12.5.2007 | 22:21
Ohh what a world, what a world
Stjórnin fallin og Evrópsk heimsmynd rammskökk til austurs.
Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út þegar maður vaknar á morgun. Kannski vaknar maður bara í moldarkofa í þriðja heims ríki?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 13:08
Óákveðin
Það er ekkert skrítið að ég sé óákveðin fyrir komandi kosningar. Tók þetta próf hér og útkoman er þessi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 18.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 29%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Efast um að þetta sé marktækur munur.
Ætti kannski að taka prófið aftur eftir 4 daga, þegar ég verð búin í prófunum og hef pláss fyrir eitthvað annað í kollinum á mér en 100 milljón hugtök (ég er ekki að ýkja!).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2007 | 21:23
Kominn heim
Hellisbúinn kominn heim eftir langa dvöl í útlandinu og fer beint í uppáhaldsiðju sína:
Er'ett'ekki notó?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 22:04
Ísland best í heimi!
Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið koparvíra.
Kínversk stjórnvöld segja að þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp símann fyrir 1.000 árum.
Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fronleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara.
Stjórnvöld þar í landi segja og Evrópusambandið líka að þetta sýni að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum
Í gær bárust þær fréttir frá íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina og fundið - ekki neitt.
Íslensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu upp þráðlaust kerfi.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2007 | 17:18
Hvaða vonir?
Mikið er þetta furðuleg frétt...
Hverjir binda hvaða vonir við þessar pillu?
Hverjum datt í hug að búa hana til?
Hvers vegna? Hvað er henni eiginlega ætlað að gera?
Búa til grannar konur sem eru til í tuskið?
Virkar pillan líka á karlmenn?
Eru konur nógu líkar snjáldurmúsum til þess að niðurstöðurnar séu marktækar?
Eða eru þeir kannski að reyna að búa til grannar snjáldurmýs sem eru til í tuskið? Svona fyrir snjáldurmúsakarlana?
Er kannski skortur á snjáldurmúsum?
Það vakna eiginlega BARA hjá mér spurningar við lestur þessarar "fréttar".
Þar til næst...
B
Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2007 | 09:52
Próflestrarblús
Jæja þá er maður kominn aftur í sama pakkann.
Sólin alveg á áætlun, ég að læra fyrir próf og hún er mætt á svæðið.
Í minningunni hefur þetta ALLTAF verið svona.
Próf = sól.
Sitjandi inni, mænandi útum gluggann, langa út í sólina en geta það alls ekki því maður er að læra fyrir próf eða í prófi eða nýkomin úr prófi að fara að læra fyrir næsta.
Svo býr maður á Íslandi svo það er ekki séns að ætla að læra úti því það er barasta ekki nógu hlýtt til þess. Sæi mig líka í anda með bækur og blöð fjúkandi útum allan Árbæ.
Fólk að finna misgáfulegar glósur um ritun, læsi og lestrarörðugleika, siðfræði og námskrár - uss, þær færu sko pottþétt beint í ruslið.
Lærdómspartnerinn bara farin að leggja sig svo ég get ekki einu sinni þóst vera að læra með því að bögga hana á MSN og hvað get ég þá annað gert en að bögga bloggið mitt?
Nákvæmlega 10 dagar eftir og svo kemur væntanlega rigningin en það verður líka allt í lagi því þá verð ég búin í prófunum .
Sendið mér nú viskustrauma til að auðvelda mér lesturinn .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 16:03
Hringlandi eggjastokkar :s
Lengi getur maður komið sjálfum sér á óvart...
Var að frétta að ein kunningjakona mín á von á barni sem er bara alveg frábært og meiriháttar.
Þegar ég heyrði þetta varð ég samt eiginlega bara down og depressed .
Var heillengi að velta ástæðunni fyrir mér, tók langan tíma að komast að henni.
Ég varð bara svona hryllilega sorgmædd yfir því að vera búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn.
Finnst skelfileg tilhugsunin um að upplifa þetta aldrei aftur, að ætla aldrei aftur að vera með pínulítinn púka í fanginu.
Ekki það að stóru börnin mín séu ekki best í heimi eða kannski einmitt vegna þess að þau eru svo frábær.
Þetta hlýtur að rjátlast af mér - vakna á morgun og þakka guði fyrir að Hellisbúinn er ekki á landinu og því ekki hægt að taka afdrifaríkar skyndiákvarðanir í þessum efnum .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 18:43
Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?
Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.
Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.
Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.
Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.
Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara .
Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!
Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?
Þar til næst...
B - alvöru kona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)