Síðasta kosningin á þriðjudaginn

Og svo getur maður farið að sinna heimili og lærdómi aftur - ég hlakka eiginlega bara til!

Var nú að vona að það yrði ekki kosning, skil ekki alveg hvernig þeir ætla að hafa fyrirkomulagið á þáttunum í næstu viku - eða verða 2 þættir? Verður performance þáttur á þriðjudaginn og svo elimination þáttur á miðvikudaginn? Ætla þeir þá að senda einhvern "heim" og kynna svo sigurvegarann?
Veit þetta einhver?

Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á því að þeir sendu Storm heim á undan Dilönu - mikið þykir mér það stórfurðulegt! Sérstaklega miðað við hvað þeir virðast rosalega hrifnir af Storm.
Meina, allir búnir að lofa að vera backup hljómsveit fyrir hana - hummm, af hverju velja þeir hana þá ekki bara?

Skil þetta ekki alveg...

Enda er ég ekki Supernova gaurarnir (þökkum öllum heilögum fyrir það!) - þeir vita vonandi hvað þeir vilja.

Mikið er maður nú stoltur af honum Magna Hlæjandi - í mínum huga er hann kominn Alla leið.

Þar til næst...

B


mbl.is Magni í úrslitaþáttinn - Storm send heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pssst! Kjóstu áfram....

Þið vitið vonandi öll að það er hægt að kjósa í dag? Þið færið klukkuna ykkar á Pacific Time - það virkar alla vega núna (kl 8:20) og svo yfir á GMT +10 Canberra, Melbourne, Sidney þegar það virkar ekki lengur.
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem vita ekki hvernig það er gert:

Þú tvísmellir á klukkuna sem er neðst í hægra horni skjásins.
Þá færðu upp glugga með dagatali og klukku.
Á flipa fyrir ofan dagatalið stendur m.a. Time Zone.
Þar finnurðu það tímasvæði sem virkar og smellir á OK.

Svo ferðu á Rockstar síðuna smellir á Vote og kýst Magna Okkar alveg eins og óð manneskja Hlæjandi.

Ef þú ert í vinnunni og þarft actually að vinna geturðu notað kaffi- og matartímann - skýst bara fram og nærð þér í kaffibolla og/eða eitthvað að narta í - kaffistofuslúðrið getur alveg beðið til morguns!

Þar til næst...

B


mbl.is Magni í 3. sæti þegar fyrstu tölur voru birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Magni!

Ég hef kannski verið helst til svartsýn í gær, vona það alla vega.

Nú er boltinn í höndum allra þeirra sem fíla það sem Magni hefur verið að gera og vilja gefa honum tækifæri til að taka þetta alla leið.
Hvort hann vinnur eða ekki er svo í höndum Tommy Lee og félaga en við getum gefið honum færi á að komast eins langt og mögulegt er.

Þeir sem eiga erfitt með að vaka ættu bara að smella sér í tölvuna strax í fyrramálið, skipta um "time zone" á tölvunni sinni og kjósa eins og vitleysingar. Ég fer samt varlega í að treysta þeim atkvæðum því það hlýtur að vera hægt að loka fyrir atkvæði sem koma á röngum tíma frá ákveðnum löndum.

Því ætla ég að skora á ALLA sem þetta lesa að rífa sig upp klukkan 2 í nótt og KJÓSA! Þó það sé ekki nema í klukkutíma - en helst bara alla 4 tímana!

Fyrir þá sem hafa ekki verið að fylgjast með eru hérna slóðir inn á nokkur af lögunum sem Magni hefur flutt í keppninni:

Dolphins Cry - ég fæ alveg gæsahúð!

Creep

Fire

Þar til næst - KJÓSA

B


mbl.is Magni sáttur með eigin frammistöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uggandi um Magna :(

Úff mér líst nú ekki alltof vel á útlitið fyrir Magna Okkar eftir að hafa lesið skemmarana (spoilerana) á Rockband.com - ath! EKKI smella á þennan hlekk ef þú vilt ekki vita hvernig flutningurinn gekk!

Nú er bara að kjósa eins og við eigum lífið að leysa! Ef Magni endar í 3 neðstu þessa vikuna er hætt við að hann fari heim.

Eina sem mér sýnist að gæti mögulega farið á undan honum er Dilana og maður veit ekki hvort þeir tími að láta dramadrottninguna fara strax því stælarnir í henni trekkja auðvitað að áhorfendur.

Þeir sem vilja kíkja á raunveruleikaþáttinn geta séð hann hérna.

Það lítur út fyrir aðra vökunótt á morgun... Og þið sem kusuð ekki síðast: Ykkur munar EKKERT um eina nótt Glottandi.

Þar til næst...

B - farin að hlakka til þegar Rockstar Supernova er búið og ég get fengið lífið mitt aftur!


mbl.is Magni syngur frumsamið lag og verður annar í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynþáttafordómar - af hverju?

Ég get ekki séð af hverju það er verra að skipta fólki eftir kynþætti en að skipta þeim eftir kynjum. Mér þykir eiginlega meira misrétti að skipta í lið eftir kyni þar sem karlmenn hafa - oftast - líkamlega yfirburði yfir konum.
Þegar skipt er eftir kynþætti eru kynin væntanlega bæði í hverju liði og allir ættu að hafa jafna möguleika á sigri - eða hvað?
Er svo ekki hvort sem er "merge" í miðri þáttaröð? Þar sem liðin blandast saman í 2 lið?

Kannski er ég bara svona siðblind en ég get ekki séð af hverju þetta eru kynþáttafordómar. Gæti séð það ef það væri einhver líkamlegur eða andlegur munur á kynþáttum en hann er ekki til staðar - eða hvað? Væru miklu frekar fordómar ef einhver segði "Asíubúar geta aldrei unnið einir í lið af því þeir eru svo aumir" eða "spánskættaðir eiga ekki séns af því þeir eru vitlausari en hinir" eða eitthvað í þessum dúr.

Þætti gaman að heyra ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvernig þetta eru kynþáttafordómar.

Þar til næst...

B

Verð að bæta því við að Mark Burnett er svo sannarlega konungur raunveruleikaþáttanna. Þetta er alveg snilldarbragð hjá honum. Áhorf á Survivor hefur mjög líklega minnkað þegar komið er á 13. eða 14. seríu og hvað er betra en smá controversy til að ná í betra áhorf?

B


mbl.is GM hættir að styrkja Survivor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 millur horfðu en BARA Íslendingar kusu ;)

Þetta er auðvitað BARA frábært!

Það er gaman að lesa erlendu spjallþræðina. Þar logaði allt í gær í umræðum um að ÖLL fyrirtæki og ALLIR skólar á Íslandi hefðu gefið frí morguninn eftir kosninguna (miðvikudagsmorgun) svo það gætu nú örugglega ALLIR Íslendingar kosið Magna ALLA nóttina.
Ekkert smá fyndið!

Þetta komment fékk t.d. mikil viðbrögð:

So, Magni sitting. Magni getting "the most" votes. I think this is ridiculous. Didn't iceland give people half-day vacations so they could devote their time to voting for him? This is a classic Jasmine Trias syndrome. Trust me- I live in hawaii. I've seen it first hand. It doesnt work forever. Allow the rockers who deserve to be there stay there, you are only delaying the inevitable.

Eins og þessi:

I love Iceland!! And Magni deserves to be 'there' as much as as anyone left. In a way I wished he was in the bottom three. He would have saved the night. (USA)

Iceland- by comparison Storm has Portland as her fanbase, which by itself is closing on 600,000 people, with another 600,000 in close proximity, and thats just one city in the US.(USA)

I love Magni...i think that the save magni campaign was supported by people all over if not for just a few sympathy votes from everyone...plus basically all of the patrice fanbase that stayed on with the show have all converted magni...where will ryans go? im guessing mostly toby, some lukas and a few magni or storm. (Filipseyjar)

Svo er þetta frekar fyndið:

Do you even know what the population IS in Iceland? It's smaller than Portland, Oregon! Portland has roughly 500,000 and the entire country of Iceland is somewhere around 300,000. Even Colorado Springs is larger. It's not just Iceland voting for him. ;)

____________________________________________________________________
But say only 50,000 of those people vote for him, and each one votes 10 times, that's half a million votes.
____________________________________________________________________
But, as long as we're assuming that a performer's countrymen are voting their asses off...can we assume that it's the 32,000,000 (or to use your assumption that 1/6 of the pop. are voting for him...so 5,300,000ish) Canadians that are saving Lukas' doopa every week? It seems like Rockstar is huge up North and Lukas is getting quite a bit of pimping, as well.

Og þannig gengur þetta fram og tilbaka, er alveg í kasti yfir því hvað fólk getur verið klikk.
Auðvitað er svo fullt af hrósi og "Magna love" í gangi, um að gera að smella því með líka:

Magni, most votes tonight. GREAT! The Save Magni campaign worked. I like Magni. Nice to see him sit this one out.

____________________________________________________________________
Originally posted by monkeyaddict

Magni pretty much told Dave to "shut up". That should bring in at least another 100000 votes next week.
____________________________________________________________________
Yeeps, I totally agree. I´ve been waiting for someone to stick it up to Dave. Can´t be more thankful to Magni - he just got him self a new fan. I have loved him from the get go, but even more now. Go Magni, Toby and Lukas to the finale. People lets make it happen!!!!____________________________________________________________________
AND MAGS, THE ICEMAN, LOVE YA, HONEY, LOVES YA!
Supernova, just hire Magni already. He's funny, he's got the look, and he's got an accent! He's hours of conversation about music on the bus or airplane! He's the whole package...
____________________________________________________________
BTW - I was so happy for Magni too. He is a stellar talented dude and I thought it was great for him that he got to stay sitting. I don't begrudge Iceland for voting their asses off - great job supporting your man. He kicked ass last night and I thought his genuine surprise at being the only one sitting was adorable and endearing. He has been in the bottom 3 before - he deserved a night to relax and enjoy.
____________________________________________________________________
Magni could probly sing while eating his morning Muselix or whatever cereal is popular in Iceland! He has that much vocal control!____________________________________________________________________

First off, loved that Team Iceland saved Magni! I love it!! Ten of those votes that put him there were mine!

Þar til næst...

B


mbl.is Sjö milljónir horfðu á Rock Star: Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta getum við...

Jiiii, hvað maður var nú feginn þegar kom í ljós að Magni væri ekki í 3 neðstu sætunum en ekki átti ég nú von á því að hann hefði fengið flest atkvæði kvöldsins! Veit að við (Íslendingar) erum öflug en common! Hann hlýtur að eiga ansi marga aðdáendur annars staðar í heiminum.

Annars var ég mjög sammála því að Ryan færi heim. Var oft með þvílíkan kjánahroll þegar ég horfði á hann - frekar yfirdrifið allt eitthvað.

Kom mér á óvart hvað mér þótti Lukas passa vel við bandið, held að hann gæti bara alveg tekið þetta kallinn. Maður á reyndar eftir að sjá Magna með þeim svo ég ætla nú ekki að skrifa þetta í stein.
Sýnast þeir vera að undirbúa að sparka Dilönu, viðbrögðin í sófanum ekki upp á marga fiska þegar hún söng Psycho Killer, þeir voru allir hálf-frosnir eitthvað.

En hvað um það, átakið bar árangur og nú mega allir þeir sem lesa þetta með stífar axlir, píruhrukkur kringum augun og hálflamaða putta klappa sér stórt klapp á bakið Koss.

Þar til næst...

B


mbl.is Magni sá eini sem ekki var um tíma í þremur neðstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófa að kjósa á rockstar.msn.com í fyrramálið

Hérna er þetta Ástralíudæmi sem ég var að reyna að útskýra, útskýrt betur - tekið af spjallþráðunum á www.rockband.com

 

 In Australia, we (those who have cable) see RS three nights a week - Tuesday (Reality), Wednesday (Performance)& Thursday (Elimination) all starting at 8:30pm.  Even though we're ahead in time differences here in Aus. we watch the show 10 hours after it airs in the US. Voting opens here at 9:20pm Wednesday night and apparently we can vote for 4 hours (though I've never tried the limits, it may infact just be 2.5hrs). I think Cheap Wine was alluding to the fact that we can also 'cheat' voting, by voting when it's open for different time zones, as has been mentioned here a couple of times.  On a side note, I think the (delayed) Australian vote is what had saved Toby from the initial B3 to the final B3 for the last couple of weeks until now. 

Samkvæmt þessu GETUM við kosið hérna þegar klukkan er 21:20 annað kvöld á áströlskum tíma - og reikniði svo :).

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband