23.9.2008 | 20:01
Vetrardvali
Ég held að ég sé ekki komin af öpum.
Miðað við hegðun mína undanfarna daga er ég komin beint af björnum.
Um leið og skammdegið hellist yfir byrja ég að safna í forðann fyrir dvalann.
Þá meina ég safna í fituforðann fyrir vetrardvalann.
Mig langar endalaust í brauð og súkkulaði og helst vildi ég ekki þurfa að skríða framúr bælinu til að nálgast það. Brauð, kók og súkkulaði borðað upp í rúmi.
Og sofa milli bita.
Ég held að þetta sé bjarnareðlið.
Vildi bara óska að ég ætti kósí híði hérna einhvers staðar sem ég mætti skríða í og láta mig hverfa í svona 5-6 mánuði - þvílíkur draumur!
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 08:59
Klukk
Ég var klukkuð fyrir þó nokkru en hef verið mjög vant við látin undanfarið og því ekki komist í að svara fyrr en núna .
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Ég skúraði gólf, þreif salerni og flokkaði dekkjanagla í Hjólbarðahúsinu.
- Ég blandaði vodka og brennivín í kók, asna og stöku Brjáluðu Bínu í Hollý (ekki wood)
- Ég steikti bestu borgara í bænum á Eikaborgum
- Ég blaðraði í símann með frábærum skvísum (og stöku gæja) hjá Icelandair
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Lord of the Rings (allar saman)
- Grease
- Rocky Horror Picture Show
- The Wizard of Oz
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Laugarnesvegi
- Efstasundi
- Árbæ (6 eða 7 stöðum)
- Ardsley, NY
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Friends
- Heroes
- Næturvaktin
- So You Think You Can Dance
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Mallorca (hér og hvar um eyjuna)
- Las Vegas
- Hálsakot
- Ísafjörður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- Mbl.is
- Blakkur
- Mentor
- FaceBook
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Fiskur
- Lambakjöt
- Súkkulaði
- ... bara súkkulaði aftur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
(Ég er annars lítið í að lesa bækur aftur, nema fyrir skólann, það er svo mikið af bókum sem ég á eftir að lesa að ég hef alltaf eitthvað nýtt á náttborðinu)
- A Song of Ice and Fire
- Enders Game
- Ísfólkið
- Stephen King (hef lesið nokkrar oftar en einu sinni)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
(Þá vandast málið, svo fáir sem ég þekki sem blogga eitthvað og enn færri bloggarar sem lesa bloggið mitt)
- Fína frúin í H100
- Hibba Bibba súperskutla
- Helena Lil Sys (það má reyna þetta - Helena ég skora á þig!)
- Hver sem þetta les og langar að vera klukkaður má taka þetta til sín og svara klukkinu. Væri þá gaman að fá að vita af því í athugasemdum
Þar til næst...
B
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 08:47
Dularfullar fötur
Gatan sem við fjölskyldan búum við er nokkuð merkileg.
Fyrir ofan og neðan götu eru raðhús - ca 10 hvorum megin - sem er svosem ekkert merkilegt. Það sem er sérstakt er að fyrir ofan götu er meðalaldurinn svona 20-25 ára en fyrir neðan götu um 70 ára (við fjölskyldan drögum það meðaltal verulega niður).
Öll húsin eru stór og bjóða uppá barnamargar fjölskyldur og fyrir ofan götu eru 4, 5, 6 og jafnvel 7 manns í hverju húsi. Fyrir neðan götu erum við stærsta fjölskyldan - 4 stykki.
Þar sem ég er mestmegnis heimavið sé ég stundum eldri borgarana sitt hvorum megin við mig bardúsa á daginn. Og það er ýmislegt bardúsað - í garðinum, í bílskúrnum, við tunnurnar, í beðunum og á bílastæðinu. Það sem ég skil aftur ekki er hvað eldri mennirnir hérna allt í kringum mig eru alltaf að vesenast með fötur..
Svona stórar hvítar plastfötur, svona eins og majonesið kom í á hamborgarbúllunni sem ég vann á í gamla gamla daga.
Þannig fötur eru bornar út í bílskúra og til baka á hverjum degi - og stundum nokkrum sinnum á dag og mikið ofsalega get ég stundum orðið forvitin.
Ég hef ekki lagt í að spyrja þá hvað þeir geyma í fötunum sínum, sambandið er ekki alveg á þeim nótunum - meira á "óskapans læti eru þetta í börnunum þínum alltaf" eða "krakkar! farið úr garðinum! -nótunum"
Ég verð því bara að halda áfram að ímynda mér hvað þarna gæti leynst...
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 08:25
Njóti njóti njóti
Nú tifa síðustu mínúturnar í alvöru lífsins. Skólinn byrjar eftir nokkra klukkutíma.
Hlakka heilmikil til að byrja í skólanum en það er samt svo gott að vera í fríi . Ætla að reyna að njóta þessara mínútna í botn, mjólka úr þeim hvern dropa og hverja sæluna sem í þeim finnst.
Farin að njóta,
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 12:42
Handboltaslútt - eða hvað?
Nú er ég eiginlega eins og sprungin blaðra (eða sprunginn handbolti kannski frekar). Það er allt eitthvað svo tómlegt eftir svona törn, engir leikir að hlakka til, ekkert fjör á Arnarhóli og ekkert spennandi sem bíður nema þvottur og skítug gólf.
Hamagangurinn í handboltanum undanfarnar vikur hefur samt haft afleiðingar fyrir fjölskylduna, hann sáði fræi.
Bæði börnin ætla að æfa handbolta í vetur. Sponsið langar mest að prófa af því að "allar stelpurnar í bekknum eru að æfa" - sem er ekki verri ástæða en hver önnur . Frumburðurinn ætlar að prófa af því að "hann vill verða eins og Logi Geirsson". Hann las það nefnilega einhvers staðar að Logi hefði verið mjór sláni sem barn en hefði tekið sig á þegar hann ákvað að hann vildi verða atvinnumaður í handbolta. Minn sá að fyrst Logi gæti þetta gæti hann það alveg líka .
Svo ég fæ kannski heilan helling af handbolta í vetur .
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 12:33
Miklu meira en sátt...
er í skýjunum.
Eitt með blessuðu silfurverðlaunin er að það er í þeim innbyggt tap í úrslitaleiknum. Í raun ætti maður að horfa aftur á leikinn við Spánverja og fagna svo silfrinu í kjölfarið.
Hlakka til að fara og fagna strákunum á miðvikudaginn, þetta eru þvílíkir snillingar að mig langar helst að knúsa þá alla í klessu .
ÁFRAM ÍSLAND!
B
Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 15:30
Jákvæðni og þakklæti
Ég ætla að taka Óla Stef mér til fyrirmyndar og nýta fræðin úr Secret, What the Bleep og Power of Now og vera bara þakklát og jákvæð og allt það. Ég er alla vega alveg viss um að ræðan hans í fyrradag vísaði í þau fræði.
Annars lenti ég í þeirri hrikalegu stöðu að þurfa að vera á skólasetningu barnanna sem byrjaði í hálfleik. Ég harkaði það af mér eins og sönnum Íslendingi sæmir og rétt náði að setjast í sófann aftur þegar seinni hálfleikur byrjaði á RUV+.
Og nú sit ég bara með tárin í augunum og gleði í hjarta og ætla að fara að ráðum Ólafs forseta og hafa þjóðhátíð í dag. Á sunnudaginn verður svo annar í þjóðhátíð - ég get svo svarið það!
Svona er staðan núna:
Fri Aug 22 | Russian Fed. - Denmark | Men's Placement 5-8 - Match 35 | 35 | 28 - 27 |
Poland - Korea | Men's Placement 5-8 - Match 36 | 36 | 29 - 26 | |
France - Croatia | Men's Semifinal - Match 37 | 37 | 25 - 23 | |
Iceland - Spain | Men's Semifinal - Match 38 | 38 | 36 - 30 | |
Sun Aug 24 | Denmark - Korea | Men's Placement 7-8 - Match 39 | 39 | |
Russian Fed. - Poland | Men's Placement 5-6 - Match 40 | 40 | ||
Croatia - Spain | Men's Bronze Medal Match - Match 41 | 41 | ||
France - Iceland | Men's Gold Medal Match - Match 42 | 42 |
Aumingjans Danirnir
Þar til næst...
B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 14:48
Ekkert smá fallegt...
France - Croatia | Men's Semifinal - Match 37 | 37 | ||
Iceland - Spain | Men's Semifinal - Match 38 | 38 |
Meiriháttar tilfinning að sjá Ísland meðal þessara þjóða.
Fengið héðan.
Þar til næst...
B - aaaaalsæl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)