Færsluflokkur: Bloggar

Kisuneyð

Var að fá þær fréttir að kisan mín er ekki lengur velkomin þar sem hún er vegna ofnæmis Frown.

Er ekki einhver góðhjartaður lesandi þessa bloggs sem getur hugsað sér að taka að sér hana Krúsí okkar?
Hún þarf ekki mikið meira en klapp öðru hvoru og mat í dallinn sinn.
Hún er útiköttur, búið að taka hana úr sambandi og það þarf lítið að hafa fyrir henni.

Mér þætti alveg hrikalegt ef það þyrfti að svæfa hana og ég væri ekki einu sinni hjá henni Frown.

Ef einhver getur tekið hana að sér þá vinsamlega sendið mér skilaboð í Athugasemdum eða í Gestabókinni.

B


Ber um ber frá berjum til berja

Ég er búin að eiga alveg frábærlega notalega og góða daga undanfarið.
Það er svo ljúft að vera hjá múttu í "nýja" kotinu hennar að ég gæti sko alveg hugsað mér að eiga bara heima hérna - er samt ekki viss um að múttan mín vilji hafa 5 aukamanneskjur á heimilinu svona að staðaldri Wink.
Sambúð 3ja kynslóða gengur samt vonum framar og það er heilmikið búið að bralla og aðallega malla.

Við mamma erum nefnilega búnar að fara á Suðurnesin og tína fullt af krækiberjum sem voru sultuð og söftuð.
Réðumst svo á garðinn og þar moraði allt í Sólberjum og Rifsberjum sem voru sömuleiðis tekin og sultuð, geluð og söftuð.
Afraksturinn er krækiberjahlaup og saft sem fór í vaskinn Pinch.
(Við mamma erum vissar um að ástæða þess að þetta var nánast óætt sé sú að krækiberin sem við tíndum voru bara eitthvað bragðlaus.)
Sólberjasulta, saft og hlaup sem er svo hrikalega gott að það er nánast ólýsanlegt.
Rifsberjahlaup sem er bara mjög vel heppnað.

Niðurstaðan er sú að vera ekkert að þvælast út á Suðurnes þegar eigin garður gefur mun betri afurðir = Grasið (berin) eru EKKI grænni (svartari/rauðari) hinum megin!

Þar til næst...

B


Klukkedíklukk

Ég var klukkuð og skilst að þá eigi ég að segja 8 staðreyndir um sjálfa mig - væntanlega staðreyndir sem eru ekki almenn vitneskja.

  • Ég hef átt 20 heimili yfir ævina (og þá tel ég ekki með svona millibilsheimili eins og ég á núna).
  • Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða rithöfundur þegar ég yrði stór.
  • Ég elska að gúffa og tjatta með Mörtu - samt ekki eins mikið og ég elska að fá mér rautt og tjatta með henni Wink
  • Ég elska handtöskur - samt ekki eins heitt og Bettý elskar þær Tounge.
  • Ég hef alveg jafn gaman af Teen Titans og X-men teiknimyndasögum og 11 ára sonur minn.
  • Ég grét yfir síðustu Harry Potter bókinni Frown - versta var að ég sat í flugvél og hafði lítið prívasí.
  • Ég þoli ekki að þrífa en finnst bara gaman að taka til - alla vega svona oftast Halo.
  • Humm, hvað meira? Jú, dóttir mín var að minna mig á eitt, ég hef séð Galdrakarlinn frá Oz svona milljón sinnum og kann hana utanað orð fyrir orð (sponsið var nefnilega að syngja "come out, come out, wherever you are Wizard).

Ég er að hugsa um að klukka Eddu frænku í London, fínu frúna í H100 og McHillary in da Fjord.

Þar til næst...

B


Pappakassadraumur

Mig dreymdi svo voðalega furðulega í nótt.

Mig dreymdi að ég ákvað að eignast barn.
Og fyrst ég var að þessu á annað borð ákvað ég að eiga bara 2 (í einu).
Svo fékk ég þau - send Woundering. Þau komu nefnilega í svona litlum pappakössum.
Þetta voru tveir strákar, ósköp ljúfir og fínir.
Þetta var svo assgoti sniðugt að ég ákvað að eignast bara 2 í viðbót.
Fékk kassana, annar var blár og hinn bleikur.
Varð svolítið glöð að fá nú alla vega eina stelpu.
En stelpukassinn var tómur... Skoðaði hann betur og sá að þetta var kassinn sem sponsið hafði komið í fyrir 9 árum síðan Woundering.

Þegar ég vaknaði var ég alveg viss um að þetta væri voðalega merkilegur draumur sem boðaði eitthvað magnað.
Svo þegar ég hugsaði þetta betur þá komst ég að því að ég er bara búin að umgangast pappakassa aðeins of mikið, aðeins of náið.

Þar til næst...

B


Heimsóknir

Mikið rosalega hef ég verið vinsæl síðustu daga, ég er eiginlega bara í sjokki FootinMouth.  Um 100 manns á sólarhring í 2 daga og enginn kvittar fyrir sig svo ég veit ekkert hverjir eru að reka nefið hingað inn...
Ekki eins og ég hafi verið að blogga eithvað mikið og merkilegt, ekki nema það sé færslan hérna fyrir neðan sem veki svona mikla athygli?

Spyr sú sem ekki veit Sideways.

Þið megið alveg vera svo indæl að kvitta þegar þið kíkið inn, annað hvort í gestabókina eða bara í athugasemdir, annars er hætt við að ég hreinlega springi úr forvitni.

Þar til næst...

B

*Var að átta mig á mistökum mínum, þetta eru ekki svona margir að kíkja í heimsókn heldur eru bara svona margar flettingar :). Alveg var það ágætt, mér er mikið létt*


Hætti við

Ætlaði að blogga en nenni því bara ekki - er ekki gott að vita það?

Þar til næst...

B


Orsök og afleiðing

Þetta er greinilega rétt - ég meina þeir gerðu þessa rannsókn og þetta eru niðurstöðurnar - en það er spurning hvernig maður ætlar að túlka þær?
Kannski svolítið fáránlegt að áætla að stjörnumerkið hafi eitthvað um þetta að segja.
Er ekki líklegra að það að steingeitur eru flestar fæddar í byrjun janúar og fá þ.a.l. bílprófið fyrstar félaga sinna hafi meira með þetta segja en hvort maður sé í stjörnumerkinu steingeit eða ljón?

Myndi halda það sko...

B


mbl.is Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitt og þetta

Ég er búin að vera með svona 10 blogg í kollinum undanfarið, alltaf á leiðinni að setjast við tölvuna og henda einhverju inn en það kemur alltaf eitthvað uppá sem stoppar það og þá er "andinn" farinn.

Langaði t.d. að blogga um hversu lygilega gott veður hefur verið undanfarið, ég veit samt að það eru líklega allir búnir að tala um það - við alla - en ég verð bara að kommenta á þetta! Það liggur við að ég grátbiðji um rigningu svo það sé ekki alveg eins erfitt að vera inni með nefið oni pappakössum allan daginn alla daga.

Svo verð ég eiginlega að minnast á frábæra saumaklúbbinn sem ég var í í gærkvöldi, mikið rosalega á ég skemmtilegar, fyndnar og frábærar vinkonur Smile, ég er ennþá með aulaglottið fast á andlitinu og þvílíkar harðsperrur í maganum eftir að hafa vælt úr hlátri nánast stanslaust allt kvöldið - spaðafimma til ykkar!

Og talandi um saumaklúbbinn, fór mikið að spá í alls kyns skammstafanir á leiðinni heim. Hvað þýðir t.d.
MSN - Mikið Spjallað Nánast (stanslaust)?
SMS - Senda Mörg Skilaboð?
KGB - ???
ÁST (bara fyrir þig Inga)

Veit það einhver?
Og af hverju gerum við Íslendingar svona lítið af því að skammstafa löng og óþjál nöfn - t.d. á fyrirtækjum? Meina - Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins? Rannsóknarstofnun Landspítala Háskólasjúkrahúss? Eina sem ég man eftir í fljótu bragði sem er skammstafað í daglegu tali er RLR (og ekki vegna persónulegra kynna) og jú auðvitað KHÍ Wink.

Jæja, ætla að hætta þessu bulli í bili. Þarf að fara að sinna öllum tómu kössunum mínum og pakka ofan í ferðatöskurnar. Verð í USAnu næstu vikuna.

Þar til næst...

B


Hálfnað er verk...

þá hafið er - my XXX!

Fór í morgun og keypti mér 50 stykki pappakassa. Hrúgaði þeim inn, bretti upp ermarnar og réðist á fyrsta bókaskápinn.
Bókaskáparnir í skrifstofuherberginu eru 5, mér tókst að tæma 3. Búin að pakka ofan í 6 kassa - bara bókum!
Var ekkert smá ánægð með sjálfa mig.

Þangað til ég fór fram og leit aðeins í kringum mig.
Þá féllust mér eiginlega bara hendur og það lá við að ég brysti í grát.

Með þessu áframhaldi verð ég búin að pakka niður svona um það leyti sem jólaskrautið á að fara upp.

Nú sé ég ekki heimilið mitt lengur, ég sé bara stöff sem þarf að pakka niður.
Versta er að ég veit að sama hvað ég verð dugleg næstu vikur ég mun samt verða að rífa útúr síðustu skápunum tonn af einhverju dótarí sem ég hef ekki munað eftir, frameftir nóttu fyrir afhendingardag.

Ég komst reyndar líka að því að það er hægt að vera með bóka- og/eða lestrarfíkn. Ég skil bara ekki hvaðan allar þessar bækur komu!
(þetta skýrir kannski af hverju Amazon kallar mig "Most esteemed customer"?).

Jæja, lítið við þessu að gera nema gráta í hljóði og halda áfram að pakka.

Þar til næst...

B


Fyrir vini og vandamenn

Hef fengið kvartanir yfir lélegu upplýsingastreymi inn á þessa síðu en ég er að hugsa um að halda þessari fyrir mínar pælingar og vangaveltur sem tengjast ekki endilega fjölskyldunni.

Ég ákvað nefnilega um daginn að stofna svona fréttasíðu fyrir vini og vandamenn.
Þar kem ég með update á fyrirhuguðum flutningum og fleira spennandi úr lífi fjölskyldunnar ;).

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband