Læst blogg

Ég er búin að lok lok og læsa Ameríkublogginu mínu.

Fékk ábendingu um að myndbirtingar af hemili og þannig geti verið varasamar og ákvað bara að læsa.

Ég sendi email á alla þá sem ég veit að eru að fylgjast með okkur (Edda Björk, ég er með vitlaust netfang hjá þér) - þeir sem fengu ekki póst mega endilega senda mér email og ég skal uppljóstra lykilorðinu.

Knús og kram,

Birgitta


Tillitslaus tímamunur

Ég held að það sem fari mest í taugarnar á mér hérna í usanu er tímamunurinn.
Einmitt þegar ég hef tíma - eftir heimanám barnanna, matseld, frágang og fleira slíkt - til að setjast niður og læra, þá eru allir sem mögulega gætu veitt mér móralskan stuðning farnir að sofa Pinch.

Ég ætla því hérmeð að leggja til að tímanum á Íslandi verði seinkað um 4 tíma. Það skiptir hvort eð er engu því það er hvort sem er alltaf dimmt á veturna og alltaf bjart á sumrin, tími sólarhringsins hefur ósköp lítið með það að gera.

Ef það fæst ekki samþykkt þá legg ég til að móralskir stuðningsaðilar mínir taki upp breytta lífshætti og fari að sofa um 4 á morgnana og vakni um hádegi.

B


Skoðanir barna á mömmum

Hvers vegna Guð bjó til mömmur?

Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

Aðallega til að þrífa húsið.

Til að hjálpa okkur að fæðast.

 

Hvernig bjó Guð til mömmur?

Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.

Töfraefni og fullt af garni.

Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum.

Úr hverju eru mömmur búnar til?

Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum og pínu slæmu.

Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

 

Af hverju gaf Guð þér þína mömmu en ekki einhverja aðra mömmu?

Við erum skyld!!

Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annarra manna mömmum.

 

Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg!

 

Hvað þurfti mamma þín að vita um pabbann þinn áður en þau giftust?

Eftirnafnið hans.

Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur.  Eða hvort hann varð fullur af bjór.

Hvort hann átti milljón!

Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

 

Af hverju giftist mamma þín pabba þínum?

Pabbi býr til heimsins besta spaghettí og mamma borðar mikið!

Hún varð of gömul til að gera eitthvað annað við hann!

Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ....

 

Hver ræður heima hjá þér?

Mamma vill ekki ráða en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem  ég faldi undir rúminu.

Ég held að það sé mamma en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

 

Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

Mamma vinnur í vinnunni og vinnur heima pabbi vinnur bara í vinnunni.

Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spyrja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum...

 

Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

Mömmur fá ekki frí !!!

Hún segist þurfa að borga reikninga allan daginn.

 

Hvað þarf mamma þín til að vera fullkomin?

Að innan er hún fullkomin að utan, ég held, kannski lýtaaðgerð.

Megrunarkúr.

Þú veist, hárið.  Kannski lita það blátt.

 

Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það?

Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera hreint.  Ég mundi breyta því.

Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.

 

Ekkert smá krúttilegt Grin.

B


Drop a jeans size!

Ekki með því að troða í þig kornflexkítti heldur með því að flytja milli landa Wink.
Ég sver það að ég mun fljótlega neyðast til að fara í búð og versla mér föt - alla vega ef þetta heldur svona áfram.
Maður er svo upptekinn af því að sneyða hjá óhollustunni að maður er farinn að borða alveg hrikalega hollt, grænmeti og ávexti í tonnatali og lítið af unnum mat. Fyrir utan að hafa hreinlega ekki tíma til að borða nokkuð heilu og hálfu dagana :o).

Annars á ég ekki orð yfir skólamatarmálunum hérna í usanu. Sponsið kom heim í áfalli eftir fyrsta skóladaginn af því það er selt sælgæti og ís í mötuneytinu og svo er maturinn sem er í boði bara algjör vibbi - pizzur, hamborgarar, franskar, naggar - allt djúpsteikt og brasað og ekkert ferskt í sjónmáli.
Fyndnast þótti mér (og henni) samt þegar leikfimikennarinn var að kynna leikfimi vetrarins og sagði að það yrðu íþróttir 3svar í viku. Og að það væri bara gert "for their own health and fitness" Woundering.
Ég missti svo andlitið þegar frumburðurinn kom heim úr sínum skóla og sagði mér að í einum tímanum eru þau verðlaunuð fyrir góða hegðun með einhverjum kortum/miðum og ef þau geta safnað sér 10 slíkum þá geta þau farið með það í mötuneytið og keypt sér nammi! Þau geta reyndar nýtt miðana á annan hátt en að þetta skuli yfir höfuð vera í boði..?!

Hvað er málið?
Er þessi þjóð ekk að kafna í eigin spiki?

Ég get varla beðið eftir næsta foreldrafundi þar sem ég get aðeins tjáð mig um þetta mál!
Vona bara að einhver hafi áhuga á að hlusta Wink

Þar til næst...

B


Kisuneyð

Var að fá þær fréttir að kisan mín er ekki lengur velkomin þar sem hún er vegna ofnæmis Frown.

Er ekki einhver góðhjartaður lesandi þessa bloggs sem getur hugsað sér að taka að sér hana Krúsí okkar?
Hún þarf ekki mikið meira en klapp öðru hvoru og mat í dallinn sinn.
Hún er útiköttur, búið að taka hana úr sambandi og það þarf lítið að hafa fyrir henni.

Mér þætti alveg hrikalegt ef það þyrfti að svæfa hana og ég væri ekki einu sinni hjá henni Frown.

Ef einhver getur tekið hana að sér þá vinsamlega sendið mér skilaboð í Athugasemdum eða í Gestabókinni.

B


Ber um ber frá berjum til berja

Ég er búin að eiga alveg frábærlega notalega og góða daga undanfarið.
Það er svo ljúft að vera hjá múttu í "nýja" kotinu hennar að ég gæti sko alveg hugsað mér að eiga bara heima hérna - er samt ekki viss um að múttan mín vilji hafa 5 aukamanneskjur á heimilinu svona að staðaldri Wink.
Sambúð 3ja kynslóða gengur samt vonum framar og það er heilmikið búið að bralla og aðallega malla.

Við mamma erum nefnilega búnar að fara á Suðurnesin og tína fullt af krækiberjum sem voru sultuð og söftuð.
Réðumst svo á garðinn og þar moraði allt í Sólberjum og Rifsberjum sem voru sömuleiðis tekin og sultuð, geluð og söftuð.
Afraksturinn er krækiberjahlaup og saft sem fór í vaskinn Pinch.
(Við mamma erum vissar um að ástæða þess að þetta var nánast óætt sé sú að krækiberin sem við tíndum voru bara eitthvað bragðlaus.)
Sólberjasulta, saft og hlaup sem er svo hrikalega gott að það er nánast ólýsanlegt.
Rifsberjahlaup sem er bara mjög vel heppnað.

Niðurstaðan er sú að vera ekkert að þvælast út á Suðurnes þegar eigin garður gefur mun betri afurðir = Grasið (berin) eru EKKI grænni (svartari/rauðari) hinum megin!

Þar til næst...

B


Klukkedíklukk

Ég var klukkuð og skilst að þá eigi ég að segja 8 staðreyndir um sjálfa mig - væntanlega staðreyndir sem eru ekki almenn vitneskja.

  • Ég hef átt 20 heimili yfir ævina (og þá tel ég ekki með svona millibilsheimili eins og ég á núna).
  • Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða rithöfundur þegar ég yrði stór.
  • Ég elska að gúffa og tjatta með Mörtu - samt ekki eins mikið og ég elska að fá mér rautt og tjatta með henni Wink
  • Ég elska handtöskur - samt ekki eins heitt og Bettý elskar þær Tounge.
  • Ég hef alveg jafn gaman af Teen Titans og X-men teiknimyndasögum og 11 ára sonur minn.
  • Ég grét yfir síðustu Harry Potter bókinni Frown - versta var að ég sat í flugvél og hafði lítið prívasí.
  • Ég þoli ekki að þrífa en finnst bara gaman að taka til - alla vega svona oftast Halo.
  • Humm, hvað meira? Jú, dóttir mín var að minna mig á eitt, ég hef séð Galdrakarlinn frá Oz svona milljón sinnum og kann hana utanað orð fyrir orð (sponsið var nefnilega að syngja "come out, come out, wherever you are Wizard).

Ég er að hugsa um að klukka Eddu frænku í London, fínu frúna í H100 og McHillary in da Fjord.

Þar til næst...

B


Pappakassadraumur

Mig dreymdi svo voðalega furðulega í nótt.

Mig dreymdi að ég ákvað að eignast barn.
Og fyrst ég var að þessu á annað borð ákvað ég að eiga bara 2 (í einu).
Svo fékk ég þau - send Woundering. Þau komu nefnilega í svona litlum pappakössum.
Þetta voru tveir strákar, ósköp ljúfir og fínir.
Þetta var svo assgoti sniðugt að ég ákvað að eignast bara 2 í viðbót.
Fékk kassana, annar var blár og hinn bleikur.
Varð svolítið glöð að fá nú alla vega eina stelpu.
En stelpukassinn var tómur... Skoðaði hann betur og sá að þetta var kassinn sem sponsið hafði komið í fyrir 9 árum síðan Woundering.

Þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að þetta væri voðalega merkilegur draumur sem boðaði eitthvað magnað.
Svo þegar ég hugsaði þetta betur þá komst ég að því að ég er bara búin að umgangast pappakassa aðeins of mikið, aðeins of náið.

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband