Bakveikt gamalmenni

Líður eins og ég sé orðin 102 ára.
Eða eins og ég sé komin 8 3/4 mánuði á leið.

Er með einhvern óþverra í bakinu sem gerir það að verkum að ég skapplappast (*þetta er víst varla orð, finnst það samt svo fyndið að ég ætla að leyfa því að standa) um, annað hvort með hönd á mjöðm og magann út eða hokin eins og gamalmenni.

Líklegasta skýringin er svefn á mörgum misgóðum dýnum í misbreiðum fletum undanfarna daga. Sparkaði ektamanninum úr rúminu í gærkveldi og er ekki frá því að ég hafi skánað eilítið við að fá að breiða úr mér í friði.

Svo gæti skýringin reyndar líka verið að Mörtu hafi tekist að dreyma í mig stúlkubarn - hún er alla vega búin að reyna það mikið. Og maginn búinn að stækka eitthvað síðan við komum heim - ég sem hélt að maður ætti að fitna í USAnu, ekki á Íslandinu..?
Nehh, það þyrftu að vera rammgöldróttar draumfarir ef það hefur tekist hjá henni.

Þar til næst...

B


Rafastugl

Einhver leiðinda böggur í kollinum á mér þessa dagana. Spurning hvort það tengist eitthvað flutningi á milli heimsálfa...

Böggurinn lýsir sér þannig að ósjálfrátt og óviðrátt svissa ég stöfum í orðum, sérstaklega í samsettum orðum. Þetta getur verið mjög skondið en skal alveg viðurkennast að er frekar leiðigjarnt til lengdar. Sérstaklega af því þetta er ekki viljandi gert heldur gerist bara einhvern veginn án þess að ég fái nokkuð við ráðið. Ætli þetta sé merki um einhvers konar geðveilu??

Dæmi um það sem hefur skotið upp í kollinn á mér er:

Sílabala
Terðafaska
Holfganskar
Veitarlefur
Tultusau
Frottbör

Fyrir utan öll nöfnin sem brenglast í kollinum - uss puss.

Þar til næst...

I


Eitruð heimili

Rakst á grein um eitruðustu (most toxic) staðina á heimilinu og nei, það er ekki salernisskálin!

Hérna er listinn:

Your Lush Lawn
Under the Kitchen Sink
Your Child’s Toy Box
Your Closet
That Half-renovated Rec Room
Your Bed
Your Cat’s Litter Box
Your Home Office

Það er sumt þarna sem kemur mér verulega á óvart - rúmið mitt Shocking! Skv. þessu er það baneitrað!
Og lærdómsskotið mitt líka Frown.
Spurning um að fara að hanga á klóinu bara...

B

Ps. ég má alveg fá mér pakkipásu öðru hvoru! annars verð ég geðveik!


Mér leiðist

niðurpakk.

Vinsamlegast vekið mig eftir 2 vikur.

Takk...

B


Farin í brasilískt...

á eftir.

Og ekki halda að þó ég hafi misst yfirvaraskeggið í síðustu viku sé ég á leiðinni í brasilískt vax! Ónei, myndi ekki leggja í slíkt nema ég yrði svæfð Pinch. Ætli þetta hafi ekki verið notað sem pyntingaaðferð í seinna stríði? Sko hárplokkun viðkvæmra líkamslhuta? Kæmi mér sko ekki á óvart!

En ég er semsagt farin í brasilískt hárslétterí eða afkrullun eða curl-be-gone eða hvað þið viljið kalla það. Krudlurnar fá að hvíla sig næsta hálfa árið eða svo, eftir það eiga þær víst að koma aftur þessar elskur. Þetta er því eiginlega bara krullubæling ekki krulluextermination.

Ég er mjög spennt, hlakka til að sjá hvort þetta hafi einhver áhrif á ofurkrullurnar mínar. K nágranni fór í síðustu viku og er himinlifandi súperánægð en þar sem hún er argentísk og ekki með svona víralubba eins og ég þá er það kannski ekki alveg að marka. En þetta er spennó og kemur allt í ljós, í besta fjalli verður lubbinn viðráðanlegri og í versta falli snoða ég mig bara og kaupi mér flottar derhúfur og klúta.

Gleðilega þjóðhátíð Wizard

B


Hemúlar og fílifjónkur

Trúi bara ekki Edda mín að þú vitir ekki hvað Hemúll er... Bara neita að trúa því!

Hemúlar eru fyrirbæri sem finnast í múmínálfunum. Í einu af námskeiðunum mínum í vetur lásum við grein um múmínálfana. Þar minnist höfundur á að sumir karakterarnir í bókunum eru eins konar staðalmyndir fyrir ákveðnar manngerðir. Þar er Hemúllinn dæmi um týpuna sem vill hafa allt í röð og reglu og verður alveg ómögulegur þegar hlutirnir ganga ekki eftir planinu. Þeir eru safnarar, man sérstaklega eftir einum sem safnaði frímerkjum og öðrum sem safnaði sjaldgæfum jurtum. Listar og skrár eru í uppáhaldi hjá þeim.

Við lestur greinarinnar komst ég að því að ég er svoldill Hemúll í mér. Vill alltaf hafa allt Planað og skipulagt og vita vel hvað er framundan og helst í hvaða röð það á að gerast. Þess vegna er ég mikið fyrir að búa til lista yfir ótrúlegustu hluti. Þær sem hafa unnið með mér verkefni í skólanum ættu að vita hvað ég meina Whistling.

Þess vegna er síðasta færsla frekar ólík mér, enda verð ég að segja það Mörtu til huggunar að ég var búin að gera rosalega flott Pökkunarplan. Setja niður í Calendarið í Outlook hvaða herbergi skildi tekið hvaða dag, hvað færi í hvern kassa og hvert skildi stafla kössunum þegar þeir væru fullir. Var meira að segja búin að gera Plan fyrir börnin.
Svo bara dinglast ég hérna um í einhverri óreiðu og skipulagsleysi og pakka bara einhverju oní einhverja kassa. Undramundur komst t.d. að því í gær að ég er búin að pakka niður bróðurpartinum af diskunum, glösunum og skálunum, það er rétt að við eigum nóg í einn umgang Pinch. Og það eru sko alveg 11 dagar þar til við flytjum PinchPinch.
Held að Undramundur sé bara feginn að vera að stinga af úr óreiðunni. Vona bara að það greiðist úr henni (óreiðunni) og komi í ljós að þetta hafi bara verið hrikalega gáfulega pakkað hjá mér og allt verði komið ofan í kassa á réttum tíma. Ef ekki þýðir það sama spanið og alltaf síðustu 2 dagana en það verður þá bara að hafa það.

Þar til næst...

B


Skipulagsleysi

Jæja, þá er maður kominn í sama pakkann og fyrir 11 mánuðum síðan - að pakka niður heilli búslóð Pinch. Get ekki sagt að það sé neitt skemmtilegra 2008 en það var 2007. Eiginlega bara leiðinlegra.

Nú þarf ég að pakka með það í huga að við þurfum að hafa eitthvað af dótinu okkar uppivið þennan mánuð sem við erum á flandri á Íslandi, áður en við fáum búslóðina okkar í hendurnar. Tekur nefnilega heilar 5 vikur að sigla henni yfir hafið. Við erum líka með aðeins meira en tonnið sem við fluttum með okkur út - í tonninu voru akkúrat engin húsgögn Shocking.

Við þurfum því að vera með allt sem þarf í útilegur, sumarbústaðaferðir, sumarbúðaferðir, sundferðir og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Heilinn er nefnilega ennþá að komast í gang eftir afmælishelgina ógurlegu sem er líklega ástæðan fyrir því hvað ég er hrikalega óskipulögð.

PakkaPökkun dagsins hefur farið þannig fram að ég tek kassa og byrja að pakka í hann t.d. bókum. Sé svo spilaskápinn og tek annan kassa og byrja að henda í hann spilum. Man þá eftir bókunum í herbergjum barnanna, tek annan kassa og ræðst á bókaskápana þeirra. Finn spil innan um bækur barnanna og skutla þeim í spilakassann niðri. Heyri þá að þurrkarinn er búinn, tek úr honum og brýt saman rúmföt. Ákveð að það sé óþarfi að vera með öll þessi rúmföt í gangi og tek kassa og byrja að pakka niður rúmfötum. Þau fylla bara hálfan stóran kassa svo það er fínt að henda nokkrum handklæðum ofan í hann líka.

Ég er semsagt ekki búin að KLÁRA neitt. Bara BYRJA Á.
Hversu lengi ætli ég geti BYRJAÐ Á þar til ég er búin að KLÁRA?

Þar til næst...

B


Meira af snyrtistofum

Það er eins og ég sé með ammrískar snyrtistofur á heilanum..

Missti andlitið um daginn þegar ég þurfti að reka nefið eina slíka og sá þar sitja eina svona ca 6 ára með fingurna útí loftið meðan verið var að snyrta fæturna á henni. Stuttu seinna kom kona askvaðandi með eina ca 8 ára í eftirdragi og vildi mani/pedi - fyrir þær báðar!

Toppnum (eða botninum?) var svo náð þegar ein mamman kom útúr bakherbergi með 3 skottur í eftirdragi.
Sú yngsta var varla meira en 4ra ára. Hún var með sitthvern lit af naglalakki á hverri nögl.
Næsta var um 6-7 ára, rosalega flott með skærbleikar neglur í flip-floppunum sínum.
Sú þriðja hefur nú örugglega verið komin langt með að fylla fyrsta áratuginn - enda var hún laaang 'flottust'. Neglurnar hennar voru eldrauðar - á fingrum og tám - og hún hafði greinilega gert þetta oft áður. Á leiðinni út leit hún í spegil og snarstansaði.
'Mamma, augabrúnirnar á mér eru mikið betri en síðast, sérðu!'

Þar til næst...

B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband