Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2007 | 12:53
Svíar kokhraustir
Þetta las ég á blogginu hennar Þóru frænku í Svíþjóð:
"Svíar tala um að þeir hafi lent í góðum og léttum riðli. Þeir gengu meira að segja svo langt að segja að þeir þurfi litlar áhyggjur að hafa af Íslandi og Slóvakíu. Þeir eru semsagt bara hræddir við Frakkland. "
Við þurfum sko aldeilis að sýna þeim í 2 heimana og hvar Davíð keypti ölið! Maður þyrfti helst að vera þarna til að sýna þeim þetta allt saman!!
Það þarf alla vega að lækka verulega í þeim rostann!
Hana nú!
B
![]() |
Ekkert hægt að væla yfir þessu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 21:44
Ég elska...
þessa stráka! Alla með tölu !
Áfram Ísland!!!
![]() |
Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 15:39
Stelpur vs. strákar
Ef einhver hefði spurt mig fyrir 2 dögum hvort ég teldi að væri erfiðara - að halda afmæli fyrir 10 stk 9 ára stelpur eða 10 stk 11 ára stráka hefði ég skotið á stelpurnar án þess að þurfa að hugsa mig mikið um.
Reyndi er sko akkúrat öfug!
Ég hef sjaldan vitað eins mikið læti, væl og stæla og á 11 ára hópnum sem var hérna í dag. Akkúrat svona vesen og ég hefði búist við af stelpuhópnum sem var hérna í gær.
"Ég vil ekki svona"
"Ég nenni ekki þessu"
"Hann var að stríða mér"
"Ég er bara farinn heim"
Og ég veit ekki hvað...!
Eins og einn þeirra sagði: "Mikið rosalega eruð þið miklar kellingar strákar".
Þar til næst...
B (búin með afmælispakkann þetta árið)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 13:56
New York minute
Ég hef nú sjaldan talið mig eitthvað ofurrólega manneskju en aldrei gæti ég búið inni á Manhattan, NY! Hraðinn á fólkinu þar er alveg ótrúlegur!
Og Hellisbúin er sko alveg búin að ná þessum New York búa hraða - heldur betur!
Við erum semsagt búin að vera að flýta okkur í 4 daga! Líka þegar við höfðum nógan tíma!
Ég þurfti að hlaupa við fót til að hafa í við minn mann og það er sko ekkert sem heitir að rölta um og skoða eða chilla - ónei. Held ég hafi aldrei hlaupið eins hratt í gegnum Gap, H&M, Macy's og einhverjar fleiri búðir sem ég náði ekki að lesa nöfnin á sökum hraða.
Það er sko ekki séns að ég nái að versla nokkuð á svona hraða, rétt náði að rífa með mér buxur, tösku (auðvitað), skópar og peysu og kalla mig sko góða!
Kannski að það hafi verið tilgangurinn hjá Hellisbúanum - humm?
Við náðum alla vega að gera allt sem við ætluðum að gera þó svo að ég hafi ekki náð að gera allt sem ég ætlaði mér.
Þar til næst...
B
Fyrir þá sem skilja ekki fyrirsögnina þá er hér skilgreining á New York minute:
A New York minute is a very short period of time, sometimes significantly shorter than sixty seconds, and sometimes a form of hyperbole for "perhaps faster than you would believe is possible". The term refers to the common perception that New York City is very busy, with much happening at all hours of the day, and people often in a hurry and likely to be impatient.
Johnny Carson once described a New York Minute as being the time it takes "From the (traffic)lights to turn green, till the guy behind you starts honking his horn".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 08:53
Að storka örlögunum
Keyrði Austur fyrir fjall um helgina. Sá ótrúlega tölu á skiltinu við bílhræin tvö við vegarkanntinn.
Skrítið að maður hugsi að það sé frábært að það hafi BARA svona og svona margir látist í bílslysi á árinu, það er auðvitað alveg hrikalegt að það hafi einhver látist í bílslysi á árinu, en það er samt gott að það séu ekki fleiri.
Mér finnst einhvern veginn að það megi helst ekki ræða þetta - þá sé maður að storka örlögunum. Ákvað þess vegna að minnast ekki á þetta í sveitasælunni.
Er svo ekki bara fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í dag um akkúrat þetta - ussussuss!
Vona að þetta sé bara kjánaleg hjátrú í mér og að talan á skiltinu eigi ekki eftir að breytast.
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 10:51
Flutningar
Það er sko meira mál en ég hélt að finna sér húsnæði í Amríkunni.
Í fyrsta lagi þarf að finna sér bæ eða borg sem maður getur hugsað sér að búa í og það er hægara sagt en gert.
Var búin að finna borg sem við fyrstu sín virtist vera akkúrat það sem við vildum - húsin fín og flott og á góðu verði (þarna hefði maður strax átt að fatta að eitthvað var ekki í lagi). Þegar hverfið er komið þarf maður að finna út hvaða skólar þjónusta því og við þurfum 3 mismunandi skóla - elementary, middle og high school - svo það er heilmikil research sem fylgir því.
Þessu hverfi fylgdi flottur elementary skóli fyrir sponsið, high skólinn fékk góða dóma en middle skólinn var bara einn fyrir ansi stórt svæði. Enda ganga rúmlega 1400 nemendur í hann.
Þetta leist mér ekkert á fyrir frumburðinn en ákvað samt að kanna borgina nánar.
Google skilaði mér fréttum um klíkuvandamál og óeirðir og Wikipedia talar um vaxandi vandamál, aukna glæpi - nauðganir, morð og fleira þvílíkt - ekki alveg það sem mann dreymir fyrir fjölskylduna sína.
Þetta er ekki fyrsti bærinn eða borgin sem fór svona - leit vel út í byrjun var svo eins og rotið epli við nánari skoðun. Það lá við að ég gæfist upp og hætti bara við þetta.
Ég hélt samt áfram að leita og er búin að finna bæ - eða eiginlega þorp - sem lítur vel út. Lítur vel út online alla vega, spurning hvað verður þegar við förum að skoða næstu helgi.
Meira síðar...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 15:24
Baðherbergisblús
Ég ætlaði að skrifa hérna langa og færslu um hrakfarir okkar í samskiptum og viðskiptum við Bykó en ég nenni því ekki.
Þetta yrði fjögra síðna færsla sem væri svo leiðinleg að það myndi enginn nenna að lesa hana.
Læt bara duga að benda þeim sem þykja vænt um geðheilsuna á að versla EKKI eitt stykki baðherbergi af Bykó, eiginlega mæli ég ekki með því að versla neitt af þeim nema þú getir haldið á því, gengið með það að kassanum, borgað og labbað með það út.
Við byrjuðum á baðherbergisævintýrinu í febrúar.
Því er ekki enn lokið (og Bykó á stóran þátt í því).
Í dag brotnaði spegill númer 3 við ásetningu, eins og spegill númer 1, spegill númer 2 var skorinn vitlaust af speglagerðinni og náði því ekki að brotna við ásetningu.
Rafvirkinn kom og undirbjó ljósaísetningar - og tók rafmagnið af hjónaherberginu í leiðinni.
Það var á miðvikudaginn, hann kemur í fyrramálið og lagar.
Þetta er bara svona smjörþefurinn af því sem hefur gengið á hjá okkur undanfarnar vikur.
Ég er hætt að kippa mér upp við þetta, eiginlega farin að hlæja bara að þessu.
(það er samt ekki frá því að það sé smá móðursýkistónn í hlátrinum).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 08:27
Samskiptaleysi
Alveg er það ótrúlegt hvað öll samskipti minnka þegar skólanum lýkur.
Bara fyrir viku síðan dundu á mig tölvupóstar, allir að spjalla á msn, nóg um að vera í fjarkennsluumhverfinu en ég hafði lítinn sem engan tíma til að sinna því.
Núna hef ég nógan tíma en þá dettur ekki einu sinni inn hjá mér email - nema kannski frá Amazon og Icelandair en þau teljast ekki með (þó ég sé farin að lesa þau af mikilli athygli af því ég fæ ekkert annað).
Það eru ótrúlega fáir online, allir eitthvað bissí nema ég.
Humm, ég þarf kannski að fá mér líf..?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2007 | 22:21
Ohh what a world, what a world
Stjórnin fallin og Evrópsk heimsmynd rammskökk til austurs.
Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út þegar maður vaknar á morgun. Kannski vaknar maður bara í moldarkofa í þriðja heims ríki?
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 13:08
Óákveðin
Það er ekkert skrítið að ég sé óákveðin fyrir komandi kosningar. Tók þetta próf hér og útkoman er þessi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 18.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 29%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Efast um að þetta sé marktækur munur.
Ætti kannski að taka prófið aftur eftir 4 daga, þegar ég verð búin í prófunum og hef pláss fyrir eitthvað annað í kollinum á mér en 100 milljón hugtök (ég er ekki að ýkja!).
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)