftir þessa fer heitir Top of the World sem er í hóteli sem heitir Stratosphere og er 109 hæða hátt. Efst á turninum er svo útsýnispallur og tívolítæki - já, tívolítæki! Þvílíka geðveiki hef ég aldrei á ævinni vitað! Það lá við að ég væri kjökrandi þarna uppi að horfa á fólkið í tækjum sem skutust útí loftið hundraðogeitthvað hæðir uppi í loftinu - bara bilun!
Heimferðin tók líka á, þá var maður rétt að komast inn á Vegastíma og þurfti að rífa sig upp 6 um morguninn, fljúga í 3 tíma yfir til Minneapolis, bíða þar í rúma 4 tíma og fljúga svo í 6 tíma heim. Og klukkan orðin 6 að morgni þegar við lentum hér. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu margar nætur ég er í skuld en líður eins og þær séu nokkuð margar...
Það var nú ekki svona gott hjá Hellisbúanum, hann flaug frá Vegas til New York, stoppaði þar í 2 daga, svo yfir til Chicago í 2 daga og þaðan til Munchen í 3 daga. Kemur svo heim á sunnudaginn og stoppar vonandi í nokkra daga .
Ég hef svosem nóg að gera, mín beið lærdómur heillar viku svo nú verður heldur betur að bretta upp ermarnar!
Ég er því dauðþreytt grasekkja á kafi í skólabókum!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2006 | 19:28
Aumingjans fólkið...
Þetta hlýtur að hafa verið skelfileg lífsreynsla!
Ég vona að skólinn hafi skaffað áfallahjálp fyrir nemendurna fyrst það "fékk svona á þá" að sjá þetta.
Ég hef aftur á móti alltaf haft gaman að kennurum sem "brjóta viðmið" og það má segja að þessi hafi heldur betur gert það .
Þar til næst...
B
![]() |
Háskólakennari kærður fyrir að afklæðast í tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2006 | 09:18
Hléæfingar - algjör snilld
Ég er búin að prófa þetta og mæli með þessu fyrir alla.
Ég hlóð niður þessu forriti og á 45 mín. fresti poppar forritið upp á skjáinn hjá mér og leiðir mig í gegnum 5 teygjuæfingar. Þegar maður situr við tölvuna marga tíma á dag er þetta kærkomin tilbreyting og svei mér þá ef ég er ekki bara öll liðugri eftir þetta. Er alla vega laus við svona tak í öxlum og herðum eins og ég fæ svo oft eftir langa setu.
Ætla að smella þessu á tölvur barnanna líka - mæli með þessu fyrir alla sem sitja lengur en klukkutíma í senn við skjáinn.
Þar til næst...
B
![]() |
Hléæfingaforrit fyrir tölvunotendur til ókeypis niðurhals á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)