Samtal

Ég: Hellisbúi, hefurðu séð svörtu sokkabuxurnar mínar einhvers staðar?

Hellisbúinn: Æji, ég er í þeim.

Ég: Hvað meinarðu? Ég þarf að nota þær..

Hellisbúinn: En það er lykkjufall á mínum..

Ég: Só!? Kauptu bara þínar eigin sokkabuxur..

Hellisbúinn: En ég er að fara á mikilvægan fund með KPMG, ég get ekki farið sokkabuxnalaus eða í sokkabuxum með lykkjufalli. Geturðu ekki bara verið í buxum?


Neibb, sé þetta ekki alveg fyrír mér...

Þar til næst...

B - enn að spá í karlmenn í sokkabuxum


Þvílíkur óbjóður

Þetta er væntanlega gert fyrir metrómanninn, það hlýtur bara að vera. Hipp og kúl
Er það ekki metróinn sem rakar eða vaxar sig hátt og lágt?
Eða eru það bara hnakkar?
Verð að viðurkenna að ég er ekki alveg inn í þessum málum... 

Veit bara að það er frekar subbulegt að sjá loðna leggi í næloni.
Þannig að þessir menn hljóta að eiga að raka/vaxa á sér leggina.
Eins og margir þeirra raka/vaxa bringuna og bakið.

Veit fátt hallærislegra en karlmann með brodda á bringu/baki - eða bara nokkurs staðar ef út í það er farið, nema auðvitað í vöngunum.
Finnst það bara akkúrat ekkert karlmannlegt.
Eiginlega bara frekar kvenlegt.

Er ég kannski bara orðin gömul og úrelt???
Eða bara svona rosalega föst í staðalmyndum kynjanna?
Er það þetta sem jafnréttið snýst um?

Þar til næst...

B - forpokuð og ómóðins


mbl.is Sokkabuxur fyrir karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrufegurð

Fórum við rætur Snæfellsjökuls um síðustu helgi.
Skíðuðum aðeins og lékum okkur í snjónum.
Gekk á með hinum ýmsu veðrum og fegurðin gerði mann orðlausan.


Orðlaus

Þar til næst...

B


Pólitískir bloggvinir

Undanfarið hef ég fengið nokkrar beiðnir um að gerast bloggvinur - svona viltu vera memm Smile.
Alltaf gaman að því.
Hef þó tekið eftir því að ansi margir bloggarar eru með flokkapólitísk blogg og virðast vera að bæta á sig bloggvinum eins og um atkvæðasöfnun væri að ræða.  Það eru jú kosningar rétt fyrir hornið.

Ég ákvað að ég ætla ekki að eignast bloggvini sem eru að blogga um hvað flokkurinn þeirra sé frábær og allir aðrir flokkar glataðir, alla vega ekki fyrr en eftir kosningar.

Þannig að ef þú ert að blogga um hvað flokkurinn þinn er flottur og fínn þá vil ég ekki vera memm.

Til þess að þessi færsla valdi engum misskilningi þá vil ég taka það fram að ég er ekki að abbast út í að fólk tjái skoðun sína um pólitík og pólitísk málefni. Ég vil bara ekki vera tengd inn á kosningaáróður hinna ýmsu flokka og flokksmanna.

Þar til næst...

B - frjáls og óháð


Er að leita að leik...

Þetta er leikur sem við lékum oft í "gamla daga".

Einn er'ann.
Hinir standa efst í tröppum.
Svo er eitthvað með litina - regnbogann eða eitthvað sem ég get ekki munað.
Svo hoppaði maður niður og upp og niður aftur.
Stundum þurfti maður að hoppa langt upp eða langt niður.
Eða byrjaði maður kannski niðri?

Man einhver út á hvað þessi leikur gengur?

Allar ábendingar vel þegnar.

Þar til næst...

B


Martröð my a..

Voðaleg dramatík er í öllum fyrirsögnum um leikinn í gær. Mætti halda að það væru eintómar dramadrottningar sem skrifuðu íþróttafréttirnar Wink.

Fréttablaðið slengir fram "Harmleikur í Hamborg", mbl.is talar um "Martröðina frá Kumamoto" og að "Draumurinn sé úti" - erðanú.
Blaðið minnist ekki einu orði á leikinn, eða handbolta yfir höfuð. Hélt ég hlyti að vera að lesa eldgamalt Blað en svo var ekki. Kannski fínt fyrir antisportistana að þurfa ekki að fletta framhjá opnu eftir opnu um handboltaleik í details.

Minni svo bara á að þetta er ekki búið, strákarnir okkar eiga ennþá baráttu fyrir höndum og vonandi koma þeir sterkir til leiks annað kvöld og rústa Rússunum.

Áfram Ísland...

B


mbl.is Martröðin frá Kumamoto endurtók sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur leikur!

Ég er viss um að lífið mitt hefur styst um a.m.k. 4 vikur, hjartað er alla vega búið að slá fyrir næsta mánuðinn!

Strákarnir okkar voru hreint ótrúlegir! Leikurinn hefði varla geta verið jafnari, þetta hefði geta lent hvorum megin sem var og með pínkuponsulítilli heppni hefðum við haft þetta.
(hendurnar skjálfa svo ég get varla pikkað)

Til hamingju Snorri Steinn, þú varst svo sannarlega maður leiksins.
Vil samt bæta því við að mér þótti þeir allir standa sig frábærlega, vona að þeir nái að sjá það sjálfir þegar mestu vonbrigðin eru runnin af þeim.
Því þetta er nefnilega ekki búið, Rússar á fimmtudaginn og svo vonandi keppni um 5.sætið.

Ég er ennþá ósátt við Geir sem leiklýsanda og legg til að RÚV ráði sér nýjan fyrir næsta leik. Þóttu viðtölin við Snorra Stein og Guðmund bara neikvæð og leiðinleg og er ánægð með Guðmund að hafa ekki látið hann ná sér í einhverja neikvæðni og gagnrýni.

Sama hvernig fór og mun fara þá er þetta ein besta skemmtun sem ég veit. Verst bara hvað þetta tekur á taugarnar.

Þar til næst...

B


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig hrjáir

Blogglegt andleysi eða andlegt bloggleysi.

Kannski að handboltinn sogi frá mér alla tjáningarþörf?
Veit að ég fæ útrás fyrir ýmiss tjáningarform yfir leikjunum. Þetta eru einu skiptin sem ég öskra, garga, græt og hlæ án þess að það skipti mig nokkru máli hvað öðrum gæti þótt um það.
Nema kannski þegar dóttirin laumaði að mömmunni að hún væri næstum því hrædd við hana.
Þá reyndi ég að hemja mig.
Í 40 sek.
Þá var skorað og ég missti stjórnina. Og saknaði hennar ekkert.
Knúsaði sponsið bara vel og lengi eftir leikinn og svei mér ef hún var ekki bara komin í ham þarna undir lokin.

Áfram Ísland!

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband