Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Á fólk ekkert líf?

Eða heitir þetta list (lyst)?
Ég veit ekki hvað ég gerði við Hellisbúann ef hann tæki upp á því að senda mér myndir af öllum matnum sínum þegar hann er í útlandinu. Ég myndi alla vega ekki geyma þær og raða þeim í röð. Hvað þá að hafa þær til sýnis einhvers staðar.

Reyndar væri þetta örugglega ágætis forvörn fyrir þá sem eru í aðhaldi. Að horfa á myndir af ÖLLU sem þú hefur látið ofan í þig í heilt ár! Mér verður bumbult við tilhugsunina!

Það er sko margt skrítið í kýrhausnum....

B


mbl.is Myndaði allar máltíðir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg um blogg

Hef verið að velta fyrir mér þessu fyrirbæri - bloggi. Þær eru orðnar ansi margar bloggsíðurnar í "uppáhalds" hjá mér og þannig ansi mörg líf sem maður fylgist með á degi hverjum.
Sumar síður eru svona almennar, bara um allt og ekkert og daginn og veginn. Aðrar eru mjög persónulegar, allt um hagi og líðan viðkomandi þannig að manni fer að finnast maður þekkja hann/hana ansi vel. Tekur þátt í sorgum og sigrum, gleði og leiða, jafnvel þunglyndi eða ofbeldi.
Þeir sem eru persónulegastir eiga það sammerkt að skrifa, langflestir, undir dulnefni.
Í þeim tilfellum er bloggið þá væntanlega einhvers konar útrás og líklega ekki ætlast til þess að margir viti hver bloggarinn er. Nema þá að bloggarinn vonist til þess að þeir sem hann upplifir að hafi gert á hlut sinn lesi bloggið og sjái að sér?
Eitt er þó víst og það er að enginn bloggar fyrir sjálfan sig, markmiðið hlýtur alltaf að vera að einhver lesi bloggið þitt. Hvort sem þú reynir að vekja kátínu, reiði, skömm eða fræða lesandann.
Líklegast er þetta þó einhvers konar athyglissýki???

Skiptir ekki öllu svosem, það eru ansi margir góðir pennar þarna úti sem gaman er að lesa. Gaman stundum að fara á bloggráp - fara inn á einhverja bloggsíðu og þaðan inn á einhvern sem viðkomandi bloggari er með í "vinum" eða álíka og svo koll af kolli. Hef þannig dottið niður á nokkra sem ég þekki persónulega og fundið marga gullpenna Koss. Mæli með þessu fyrir þá sem hafa EKKERT betra að gera Brosandi

Þar til næst...

B


Aumingjans, greyið Clooneymann

Bara verið að skilja hann útundan!?
Var ekki búið að kenna Brad og Matt að það er ljótt að skilja útundan? Á ég að hugga geyið? Kyss'á báttið?

Annars kannast maður nú alveg við þetta úr saumó, þær sem eru fyrstar og síðastar í barneignum verða oft hálfútundan í samræðunum.
Þær sem eru fyrstar eru útundan af því hinar skilja ekkert (og/eða hafa takmarkaðan áhuga) og þær sem eru síðastar af því að hinar eru búnar með bleyju/tanntöku/brjóstagjafapakkann.

Clooneymann ætti því að drífa sig í að koma með eitt, bara svo hann lendi ekki líka í seinni hópnum.

Þar til næst...

B


mbl.is George Clooney barnlaus og útundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hefði nú alveg getað sagt þeim þetta...

Trúi því stundum varla að börnin mín séu skyld. Þau eru ekkert smá ólík.
Hann einmitt með ábyrgðina á hreinu - stundum einum of ábyrgðarfullur - og hún til í allt. Hún er einmitt mjög dugleg að sækja þá athygli sem henni ber - og stundum meira til Koss.
Þetta passar alla vega allt upp á 10, þeir hefðu alveg getað sparað sér vinnuna og aurinn sem fór í þessa rannsókn og talað við mig.

Þar til næst...

B


mbl.is Yngri systkin eru fjörugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvuð?

Ég hlýt að vera undir einhvers konar bölvun!
Ég er búin að missa af báðum brúðkaupunum sem mér var boðið í í sumar -  og bæði voru brúðkaup sem mig virkilega langaði að vera viðstödd.
Náði reyndar athöfninni í gær, en náði ekki veislunni þar sem klóið mitt þurfti áríðandi á faðmlagi að halda. Mikið er ég samt fegin að ég náði að komast í athöfnina
Ég er farin að hallast að því að forlögin hafi komið í veg fyrir að ég færi í brúðkaup í sumar - líklega vegna þess að ég hefði eyðilagt fyrir einhverjum ef ég hefði verið á svæðinu. Kannski skálað af of mikilli innlifun og orðið mér og brúðhjónum til skammar, eða dottið á brúðartertuna, eða spurt systur brúðgumans hvort hún væri mamma hans, eða spurt brúðurina hvað hún væri komin langt á leið - eða eitthvað í þessum dúr Koss.

En athöfnin var einu orði sagt yndisleg!  Mikið ofsalega var hún falleg, ég fæ ennþá tár í augun þegar ég hugsa um hana. Ég held ég hafi bara aldrei séð fallegri brúður og klökkari brúðguma Glottandi. Ræðan létt og skemmtileg en samt ofsalega falleg, söngurinn alveg meiriháttar og bara yndislegt allt. 

Ég ætla hér með að fara fram á myndasýningar! Eina í Mávahlíð og eina í Þingásnum - sem allra, allra fyrst!

Bettý og Sjonni - innilega til hamingju með gærdaginn og hvort annað. Megið þið alltaf vera jafn hamingjusöm og yndisleg.


c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_myndirnar_minar_blomvondur_48741.jpg

Dæmir með hjálp ósýnilegra dverga - allt er nú til!

Maður getur alveg séð fyrir sér málaferlin sem verða vegna þessa.
Dæmdir morðingjar og nauðgarar fá dómnum hnekkt því dómarinn var kúkú...

Annars þykir mér þetta alveg óborganlega fyndið - alveg hillarious!
Væri sko alveg til í að hitta þennan og dvergana líka!

Þar til næst...

B


mbl.is Dómara vikið úr starfi vegna samskipta við ósýnilega dverga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfnast þeir frekari sönnunar???

Global warming

Eða hvað?


Meira af Magna

Mér þóttu grunsemdir mínar hér að neðan vera staðfestar í gærkvöldi.
Þegar Magni söng botn3 lagið sitt Creep.
Sérstaklega þegar hann söng (með sérstakri innlifun) "what the hell am I doing here? I don't belong here".
Augnaráðið þrungið merkingu.
Og viðbrögð hans þegar hann var ekki sendur heim (as if!) túlkaði ég sem hálfgerð vonbrigði.
Það er svoldið halló hvað Supernova gaurarnir stjórna algjörlega hverjir eru á botninum í hverri viku. Þeir gefa aldrei upp stigafjöldann á bakvið sætin svo þeir gætu í raun alveg raðað þessu eins og þeir vilja án þess að kjósendur fái nokkru um ráðið.

Þar til næst...

B


Magni Okkar

Ég hef, eins og svo margir aðrir, fylgst með Magna Okkar í Rockstar Supernova undanfarnar vikur.
Finnst hann standa sig frábærlega!
Og ef maður á að trúa spjallþráðum á vefnum þá gæti hann bara alveg haft það sem þarf til að vinna þessa keppni. Nema helst til sviðsframkomu (ekki nógu mikið sjó) og klæðaburð (vona að hann fari nú ekki að apa eftir Zayru).
Samt, þegar ég horfi á raunveruleikaþættina þá finnst mér hann stundum ekki vera alveg 100% í þessu. Gæti verið - bara svona pæling sko - að Magni vilji ekkert endilega vinna þessa keppni? Ég get alveg séð fyrir mér að hann hafi tekið þátt í prufunum bara svona upp á fönnið og jafnvel ekkert spáð í framhaldinu. Jafnvel ekkert átt von á því að vera kominn hálfa leið yfir heiminn nokkrum vikum seinna. Hvað þá að þurfa að setja það á Planið að flytjast út í geðveikina í Hollívúdd.
Það er nefnilega svoldið annað að vera heimsfrægur á Íslandi eða vera Heimsfrægur Koss.
Hvað sem þessum pælingum líður þá er mjög gaman að fylgjast með honum - ég er t.d. ein sem vissi varla hver hann var áður en hann fór út - og ég vona að hann komist eins langt og hann sjálfur óskar.

Þar til næst...

B


Er hamingja kvenna mæld í kílóafjölda?

Ég veit allt um hvað offita og hreyfingarleysi getur haft slæm áhrif og hreinlega verið hættuleg enda er ég frekar að tala um "mjúku" konuna. Svona Monroe týpur - sem þóttu einu sinni megabeib. Ef maður les blöðin og fylgist með auglýsingum í hinum ýmsu miðlum þá er ekki annað að sjá en að kona geti ekki verið hamingjusöm nema hún sé í (eða helst undir) kjörþyngd. 
Hver ákvað að kona þyrfti helst að vera eins og tíu ára strákur í laginu til þess að vera "flott"?
Hverjum finnst það "flott"???
Frekar perralegt ef maður hugsar útí það.
En aftur að upphaflegu pælingunni.

Getur kona sem er yfir kjörþyngd verið virkilega trúlí hamingjusöm? Er hún kannski alltaf með þessi "auka"kíló í kollinum - hvað sem hún tekur sér fyrir hendur?
Þegar hún verslar í matinn.
Þegar hún kaupir sér föt.
Þegar hún fer í saumaklúbbinn.
Þegar hún fer í sund.
Þá er ég ekki að meina að hún sé heltekin af þessu, heldur meira að þetta sé alltaf þarna "in the back of her mind" - svona eins og karlmenn hugsa um kynlíf 10 sinnum á sek.

Svona eins og með hár. Fyrir 50 árum síðan þótti allt í góðu að konur hefðu smá lubba á fótunum eða undir höndunum.
Í dag eru konur "ógeðslegar" með þessi sömu hár. Eiga helst ekki að hafa hár á lærum, handleggjum, andliti eða annars staðar á líkamanum - erum við ekki komin aftur að 10 ára stráknum? Hummmm?

Hvar endar þetta eiginlega? Ég bara spyr?!

Þar til næst...

B (loðin, mjúk týpa á leiðinni í vax og megrun).



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband