Færsluflokkur: Bloggar

Skipulagsleysi

Jæja, þá er maður kominn í sama pakkann og fyrir 11 mánuðum síðan - að pakka niður heilli búslóð Pinch. Get ekki sagt að það sé neitt skemmtilegra 2008 en það var 2007. Eiginlega bara leiðinlegra.

Nú þarf ég að pakka með það í huga að við þurfum að hafa eitthvað af dótinu okkar uppivið þennan mánuð sem við erum á flandri á Íslandi, áður en við fáum búslóðina okkar í hendurnar. Tekur nefnilega heilar 5 vikur að sigla henni yfir hafið. Við erum líka með aðeins meira en tonnið sem við fluttum með okkur út - í tonninu voru akkúrat engin húsgögn Shocking.

Við þurfum því að vera með allt sem þarf í útilegur, sumarbústaðaferðir, sumarbúðaferðir, sundferðir og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Heilinn er nefnilega ennþá að komast í gang eftir afmælishelgina ógurlegu sem er líklega ástæðan fyrir því hvað ég er hrikalega óskipulögð.

PakkaPökkun dagsins hefur farið þannig fram að ég tek kassa og byrja að pakka í hann t.d. bókum. Sé svo spilaskápinn og tek annan kassa og byrja að henda í hann spilum. Man þá eftir bókunum í herbergjum barnanna, tek annan kassa og ræðst á bókaskápana þeirra. Finn spil innan um bækur barnanna og skutla þeim í spilakassann niðri. Heyri þá að þurrkarinn er búinn, tek úr honum og brýt saman rúmföt. Ákveð að það sé óþarfi að vera með öll þessi rúmföt í gangi og tek kassa og byrja að pakka niður rúmfötum. Þau fylla bara hálfan stóran kassa svo það er fínt að henda nokkrum handklæðum ofan í hann líka.

Ég er semsagt ekki búin að KLÁRA neitt. Bara BYRJA Á.
Hversu lengi ætli ég geti BYRJAÐ Á þar til ég er búin að KLÁRA?

Þar til næst...

B


Meira af snyrtistofum

Það er eins og ég sé með ammrískar snyrtistofur á heilanum..

Missti andlitið um daginn þegar ég þurfti að reka nefið eina slíka og sá þar sitja eina svona ca 6 ára með fingurna útí loftið meðan verið var að snyrta fæturna á henni. Stuttu seinna kom kona askvaðandi með eina ca 8 ára í eftirdragi og vildi mani/pedi - fyrir þær báðar!

Toppnum (eða botninum?) var svo náð þegar ein mamman kom útúr bakherbergi með 3 skottur í eftirdragi.
Sú yngsta var varla meira en 4ra ára. Hún var með sitthvern lit af naglalakki á hverri nögl.
Næsta var um 6-7 ára, rosalega flott með skærbleikar neglur í flip-floppunum sínum.
Sú þriðja hefur nú örugglega verið komin langt með að fylla fyrsta áratuginn - enda var hún laaang 'flottust'. Neglurnar hennar voru eldrauðar - á fingrum og tám - og hún hafði greinilega gert þetta oft áður. Á leiðinni út leit hún í spegil og snarstansaði.
'Mamma, augabrúnirnar á mér eru mikið betri en síðast, sérðu!'

Þar til næst...

B


Sorgarstund

Ég fór í Mani/pedi í dag - sem er svosem ekki í frásögur færandi.
Það er frekar skondið hvernig hinir ýmsu kynþættir skipta sér á störfin hérna úti, starfsfólk á snyrtistofum er undantekningarlaust asískt. Flestir sem ég hef komist í kynni við tala litla sem enga ensku og því þarf maður oft að geta sér til um hvað þær eru að bjóða manni eða biðja mann um að gera.

Þetta var frekar einfalt í dag - regular pedicure og manicure.
Ákvað svo á síðustu stundu að láta laga brúnirnar og bað um það (sko augabrúnirnar). Ekki málið.

Eftir hand og fót var mér vísað inn í hliðarherbergi og upp á bekk og Grace hin asíska byrjaði að spyrja mig að einhverju. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf skilið hvað hún var að spá.
Endaði með að hún teiknaði á ennið á mér og þá fattaði ég að hún var að spyrja hvort ég vildi hafa augabrúnirnar í boga eða beinar.
Jamm, erfið samskipti en lukkaðist allt á endanum.

Hún klárar brúnirnar en svo veit ég ekki fyrr en hún kemur með brennheitt vaxsubbið og makar því á efrivörina á mér.
"No no no" segi ég "not there"
"Yes yes yes" segir hún "you need it" (eða eitthvað sem ég skildi þannig)
Og smellti svo á mig papparæmu og kippti fast.

Og þar með kvaddi ég yfirvaraskeggið sem ég er búin að vera að safna mér síðan ég var 15 ára gömul - sniff Frown.

Þar til næst...

B (eins og nakinn barnsrass í framan)


Listelskandi konur

Frekar skondið að sjá að það eru bara konur þarna á sýningunni hans Viggós.
Uppábúnar og sætar konur.
Hvað ætli þær séu að skoða?
Ekki það, dauðöfunda þær alveg Tounge.

Ekki leiðinlegt að spássera um í sparifötunum og 'skoða' þennan myndarmann.

Þar til næst...

B


mbl.is Mikill áhugi á myndum Viggo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mapel Mousedottir

Fékk þetta send núna rétt í þessu (takk Lísa skvísa).
Í miðri frétt er talað við konu fyrir Austan sem lýsir ástandinu eftir jarðskjálftann.
Það sem er svo mikil snilld er að konan er sögð heita Mapel Mousedottir (sjá ca 44 sek inn í myndbandið).

Ég er ferlega forvitin að vita hvað konan heitir í raun og veru Tounge.

B


Einn lítill, tveir litlir ....

þrír litlir kassar. Svo langt er ég komin í niðurpökkun fyrir heimflutningana - 3 kassar Joyful.
Með þessu áframhaldi ætti ég að ná að pakka niður öllu (í eldhúsinu) fyrir heimferð.

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður hangir og gerir ekki neitt, hann bara rýkur áfram með rakettu í botninum - lygilegt alveg!

Ætla samt bara að halda áfram að hanga og gera ekki neitt, veit af fyrri reynslu að þetta verður allt saman ready þegar þarf á að halda.

Þar til næst...

B

Verð eiginlega bara að breyta þessu aðeins. Hanga og gera ekki neitt?! Það er sko barasta ekki satt. Er alveg búin að þvo, þurrka, brjóta saman og ganga frá úr 5 vélum (restin í þvotti), rífa útúr heilum draslaskáp og henda, þrífa og pakka, fara í pósthúsið og búðina, fara í langan göngutúr og já...
Kannski ekkert skrítið að tíminn fljúgi Tounge.

B


Goggi M í Idolinu

Horfði á úrslitin í American Idol á miðvikudaginn.
Nokkuð ánægð með úrslitin en þetta hérna þótti mér samt hápunktur kvöldsins.
Svei mér ef ég lenti ekki í sama problemi og Paula þarna í miðju lagi.
(smá viðbót - þeir sýna ekki skotið af Paulu sem var sýnt hérna í sjóminu, hún átti semsagt í mesta basli með tárin þessi elska).

Hrikalega flottur texti og hann sjálfur - úffff.

 


Bein útsending - online?

Get ekki neitað því að nú læsist um mann þvílíkur Evróvisíónfiðringur að ég get varla á mér heilli tekið.

Veit einhver hvort það sé einhvers staðar hægt að horfa á keppnina á laugardaginn yfir netið? Sko ekki fræðilegur að ein af mínum 289 stöðvum sýni Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva á laugardagskvöldi - ónei, ekki séns!

Anyone?

Þar til næst...

B


mbl.is Ísland verður 11. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krókn

Smá viðvörun!

Ef þú átt einhvern tíma leið í Clearview Cinema í Yonkers, NY skaltu fara í þykkri úlpu og taka með þér húfu og jafnvel vettlinga. Ég veit reyndar að það er erfitt að borða popp með vettlinga en það má alveg taka þá af rétt á meðan maður gúffar í sig poppinu.
Kaffi í brúsa, eða jafnvel kakó, væri líka mjög gott að hafa í veskinu (má nefnilega ekki taka með sér mat eða drykk).
Og ullarsokka! Ekki gleyma ullarsokkunum!

Fórum semsagt í bíó, gengum inn úr svona 20° hita í varla meira en 5°.
Erum ennþá að þiðna.

Til hamingju með daginn Rebekkukrúttið mitt Heart.

Þar til næst...

B


Eitt lítið himnaríki

hjá mér í dag. Ohhhhh hvað ég er búin að njóta dagsins - alveg fyrir allan peninginn og rúmlega það.

Ekkert smá ljúft að vakna í morgun og framundan bara akkúrat það sem ég hafði nennu og áhuga til. Endaði auðvitað þannig að ég hafði nennu í ótrúlegustu hluti. Þegar börnin voru flogin í skólana þá þreif ég ísskápinn með tannbursta og klór (og veitti ekki af Pinch), reif svo af öllum rúmum og safnaði saman 5 troðfullum óhreinatauskörfum og hóf stórþvotta.

Þá var ég samt komin með nóg í bili og horfði á 3 síðustu Desperate Housewives-þættina með kók og prjóna - heaven Joyful.

Ætla að halda áfram að njóta þess í botn að vera komin í sumarfrí fram í ágúst (nananabúbú).

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband