Færsluflokkur: Bloggar

Dularfullar fötur

Gatan sem við fjölskyldan búum við er nokkuð merkileg.
Fyrir ofan og neðan götu eru raðhús - ca 10 hvorum megin - sem er svosem ekkert merkilegt. Það sem er sérstakt er að fyrir ofan götu er meðalaldurinn svona 20-25 ára en fyrir neðan götu um 70 ára (við fjölskyldan drögum það meðaltal verulega niður).

Öll húsin eru stór og bjóða uppá barnamargar fjölskyldur og fyrir ofan götu eru 4, 5, 6 og jafnvel 7 manns í hverju húsi. Fyrir neðan götu erum við stærsta fjölskyldan - 4 stykki.

Þar sem ég er mestmegnis heimavið sé ég stundum eldri borgarana sitt hvorum megin við mig bardúsa á daginn. Og það er ýmislegt bardúsað - í garðinum, í bílskúrnum, við tunnurnar, í beðunum og á bílastæðinu. Það sem ég skil aftur ekki er hvað eldri mennirnir hérna allt í kringum mig eru alltaf að vesenast með fötur..
Svona stórar hvítar plastfötur, svona eins og majonesið kom í á hamborgarbúllunni sem ég vann á í gamla gamla daga.
Þannig fötur eru bornar út í bílskúra og til baka á hverjum degi - og stundum nokkrum sinnum á dag og mikið ofsalega get ég stundum orðið forvitin.
Ég hef ekki lagt í að spyrja þá hvað þeir geyma í fötunum sínum, sambandið er ekki alveg á þeim nótunum - meira á "óskapans læti eru þetta í börnunum þínum alltaf" eða "krakkar! farið úr garðinum! -nótunum"
Ég verð því bara að halda áfram að ímynda mér hvað þarna gæti leynst...

Þar til næst...

B


Njóti njóti njóti

Nú tifa síðustu mínúturnar í alvöru lífsins. Skólinn byrjar eftir nokkra klukkutíma.

Hlakka heilmikil til að byrja í skólanum en það er samt svo gott að vera í fríi Wink. Ætla að reyna að njóta þessara mínútna í botn, mjólka úr þeim hvern dropa og hverja sæluna sem í þeim finnst.

Farin að njóta,

B


Handboltaslútt - eða hvað?

Nú er ég eiginlega eins og sprungin blaðra (eða sprunginn handbolti kannski frekar). Það er allt eitthvað svo tómlegt eftir svona törn, engir leikir að hlakka til, ekkert fjör á Arnarhóli og ekkert spennandi sem bíður nema þvottur og skítug gólf.

Hamagangurinn í handboltanum undanfarnar vikur hefur samt haft afleiðingar fyrir fjölskylduna, hann sáði fræi.
Bæði börnin ætla að æfa handbolta í vetur. Sponsið langar mest að prófa af því að "allar stelpurnar í bekknum eru að æfa" - sem er ekki verri ástæða en hver önnur Wink. Frumburðurinn ætlar að prófa af því að "hann vill verða eins og Logi Geirsson". Hann las það nefnilega einhvers staðar að Logi hefði verið mjór sláni sem barn en hefði tekið sig á þegar hann ákvað að hann vildi verða atvinnumaður í handbolta. Minn sá að fyrst Logi gæti þetta gæti hann það alveg líka Tounge.

Svo ég fæ kannski heilan helling af handbolta í vetur Grin.

Þar til næst...

B


Miklu meira en sátt...

er í skýjunum.

Eitt með blessuðu silfurverðlaunin er að það er í þeim innbyggt tap í úrslitaleiknum. Í raun ætti maður að horfa aftur á leikinn við Spánverja og fagna svo silfrinu í kjölfarið.

Hlakka til að fara og fagna strákunum á miðvikudaginn, þetta eru þvílíkir snillingar að mig langar helst að knúsa þá alla í klessu Kissing.

ÁFRAM ÍSLAND!

B


mbl.is Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðni og þakklæti

Ég ætla að taka Óla Stef mér til fyrirmyndar og nýta fræðin úr Secret, What the Bleep og Power of Now og vera bara þakklát og jákvæð og allt það. Ég er alla vega alveg viss um að ræðan hans í fyrradag vísaði í þau fræði.

Annars lenti ég í þeirri hrikalegu stöðu að þurfa að vera á skólasetningu barnanna sem byrjaði í hálfleik. Ég harkaði það af mér eins og sönnum Íslendingi sæmir og rétt náði að setjast í sófann aftur þegar seinni hálfleikur byrjaði á RUV+.

Og nú sit ég bara með tárin í augunum og gleði í hjarta og ætla að fara að ráðum Ólafs forseta og hafa þjóðhátíð í dag. Á sunnudaginn verður svo annar í þjóðhátíð - ég get svo svarið það!

Svona er staðan núna:

 

Fri Aug 22Russian Fed.Russian Fed.  -  DenmarkDenmarkMen's Placement 5-8 - Match 353528 - 27
 PolandPoland  -  KoreaKoreaMen's Placement 5-8 - Match 363629 - 26
 FranceFrance  -  CroatiaCroatiaMen's Semifinal - Match 373725 - 23
 IcelandIceland  -  SpainSpainMen's Semifinal - Match 383836 - 30
Sun Aug 24DenmarkDenmark  -  KoreaKoreaMen's Placement 7-8 - Match 3939 
 Russian Fed.Russian Fed.  -  PolandPolandMen's Placement 5-6 - Match 4040 
 CroatiaCroatia  -  SpainSpainMen's Bronze Medal Match - Match 4141 
 FranceFrance  -  IcelandIcelandMen's Gold Medal Match - Match 4242

Aumingjans Danirnir Devil

Þar til næst...

B


Ekkert smá fallegt...

 FranceFrance  -  CroatiaCroatiaMen's Semifinal - Match 3737 
 IcelandIceland  -  SpainSpainMen's Semifinal - Match 3838

 

Meiriháttar tilfinning að sjá Ísland meðal þessara þjóða.

Fengið héðan

Þar til næst...

B - aaaaalsæl


Ekki rétt... eða jú

Viðbót: Ég get ekki annað en étið þetta ofan í mig aftur. Þetta var víst allt saman hárrétt og við í þriðja sæti riðilsins. Vil kenna ÓL síðunni þar um sem og minni eigin fljótfærni Wink.

Í fyrsta lagi unnu þeir auðvitað Suður Kóreu ekki Egyptaland og í öðru lagi getum við ekki farið neðar en í annað sætið í riðlinum.

Staðan er svona núna, áður en DK og DE keppa:

Handbolti

Humm, veit ekki hvort þetta sést. Alla vega er Ísland efst í riðlinum með 6 stig og  5 mörk í plús. S-Kórea í öðru sæti með 6 stig og 7 mörk í mínus.
Ef Þýskaland vinnur förum við í 2. sætið, S-Kórea í 3. og Rússar í 4.
Ef Danmörk vinnur þurfa þeir að vinna með meira en 5 mörkum til að fara yfir okkur og ef liðin gera jafntefli þá yrðum við í efsta sætinu með jafnmörg stig og DE og S-Kórea en með fleiri mörk í plús.

Hægt að skoða þetta betur hjá IHF.

Þar til næst...

B


mbl.is Rússar unnu stórsigur á Suður Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf í boltanum...

Það kemst fátt annað að þessa dagana en handbolti. Sem betur fer er mér að takast að smita börnin af handboltaáhuganum svo ég er ekki lengur ein eða flúin til gömlu þegar mikilvægir leikir eru sýndir.
Sponsið horfir reyndar stundum meira á mömmuna sína en sjónvarpið, held henni lítist ekkert á það hvað mamman getur orðið hrikalega æst. Hún spurði áðan greyið hvort ég væri nokkuð að fá hjartaáfall Whistling.
Og orðbragðið á mömmunni og ömmunni - úff púff! Það er sko ekki til fyrirmyndar. Mætti alveg 'pííííípa' okkur út stundum. Tala nú ekki um leik þegar dómara%#$X haga sér eins og núna áðan...

Fyrir þá sem eru svona sokknir í boltann eins og ég þá eru hérna 2 frábærar síður:

Þessi er yfir stöðuna í riðlunum, uppfærist ca 3 mín eftir leikslok. Takið eftir hvað það er magnað að sjá hvað B-riðillinn er jafn miðað við A-riðilinn.

Handball Tournament Summary

Svo er hérna tímarnir á öllum leikjunum:

Match Schedule

Báðar síðurnar eru á vegum IHF - AlþjóðaHandknattleiksSambandið.

ÁFRAM ÍSLAND Wizard

B


Og ekki batnar það

Í annarri færslu tengdri þessari frétt er kvartað undan því að allar upplýsingar vanti í fréttina. Nú hefur fréttaritari greinilega tekið ábendingunni og lagfært fréttina en enn er mér ekki ljóst hverju á að mótmæla:

"Félagið vill með því mótmæla að barnalagafrumvarpi  Daggar Pálsdóttur alþingiskonu, sem var ekki afgreitt úr allsherjarnefnd alþingis fyrir þinglok í vor."

Getur einhver frætt mig um það? 

Þar til næst...

B

 


mbl.is Foreldrar boða táknræn mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lognið eftir storminn

Eiginlega þannig tilfinning hérna í B12 - svona lognið eftir storminn fílingur.

Allir bara í endalausum rólegheitum, mest að njóta þess að vera heima hjá sér og þurfa hvorki að pakka niður né upp. Svoooo gott að eiga herbergin sín aftur og geta kúrt í rúminu sínu með bók eða leikið við vinina eða kíkt í kaffi eða fengið einhvern í kaffi eða skotist í sund eða bara endalaust.

Alla vega það mikil leti á bænum að það er ekki séns að maður nenni að fara að taka til á blogginu eftir diskastæðuvesenið hjá þeim mbl-mönnum. Það verður bara að bíða vorhreingerningarinnar.

Vona að þið hafið það ljúft yfir helgina ógurlegu - ég mun alla vega gera það.

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband