Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Lítil dæmisaga

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom.  Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.


Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.  Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.


Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra.  Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu.  Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.


Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.  Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar.  Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður.  Að auki var áramaðurinn “motiveraður" samkvæmt meginreglunni:  “Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Management

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.


Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

 

Þar til næst...

B


Sjónvarpsgláp

Ég er að koma sjálfri mér þvílíkt á óvart hérna. Ég var búin að hlakka svo til að hafa 100+ sjónvarpsstöðvar og var dauðhrædd um að ég myndi liggja yfir talk-shows og sápum heilu og hálfu dagana.
En nei, við kveikjum varla á sjónvarpinu. Varla að maður horfi á fréttir, hvað þá meira.

Næstu tvær vikurnar eru reyndar svona Premier weeks, þá byrjar nýtt season og allir stærstu þættirnir frumsýndir. Ég gæti nú trúað að þá dragist ég að sjóminu Wink. Er sérstaklega farin að sakna McDreamy og McSteamy Tounge

Annars er ég búin að uppgötva eina snilld hérna í USAnu - TiVo! eða eitthvað sem virkar eins en heitir eitthvað annað. Ég er búin að prófa að láta taka upp fyrir mig ANTM9 og Prison Break og það svínvirkaði. Ég þarf svo að dunda mér við að stilla inn upptöku á Greys, Desperate Housewives, Heroes og öllu hinu. Svo er bara að finna sér tíma til að horfa á þetta allt saman Kissing.
Ætli maður geti kannski komið þessu yfir á geisladiska? Ef  einhver kann það væri ég alveg til í leiðbeiningar.

B


Pínulítill nörd

I am nerdier than 49% of all people. Are you a nerd? Click here to find out!

Læst blogg

Ég er búin að lok lok og læsa Ameríkublogginu mínu.

Fékk ábendingu um að myndbirtingar af hemili og þannig geti verið varasamar og ákvað bara að læsa.

Ég sendi email á alla þá sem ég veit að eru að fylgjast með okkur (Edda Björk, ég er með vitlaust netfang hjá þér) - þeir sem fengu ekki póst mega endilega senda mér email og ég skal uppljóstra lykilorðinu.

Knús og kram,

Birgitta


Tillitslaus tímamunur

Ég held að það sem fari mest í taugarnar á mér hérna í usanu er tímamunurinn.
Einmitt þegar ég hef tíma - eftir heimanám barnanna, matseld, frágang og fleira slíkt - til að setjast niður og læra, þá eru allir sem mögulega gætu veitt mér móralskan stuðning farnir að sofa Pinch.

Ég ætla því hérmeð að leggja til að tímanum á Íslandi verði seinkað um 4 tíma. Það skiptir hvort eð er engu því það er hvort sem er alltaf dimmt á veturna og alltaf bjart á sumrin, tími sólarhringsins hefur ósköp lítið með það að gera.

Ef það fæst ekki samþykkt þá legg ég til að móralskir stuðningsaðilar mínir taki upp breytta lífshætti og fari að sofa um 4 á morgnana og vakni um hádegi.

B


Skoðanir barna á mömmum

Hvers vegna Guð bjó til mömmur?

Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

Aðallega til að þrífa húsið.

Til að hjálpa okkur að fæðast.

 

Hvernig bjó Guð til mömmur?

Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.

Töfraefni og fullt af garni.

Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum.

Úr hverju eru mömmur búnar til?

Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum og pínu slæmu.

Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

 

Af hverju gaf Guð þér þína mömmu en ekki einhverja aðra mömmu?

Við erum skyld!!

Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annarra manna mömmum.

 

Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg!

 

Hvað þurfti mamma þín að vita um pabbann þinn áður en þau giftust?

Eftirnafnið hans.

Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur.  Eða hvort hann varð fullur af bjór.

Hvort hann átti milljón!

Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

 

Af hverju giftist mamma þín pabba þínum?

Pabbi býr til heimsins besta spaghettí og mamma borðar mikið!

Hún varð of gömul til að gera eitthvað annað við hann!

Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ....

 

Hver ræður heima hjá þér?

Mamma vill ekki ráða en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem  ég faldi undir rúminu.

Ég held að það sé mamma en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

 

Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

Mamma vinnur í vinnunni og vinnur heima pabbi vinnur bara í vinnunni.

Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spyrja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum...

 

Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

Mömmur fá ekki frí !!!

Hún segist þurfa að borga reikninga allan daginn.

 

Hvað þarf mamma þín til að vera fullkomin?

Að innan er hún fullkomin að utan, ég held, kannski lýtaaðgerð.

Megrunarkúr.

Þú veist, hárið.  Kannski lita það blátt.

 

Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það?

Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera hreint.  Ég mundi breyta því.

Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.

 

Ekkert smá krúttilegt Grin.

B


Drop a jeans size!

Ekki með því að troða í þig kornflexkítti heldur með því að flytja milli landa Wink.
Ég sver það að ég mun fljótlega neyðast til að fara í búð og versla mér föt - alla vega ef þetta heldur svona áfram.
Maður er svo upptekinn af því að sneyða hjá óhollustunni að maður er farinn að borða alveg hrikalega hollt, grænmeti og ávexti í tonnatali og lítið af unnum mat. Fyrir utan að hafa hreinlega ekki tíma til að borða nokkuð heilu og hálfu dagana :o).

Annars á ég ekki orð yfir skólamatarmálunum hérna í usanu. Sponsið kom heim í áfalli eftir fyrsta skóladaginn af því það er selt sælgæti og ís í mötuneytinu og svo er maturinn sem er í boði bara algjör vibbi - pizzur, hamborgarar, franskar, naggar - allt djúpsteikt og brasað og ekkert ferskt í sjónmáli.
Fyndnast þótti mér (og henni) samt þegar leikfimikennarinn var að kynna leikfimi vetrarins og sagði að það yrðu íþróttir 3svar í viku. Og að það væri bara gert "for their own health and fitness" Woundering.
Ég missti svo andlitið þegar frumburðurinn kom heim úr sínum skóla og sagði mér að í einum tímanum eru þau verðlaunuð fyrir góða hegðun með einhverjum kortum/miðum og ef þau geta safnað sér 10 slíkum þá geta þau farið með það í mötuneytið og keypt sér nammi! Þau geta reyndar nýtt miðana á annan hátt en að þetta skuli yfir höfuð vera í boði..?!

Hvað er málið?
Er þessi þjóð ekk að kafna í eigin spiki?

Ég get varla beðið eftir næsta foreldrafundi þar sem ég get aðeins tjáð mig um þetta mál!
Vona bara að einhver hafi áhuga á að hlusta Wink

Þar til næst...

B


Kisuneyð

Var að fá þær fréttir að kisan mín er ekki lengur velkomin þar sem hún er vegna ofnæmis Frown.

Er ekki einhver góðhjartaður lesandi þessa bloggs sem getur hugsað sér að taka að sér hana Krúsí okkar?
Hún þarf ekki mikið meira en klapp öðru hvoru og mat í dallinn sinn.
Hún er útiköttur, búið að taka hana úr sambandi og það þarf lítið að hafa fyrir henni.

Mér þætti alveg hrikalegt ef það þyrfti að svæfa hana og ég væri ekki einu sinni hjá henni Frown.

Ef einhver getur tekið hana að sér þá vinsamlega sendið mér skilaboð í Athugasemdum eða í Gestabókinni.

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband