24.10.2007 | 16:38
4 bedroom, 3 bathroom
Þetta hljómaði frekar hjákátlega því konan samþykkir að þiggja "4 bedroom, 3 bathroom" íbúð í Reykjavík.
Hérna í USA er ekki óalgengt að það sé klósett fyrir hvert herbergi í húsum/íbúðum en ég hef aldrei heyrt um íbúðir í Reykjavík sem hafa 4 svefnherbergi og 3 baðherbergi...
Þátturinn var samt frekar djúsí .
Þar til næst...
B
Ísland í Grey's Anatomy þættinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 16:05
Klósettsetur og krúsídúllur
Eitt af því skondnasta sem sem ég séð hérna í USAnu eru klósettsetur!
Eins og flestir vita þurftum við Hellisbúinn að skoða ca 300 hús áður en við fundum húsið "okkar". Þessi hús voru eins misjöfn og þau voru mörg.
Man sérstaklega eftir einu þeirra. Þar var allt veggfóðrað og teppalagt.
Hljómar svosem ekkert hrikalega nema hvað samsetningin var svona eins og eftir litblindan innanhússhönnuð sem hefði fengið brjálæðiskast í Lauru Ashley.
Allt rósótt og doppót og röndótt og köflótt - inni í sama herberginu!
Og ekkert endilega í sama litnum.
Eitt baðherbergið í þessu húsi var í svona martraðarmúnderingu, pífur og blúndur og dúllur útum allt og áðurnefndar doppur, rendur, rósir, túlípanar og ég veit ekki hvað uppum alla veggi.
Toppurinn var samt klósettið sjálft.
Klósettsetan og lokið voru glær.
Steypt inn í lokið og setuna voru smápeningar - quarters og dimes og meira að segja einn og einn dollar.
Ég get ekki ímyndað mér að það sé neitt betra að "do your stuff" sitjandi á klinki...?
Við sáum reyndar svona klósett á fleiri stöðum.
Eitt var með rósablöðum og annað var með fiskum (eða höfrungum, man það ekki alveg).
Fann ekki mynd af klinksetunni en þessi ætti að gefa ykkur hugmynd um hvað ég á við.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 20:53
Míns eigins blogg
Það er ekkert smá sem ég hef vanrækt þessa bloggsíðu undanfarið.
Hef reynt að halda andlitinu með því að henda inn brandörum eða netprófum (eins og þetta hérna að neðan) en það kallast nú varla að blogga.
Málið er bara að það er ekkert sniðugt að halda úti tveimur bloggsíðum.
Þó svo að hin bloggsíðan mín hafi átt að vera bara upplýsinga- og fréttasíða fyrir fjölskylduna og þessi átt að vera svona Birgittubloggsíðan þá virðist lítið vera eftir af andagift þegar ég er búin með upplýsingaskylduna .
Enda kannski ekki mikil ástæða til að halda úti tveimur síðum þar sem líklega eru sömu lesendur að þeim báðum.
Sé til hvað ég geri, kannski mun föstudagsleiðinn sem hellist alltaf yfir mig auðga andann það mikið að ég finni mig knúna til að tjá mig hérna líka.
Langar samt að gefa ykkur lítið ljós í skammdeginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2007 | 15:11
Tarotspilið mitt
You are The Tower
Ambition, fighting, war, courage. Destruction, danger, fall, ruin.
The Tower represents war, destruction, but also spiritual renewal. Plans are disrupted. Your views and ideas will change as a result.
The Tower is a card about war, a war between the structures of lies and the lightning flash of truth. The Tower stands for "false concepts and institutions that we take for real." You have been shaken up; blinded by a shocking revelation. It sometimes takes that to see a truth that one refuses to see. Or to bring down beliefs that are so well constructed. What's most important to remember is that the tearing down of this structure, however painful, makes room for something new to be built.
What Tarot Card are You?
Take the Test to Find Out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 20:14
Matarboð
Hvað á maður að hafa í matinn í fyrsta matarboðinu í útlandinu?
Þegar fólkið sem kemur í mat er manni alveg ókunnugt?
Og maður veit ekki alveg hvað tíðkast að bjóða upp á í matarboðum í téðu útlandi?
Og þegar fólkið sem kemur í mat "þykir allt gott nema laukur og hvítlaukur" ?
Og þegar maður á ekkert grill til að einfalda málið?
Og þegar eldunarhæfileikar betri helmingsins felast aðallega í pakkapasta og grilluðum samlokum ?
Og maður er eiginlega alveg andlaus?
Einhverjar hugmyndir?
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 12:56
Lítil dæmisaga
Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn motiveraður" samkvæmt meginreglunni: Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 15:42
Sjónvarpsgláp
Ég er að koma sjálfri mér þvílíkt á óvart hérna. Ég var búin að hlakka svo til að hafa 100+ sjónvarpsstöðvar og var dauðhrædd um að ég myndi liggja yfir talk-shows og sápum heilu og hálfu dagana.
En nei, við kveikjum varla á sjónvarpinu. Varla að maður horfi á fréttir, hvað þá meira.
Næstu tvær vikurnar eru reyndar svona Premier weeks, þá byrjar nýtt season og allir stærstu þættirnir frumsýndir. Ég gæti nú trúað að þá dragist ég að sjóminu . Er sérstaklega farin að sakna McDreamy og McSteamy
Annars er ég búin að uppgötva eina snilld hérna í USAnu - TiVo! eða eitthvað sem virkar eins en heitir eitthvað annað. Ég er búin að prófa að láta taka upp fyrir mig ANTM9 og Prison Break og það svínvirkaði. Ég þarf svo að dunda mér við að stilla inn upptöku á Greys, Desperate Housewives, Heroes og öllu hinu. Svo er bara að finna sér tíma til að horfa á þetta allt saman .
Ætli maður geti kannski komið þessu yfir á geisladiska? Ef einhver kann það væri ég alveg til í leiðbeiningar.
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)