Færsluflokkur: Bloggar
24.12.2008 | 15:24
Jólakveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 20:35
Huginn og Muninn
Hvernig beygjast nöfnin Huginn og Muninn?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 15:17
María mey og Matthías
Spons: Við vorum að teikna mynd í skólanum - af Maríu mey og Matthíasi.
Mamma: Matthíasi?
Spons: Æji, nei, honum þarna.... Jóa Fel
Mamma: Ertu að meina Jósep?
Spons: Já, eða hann.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 16:21
Heimanám
Er að lesa með sponsinu fyrir próf í landafræði 5. bekkjar.
Ég man hvað mér þótti þetta alltaf leiðinlegt fag, endalausar upptalningar á óþarfa staðreyndum sem ég gleymdi helst um leið og ég gekk útúr prófinu.
Skoðun mín á efninu hefur ekkert breyst. Ég sé ekki nokkurn tilgang með þessu námi hjá 10 ára börnum sem hafa fátt til að tengja við alla þessa staði, fjöll, ár, firði, dali, atvinnuvegi og svo framvegis...
Dæmi um spurningar í yfirferð okkar:
Hvað eru margir kaupstaðir og kauptún á Vesturlandi?
Hver er stærsti kaupstaður Vesturlands?
Hverjir eru helstu atvinnuvegir Vesturlands?
Hvaða gígur er í grennd við Bifröst?
Nefndu tvo dali sem ganga inn af Hvammsfirði og á sem rennur um annan þeirra.
Hvaða 7 þorp eru á Snæfellsnesi?
Þetta eru dæmi af einni blaðsíðu!
Til prófs eru 20.
Besta við þetta er að hún er að taka prófið í annað sinn, útkoman úr fyrra prófinu var víst svo hörmuleg hjá bekknum að það er ekki hægt að láta hana standa, sem segir manni sitthvað um ástandið .
Piff, held þeir ættu betur að eyða verðmætum tíma í eitthvað annað.
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 09:01
Bókatíðindi óskast!
Hvar eru eiginlega Bókatíðindin? Ég er búin að bíða við póstkassann í örugglega viku en ekkert bólar á þeim.
Ég get nefnilega ekki byrjað að undirbúa jólin fyrr en Bókatíðindin eru komin.
Þegar ég hef setið í um klukkutíma og blaðað fram og til baka, merkt við álitlegar bækur - fyrir mig og aðra fjölskyldumeðlimi, þá fyrst er ég tilbúin í að hefja jólaundirbúning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 17:58
Þolfallssýki
Það kannast allir við hina grafalvarlegu og bráðsmitandi þágufallssýki, ekki satt?
Ég er að hugsa um að hafa samband við landlækni því ég tel mig vera búna að uppgötva nýtt afbrigði málfarsfarsóttanna - þolfallssýki .
Þolfallssýki lýsir sér þannig að sjúklingnum er með öllu ómögulegt að átta sig á hverjar ópersónulegu sagnanna taka með sér þágufall. Í alvarlegum tilfellum stendur sjúklingurinn á því föstum fótum að ALLAR ópersónulegar sagnir taki með sér þolfall!
Þetta er auðvitað háalvarlegt mál.
Það er spurning hvort sjúkdómsfræðingarnir sem lengstum hafa barist gegn þágufallssýki taki þessu nýja afbrigði fagnandi - það gæti jú gjörsamlega útrýmt þágufallssýkinni - eða hvort þolfallssýkin muni teljast jafnmikil vá og jafnvel enn verri?
Ég titra af spenningi!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2008 | 17:27
Á auðskiljanlegri íslensku
Mér finnst frábært að mbl.is birti fréttir af ástandinu á ensku og pólsku.
Ég væri samt líka alveg til í að fá fréttir af ástandinu á einhverju máli sem ég skil. Ég skal nefnilega viðurkenna að ég hef bara svona óljósan grun um hvað er í raun og veru í gangi. Og sá óljósi grunur gæti alveg verið rangur. Fyrir utan að þurfa að torfa sig gegnum stafsetningar-, málfars- og prentvillur þá úir og grúir allt af hugtökum og "loðnu málfari" sem er virkilega erfitt að skilja.
Mikið væri frábært ef einhver velviljaður myndi taka atburðarásina saman í einn pakka á einföldu máli og útskýra málið fyrir mér (og fleirum veit ég) sem botna ósköp lítið í þessu öllu saman.
Þar til næst...
B
Emergency law | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 22:08
Þruma úr þátíðinni
Fyrir þá sem langar í smá nostalgíukast, smá fliss yfir hallærisleika 9. áratugarins og ágætisskemmtun mæli ég eindregið með Karate Kid.
Horfði á með frumburði og sponsi og ég held að við höfum öll skemmt okkur jafnvel, þó það hafi verið af misjöfnum ástæðum.
Hef aldrei séð jafn svakalega brókað fólk á ævinni (nema væntanlega þegar ég horfði í fyrsta skipti og fannst þetta hipp og kúl). Athyglisvert hvað buxnastrengirnir hafa lækkað ískyggilega síðustu ár.
Alla vega - fínasta skemmtun fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og allt það.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2008 | 20:01
Vetrardvali
Ég held að ég sé ekki komin af öpum.
Miðað við hegðun mína undanfarna daga er ég komin beint af björnum.
Um leið og skammdegið hellist yfir byrja ég að safna í forðann fyrir dvalann.
Þá meina ég safna í fituforðann fyrir vetrardvalann.
Mig langar endalaust í brauð og súkkulaði og helst vildi ég ekki þurfa að skríða framúr bælinu til að nálgast það. Brauð, kók og súkkulaði borðað upp í rúmi.
Og sofa milli bita.
Ég held að þetta sé bjarnareðlið.
Vildi bara óska að ég ætti kósí híði hérna einhvers staðar sem ég mætti skríða í og láta mig hverfa í svona 5-6 mánuði - þvílíkur draumur!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 08:59
Klukk
Ég var klukkuð fyrir þó nokkru en hef verið mjög vant við látin undanfarið og því ekki komist í að svara fyrr en núna .
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Ég skúraði gólf, þreif salerni og flokkaði dekkjanagla í Hjólbarðahúsinu.
- Ég blandaði vodka og brennivín í kók, asna og stöku Brjáluðu Bínu í Hollý (ekki wood)
- Ég steikti bestu borgara í bænum á Eikaborgum
- Ég blaðraði í símann með frábærum skvísum (og stöku gæja) hjá Icelandair
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Lord of the Rings (allar saman)
- Grease
- Rocky Horror Picture Show
- The Wizard of Oz
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Laugarnesvegi
- Efstasundi
- Árbæ (6 eða 7 stöðum)
- Ardsley, NY
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Heroes
- Næturvaktin
- So You Think You Can Dance
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Mallorca (hér og hvar um eyjuna)
- Las Vegas
- Hálsakot
- Ísafjörður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- Mbl.is
- Blakkur
- Mentor
- FaceBook
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Fiskur
- Lambakjöt
- Súkkulaði
- ... bara súkkulaði aftur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
(Ég er annars lítið í að lesa bækur aftur, nema fyrir skólann, það er svo mikið af bókum sem ég á eftir að lesa að ég hef alltaf eitthvað nýtt á náttborðinu)
- A Song of Ice and Fire
- Enders Game
- Ísfólkið
- Stephen King (hef lesið nokkrar oftar en einu sinni)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
(Þá vandast málið, svo fáir sem ég þekki sem blogga eitthvað og enn færri bloggarar sem lesa bloggið mitt)
- Fína frúin í H100
- Hibba Bibba súperskutla
- Helena Lil Sys (það má reyna þetta - Helena ég skora á þig!)
- Hver sem þetta les og langar að vera klukkaður má taka þetta til sín og svara klukkinu. Væri þá gaman að fá að vita af því í athugasemdum
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)