3.4.2006 | 18:12
Grátt
Mikið er gaman að vera í æfingakennslu, ótrúlegt en satt. Eins og ég var nú búin að kvíða fyrir þessu! Kennslan sjálf er svona lala en það er bara svo rosalega gaman að fylgjast með krökkunum, ég ætti kannski frekar að stefna á mannfræðina en kennarann?
Það er nefnilega alveg stórmerkilegt að vera inni í 7.bekk og fylgjast með dínamíkinni milli krakkanna, hverjir eru inni og hverjir úti, hverjir eru skotnir í hverjum og hverjir ákváðu að breytast í töffara eða pæju yfir helgina.
Ég prísa mig sæla við lok hvers dags yfir því að vera ekki í 7.bekk! Var þetta virkilega svona mikið drama þegar ég "var" ung? Man nú ekki alveg eftir því...
Man eftir að sumir fíluðu Duran Duran og sumir Wham! og fólk var flokkað eftir þeirri einföldu skiptingu og heimurinn var bara nokkuð svartur eða hvítur - Duran Duran eða Wham!. Reyndar voru nokkrir erfiðir einstaklingar sem fíluðu hvorki Duran Duran né Wham! og þeir áttu það til að valda smá usla þar sem ekki var hægt að flokka þá - tala nú ekki um ef þeir fíluðu báðar hljómsveitirnar! Það átti nú bara ekki að vera hægt!!! Svo voru enn aðrir sem fíluðu Bubba, en það voru bara hálfgerðir pönkarar - alla vega villingar og það borgaði sig ekkert að tala of mikið við þá (slæmur félagsskapur!).
Það var ekki fyrr en maður varð 14 eða 15 að heimurinn fór að verða grárri - ekki svona svart/hvítur lengur og hann verður bara grárri og grárri með tímanum. Það er varla neitt svart/hvítt í dag, það er alltaf önnur hlið á málinu sem er kannski alveg jafn valid og maður stendur uppi án þess að hafa fastar skoðanir á neinu - allt svona hálfkáksskoðanir - svona kannski-, nema stundum-, næstum því-, ca skoðanir. Myndi t.d. alveg kjósa Sjálffylkinguna eða Samstæðisflokkinn í dag .
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2006 | 22:15
Grunaði ekki Gvend
Alveg hefði ég mátt vita þetta, búin að vera fiktandi í stjórnborðinu í allt kvöld og meira að segja búin að setja próf í HTML á síðuna mína - sko mig .
Þetta stefnir í að verða hinn mesti tímaþjófur, alla vega svona meðan ég er að læra inn á alla fínu fítusana og átta mig á möguleikunum. Mér sýnist samt á öllu að það séu ekki allir fítusarnir virkir ennþá svo þetta verður það sem heldur mér frá lærdómnum næstu vikurnar.
Þetta hlýtur samt að vera ágætisþjálfun og lítill skaði skeður þó þetta endi í klessu hjá mér, varla margir sem villast hingað inn.
Þar til næst,
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2006 | 20:36
Hvernig mun ég deyja...?
|
Jahérna hér, ekki hefði mér nú dottið þetta í hug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2006 | 15:35
Testing testing...
Spurning hvort maður fái þetta til að virka með fikti - eins og svo margt annað?
Var nú ekkert á leiðinni að fara að blogga eitthvað, alveg nógu mörg blogg sem ég þarf að fylgjast með á degi hverjum svo ég fari ekki að bæta mínu eigin við en þetta gerðist bara alveg óvart. Hefði betur sleppt því að "always allow pop-ups" á mbl.is. Þetta pop-up var aðeins of freistandi - eiginlega bara skipun "Byrjaðu að blogga! Smelltu HÉR!" hvað gerir hlýðin manneskja eins og ég annað en að Smella HÉR???
Svo kemur bara í ljós hvort þetta verði eitthvað sem ég nenni að sinna eða hvort ég haldi bara áfram að vera nafnlaus lesandi á annarra manna bloggsíðum. Veit ekki hvort tjáningarþörfin er nógu mikil til þess að ég muni gera þetta að staðaldri.
Nú þarf ég bara að birta þessa færslu svo ég sjái hvernig þetta virkar allt saman.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)