Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Frábært lag

Var alveg búin að gleyma hvað þetta er geggjað lag.
Myndbandið er reyndar frekar steikt en það þarf ekkert að horfa á það til að njóta lagsins.

Þar til næst...

B


Fréttin eins og hún kom úr kúnni

er alveg sláandi.
Var einmitt að ræða þetta yfir kvöldverðarborðinu í gær og ég verð að segja að maður trúir varla sumu sem þarna kemur fram.

Fréttin er hérna Spoilt children disrupt schools

Hún gengur eiginlega út á það að kennarasamtök í UK eru að fara fram á að yfirvöld hjálpi eða hreinlega kenni foreldrum að segja NEI við börnin sín - og margt fleira, hvet ykkur til að lesa hana.

Hérna eru nokkur dæmi um foreldra sem kunna ekki að segja nei:

"mother who celebrated the fact she had been able to get her five-year-old to bed at 1am instead of his previous bedtime of 3am. "
"It also told of a seven-year-old who smashed up his Playstation in a tantrum, then spent a week pestering his mother until she bought him a new one."
"some parents simply could not say "no" when their children demanded televisions and computers in their bedrooms."

Þetta verða pottþét heilbrigðir og flottir einstaklingar þegar þeir vaxa úr grasi. Ætli þetta sé svona slæmt á Íslandi? Foreldrar sem kunna bara alls ekki að segja NEI við börnin sín? Og verðlauna þau fyrir frekjuköstin og suðið?
Þekki sem betur fer engin svona dæmi.

Þar til næst...

B


mbl.is Foreldrar barnanna oft til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskaeggjablús

Af því ég er ekki wannabe rithöfundur þá er ég ekkert hætt að blogga, er bara andlaus.

Svo fæ ég heldur ekkert páskaegg og er búin að nota síðustu daga til að reyna að feisa heiminn eftir að ég uppgötvaði þessa hræðilegu staðreynd. Lagðist sko í rúmið í 2 daga við fréttirnar, er rétt að skríða á fætur en er ekkert viss um að ég geti meikað lífið næstu daga svona páskaeggjalaus.

Ákvað að fyrst ég fæ ekkert alvöru páskaegg skyldi ég reyna að fylla í skarðið með útlenskri páskakanínu frá Cadburys eða Herseys. Komst þá auðvitað að því að páskadraslið sem ég er búin að hafa fyrir augunum síðasta 1 og hálfan mánuðinn er allt BÚIÐ! Bara til eitthvað óbjóðslegt páskakanínugúmmídrasl sem enginn vill (og þess vegna ennþá til).

Núna þarf ég að koma mér í andlegt ástand sem gerir mér kleift að horfa á börnin borða sín páskaegg án þess að breytast í Hómer Simpson og með slefuna lekandi úr munninum rífa eggin af börnunum mínum og troða þeim í andlitið á mér.

Andlegur styrkur vel þeginn...

B


Blóðsugur internetsins

Þessi færsla er svo flott að ég bara verð að linka á hana hérna.
Ég veit að margi bloggararnir hérna eru wannabe rithöfundar - ef þú ert einn af þeim þá er þetta skyldulesning!

Ein setning til að gefa innihaldið til kynna: "Compared to the studied seduction of the novel, blogging is literary pole dancing."

Höfundurinn er Robin Hobb, ein af mínum uppáhalds fantasíurithöfundum.

Og hérna er færslan:

Vampires of the Internet

Þar til næst...

B


Sannleiksstundin! - eða Margur verður af aurum api

Núna held ég að botninum í raunveruleikasjónvarpi sé náð.

Á miðvikudagskvöldum hérna í USA-nu er sýndur "spurningaþáttur" sem nefnist The Moment of Truth. Þátturinn gengur í stuttu máli út á það að "þáttakandi" er spurður spurninga, hver annarri þyngri, hver ígildi peningaupphæðar sem hækkar auðvitað eftir því sem spurningarnar "þyngjast".
Í kynningu á þættinum segir að þetta sé eini spurningaþátturinn þar sem keppendur vita spurningarnar og svörin áður en þeir setjast "in the hot seat".

Þátturinn gengur nefnilega út á það að "keppandinn" er spurður fullt af spurningum fyrir þáttinn. Persónulegum spurningum um hann og fjölskyldu hans. Hann er tengdur lygamæli sem metur hvort svörin hans eru sönn eður ei.
Svo mætir hann í sjónvarpssal og með maki, foreldri og vinur/vinir og þarf að svara þessum sömu spurningum fyrir framan "alþjóð". Hann svara með jái eða neii og rödd í hátalara segir "That answer is ........ (trommusláttur og spennuþrungin bið) True (eða False)"

Eins og þið getið ímyndað ykkur er ekki verið að spyrja hvort hann borði alltaf grænmetið sitt eða bori í nebbann þegar enginn sér til - nei, spurningarnar eru mun persónulegri og stundum bara hreinlega vondar.
Dæmi um spurningar eru:
Hefurðu stolið frá vinnuveitanda þínum?
Heldurðu að þú sér fallegastur af vinum þínum?
Langar þig að "skemmta þér" með einhverjum vinnufélaga?
Hefurðu þegið borgun fyrir "skemmtun"?
Hefurðu skemmt þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Langar þig að skemmta þér með vinkonu/systur/mömmu konunnar þinnar?
Finnst þér xxxx vinur þinn vera ljótur?
Og fleira (og verra) sem ég vil ekki setja hérna inn.

Stundum gengur þetta svo langt að m.a.s. stjórnandanum Mark Walberg (sá sem stjórnaði Temptation Island) blöskrar og ítrekar að fólk geti hætt hvenær sem er og tekið aurinn sem það er þegar komið með. Hvetur fólk til að vega og meta hvort grátur eiginkonunnar (á sviðinu með honum) sé meira virði en peningarnir sem eru í boði.

Það versta við þetta allt er samt hversu margir eru tilbúnir til að láta allt flakka, sama hvern þeir særa og hvað þeir viðurkenna upp á sig margan ósómann, bara fyrir aurinn.

Og ég vil að það komi fram að þessi vitneskja mín er ekki af því að ég sit límd yfir hverjum þætti Wink heldur er hann auglýstur grimmt alla daga. Ég reyndi að horfa á einn þátt en það er hreinlega bara sárt að fylgjast með þessu og ég gafst upp þegar viðkomandi var spurð hvort henni þætti tengdamamma sín viðbjóðsleg af því hún var svo feit.

Ég er svolítið spennt að vita hvort þessi þáttur verði langlífur.

Þar til næst...

B
ps. (sumt í færslunni er barna-ritskoðað af augljósum ástæðum)


Ofurlaunaðir kennarar

Stal þessu af annarri vefsíðu - þetta miðast reyndar við Bandaríkin en er samt mjög áhugavert:

"Highly Paid Teachers"

Aren't You All Sick Of Those Highly Paid Teachers?

Their hefty salaries are driving up taxes, and they only work nine or ten months a year! It's time we put things in perspective and pay them for what they do… baby-sit!

We can get that for less than minimum wage. That is right. I would give them $3.00 dollars an hour and only the hours they worked, not any of that silly planning time.

That would be $19.50 a day (7:45 AM to 4:00 PM with 45 min. off for lunch).

Each parent should pay $19.50 a day for these teachers to baby-sit their children.

Now, how many do they teach in a day… maybe 30?
So that's 19.5 X 30 = $585.00 a day.

However, remember they only work 180 days a year! I am not going to pay them for any vacations.

Let's see . . .. that's $585 x 180 = $105,300 per year.

(Hold on! My calculator must need batteries!)

What about those special teachers and the ones with master's degrees? Well, we could pay them
minimum wage just to be fair, round it off to $7.00 an hour.
That would be $7 times 6-1/2 hours times 30 children times 180 days =$245,700.00 per year.

Wait a minute, there is something wrong here!

There sure is, duh!

(Average teacher salary $50,000/180 days = $277 per day/30 students = $9.23/6.5 hours = $1.42 per hour per student.)
Very inexpensive babysitter and they even educate your kids! Crazy!

Þar til næst...

B


Af handahófi

- var að eignast litla frænku Grin
- www.waterfront.is
- 364 dagar til næstu árshátíðar! GrinGrinGrin
- Wink 2008
- verkefnið loksins búið Wink bara ca 10 önnur eftir Undecided
- 2 dagar
- barnapía
- Á leið til Danmerkur um páskana
- bíó klúbburinn
- ísland í apríl og heimsæki skólann hlakka til að hitta alla í bekknum
- Til hamingju með afmælið Helena mín HeartGrin - aaaaa ísland í apríl Grin
- Askasleikir með Flat Stanley
- Fersk
- hæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæ
- í fríi
- Afmæli
- SmileWinkSmileWink
- lær-andi
- Champions league
- The universe will provide
- You can shine no matter what you're made of Smile

Hvaðan ætli þetta komi??

Þar til næst...

B


"Fagur" fuglasöngur

Ég vakna upp við fuglasöng á hverjum einasta morgni.
Ég vil ekki segja fagran fuglasöng því mér er sko hætt að þykja fuglasöngur fagur. Ég vakna nefnilega við hann klukkan 5 á hverjum morgni.

Hérna í kringum mig eru hrafnar, krákur, álftir, endur, fálkar og svosem eins og 10 þúsund gerðir af alls konar smáfuglum sem ég kann ekki að nefna á nafn.
Og svo má ekki gleyma eymingjans andvaka uglunni sem ú-ú-úar frá svona 5 á morgnana til svona hádegis.

Það er ekki séns að sofa gegnum B-vítans fuglagargið. Þetta er eins og að vera með vekjaraklukku sem spilar aldrei sama lagið - enginn séns að venjast þessu og ekki fræðilegur að sofa við þetta. En núna, klukkan að verða 15, þá heyrist ekki múkk í þeim, ekki píp, ekki ú-ú-ú eða tíst-tíst-tíst eða arg-arg-garg.

Eina huggun mín er að á sunnudaginn fæ ég að færa klukkuna fram um 1 klst. sem þýðir að ég mun vakna við fuglapíp klukkan 6.

Þar til næst...

B


Obama vs. Clinton

Ég verð nú að segja að ef ég ætti að kjósa útfrá þessum myndböndum einum saman væri ekki spurning að ég myndi kjósa Obama.

En þar sem ég hef ekki kosningarétt hérna í USAnu hef ég bara gaman af þessu öllu saman Wink.

Þar til næst...

B


Kallahjól

Hvers vegna er stöng milli stýris og sætis á reiðhjólum fyrir karla en ekki konur?

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband