Færsluflokkur: Bloggar

Þetta ætti að virka

Karlmenn og fjarstýringar er eitthvað sem gengur alltaf.

Bara eins og að leika sér með bílinn sinn - opna, loka, opna, loka.

Vonum bara að þeir verði ekki of uppteknir af fjarstýringunni til að geta staðið sig í stykkinu (nema getnaðarvörnin felist í því?).

Þar til næst...

B


mbl.is Fjarstýrðar sáðfrumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar góðar

Rómó

 

 Ekkert smá rómó að hafa fólkið þarna í bakgrunni.

 

 

 

 

Ró og friður

 

 

Hér er ró og hér er friður....

 

 

Samkeppni

 

 

Orð eru óþörf...

 

Alvöru kona

 

 

Alvöru kona, alltaf með veskið innan seilingar.

 

Mössuð í rusl

 

 

 

Eins og Ólafur Ragnar sagði: Mössuð í rusl og tönuð í drasl...

 

Þar til næst...

B


Léleg í tippinu

Það sem mér þykir held ég bara óþægilegast hérna í USAnu er þetta endalausa tipp hægri vinstri.

Maður er svosem vanur að tippa leigubílstjóra á flestum stöðum nema á Íslandi, á matsölustöðum ókei en allt hitt!
Ég er örugglega búin að sármóðga ansi marga hérna með því að tippa ekki cent fyrir annars ágætis þjónustu. Eins og t.d. þegar einhver dælir á bílinn minn og ég borga með korti - þá á víst að tippa. Og ef maður fer í mani/pedi - tippa.
Og hárgreiðslukonan - tippa.
Bílaþvottakallar - tippa.
Bílageymslukallar - tippa.
Nánast hvar sem þú kaupir þjónustu áttu að tippa.

Þetta er ferlega erfitt fyrir svona Íslending eins og mig sem er aldrei með peninga á sér, bara með blessað vísakortið. Svo finnst mér þetta bara frekar vandræðalegt og óþægilegt, finnst best að borga bara uppsett verð fyrir þjónustuna og vinka bless.

Þar til næst...

B


Á heilanum

Mér finnst gott að borða
blómkálssúp'og brauð
hamborgara, kjúklinga og súkkulaðifrauð.
Fisk og kjöt og franskar
finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Fisk og franskar finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Fisk og franskar finnst mér gott að fá
og flatköku með miklu smjör'og hangikjöti á

Alveg magnað hvað getur límst á heilann á manni og sönglað þar endalaust eins og rispuð plata.

Þar til næst...

B


Bara eitt í stöðunni

Það eru (næstum) bara sadistar sem skoða síðuna mína.

Sem finnst gott að vita að ég kvelst.

Og ákveða þess vegna að senda mér ekki athugasemd né svara könnuninni minni.

Þið hinar - Kissing.

Þar til næst...

B - í kvöl og pínu


Forvitni

Af því ég er svo forvitin þá kvelst ég alveg að hafa ekki hugmynd um hverjir kíkja hérna á síðuna mína.
Marta er nánast sú eina sem kommentar - og fær hún kommentavinaverðlaunin fyrir það (verðlaunin afhendast á fimmtudagsdeiti síðar í sömu sögu).

Þið hin mættuð alveg svala forvitni minni með því að svara þessari litlu könnun sem ég setti hérna til vinstri - alveg nafnlaust ef þið eruð feimin. Ef þið eruð ekki feimin þá kannski bara skjótið þið á mig athugasemd Kissing.

Þar til næst...

B


Gefst upp

Ég er búin að gefast upp! "Þið" vinnið!
Tillögur mínar um að breyta tímamun milli austurstrandar Bandaríkjanna og Íslands hafa fengið lítinn (engan) hljómgrunn.
If you can't beat them - kick them sagði einhver en það gagnast mér lítið svo ég gefst bara upp.
Það er ekkert hægt að vinna verkefni með fólki sem er 5 eða 6 tímum á undan í lífinu.
Eina ráðið er bara að færa tímann minn nær tímanum þeirra svo nú vakna ég klukkan 5 á morgnana. Það þýðir reyndar að ég fer aðeins á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi en þeir verða bara að þrauka það í verstu törnunum.

Hérna eru tveir punktar sem hafa létt mér lundina síðustu daga:

  • Póstur frá KHÍ til "grunnskólakennaranema og þorskaþjálfanema"
  • Sonur minn að fá sér þroskalýsispillur í morgun.

Svo verð ég að segja að það er mun erfiðara að standast slúðurblaðabindindið en ég bjóst við. Kannski ekkert skrítið þegar allar "virtustu" fréttastofur heims eru farnar að fylgjast með óförum Britney og "Britneyjar hagkerfið" er farið að hafa áhrif á fjármál heimsins.
Ég hef þó staðist þetta hingað til, verður vonandi auðveldara þegar frá líður og verstu fráhvörfin eru yfirstaðin.

Þar til næst...

B


Hrósur dagsins

Í einhverju samtalinu í staðlotunni síðustu fórum við skvísurnar að ræða muninn á körlum og konum hvað varðar hrós og skammir.
Karlarnir hika ekki við að klappa sjálfum sér á bakið og segja "jesss, hvað ég er duglegur" eða "djö hvað ég er flottur" við minnsta tilefni meðan konurnar eru mikið meira í að rífa sig niður.
Í staðinn fyrir að hrósa sér fyrir vel unnin verk á konan það til að skamma sig fyrir verkin sem hún náði ekki að klára eða velta sér uppúr þeim verkum sem hún náði ekki að gera vel og almennt gleyma því hvað hún er í rauninni búin að vera hrikalega dugleg yfir daginn.

Í framhaldinu ákváðum við vinkonurnar að við yrðum að hrósa okkur sjálfum a.m.k. einu sinni á dag. Og láta hina vita hvað við hefðum gert sem væri hrósuvert.

(NB ég veit alveg að hrós er hvorugkynsorð en í þessu tilfelli er tilvalið að setja það í kvenkyn)

Þetta er sko erfiðara en það virkar í fyrstu!
Manni finnst nefnilega að hrósurnar verði að vera fyrir eitthvað "merkilegt" ekki bara að sinna daglegu störfunum sem maður gerir alla daga.
Oft eru það samt einmitt þessi daglegu störf sem eru fyrirferðarmest hjá manni og auðvitað á maður skyldar hrósur fyrir að komast gegnum þau.

Hrósur gærdagsins fæ ég fyrir að taka mér ME-tíma. Að ákveða að láta lærdóm, þvott, fulla uppþvottavél, drasl og örugglega eitthvað fleira, sitja á hakanum og leggjast í sófann með hekludótið og horfa á sjónvarpið.
Á þátt sem bara MIG langaði að horfa á.

Skora á ykkur að prófa!
Að finna eitthvað eitt atriði á hverjum degi sem þið ákveðið að klappa ykkur á bakið fyrir að hafa klárað með sóma.

Þar til næst...

B


Hætt í slúðrinu

Tók þá merkilegu ákvörðun að ég ætla að hætta að kaupa og lesa slúðurblöð. Ætla ekki að lesa fréttir af Britney Spears og co á "frétta"síðum eins og mbl.is og reyna bara í lengstu lög að forðast upplýsingar um annað fólk sem koma mér akkúrat ekkert við.

Það er allt hérna úti að drukkna í "fréttum" af Britney og það er varla til miðill hérna úti sem veltir sér ekki uppúr öllum vandræðum þessarar eymingjans stelpu og ræðir við "sérfræðinga" um mögulegar lausnir.
Ég held satt að segja að ein lausnin sé sú að neytendur segi nei við slúðri sem neysluvöru.

Og það ætla ég hér með að gera (sorry stelpur, engar fleiri slúðurblaðasendingar frá mér Kissing).

Þar til næst...

B


Áfram Ísland!

Ég fór á leikinn, í fyrsta skipti á landsleik síðan 1736 (eða þar um bil).

Stemningin var alveg meiriháttar og ótrúlegt stuð í Höllinni.

Nema í VIP stúkunni.
Þar var svo leiðinlegt að þar var varla klappað.
Svo leiðinlegt að það þurfti að bera einn áhorfandann sofandi út (reyndar var það barn en samt).

Þar sem ég sat beint á móti VIP stúkunni fylgdist ég ósjálfrátt með fólkinu þar. Ég bara næ ekki hvernig er hægt að sitja kyrr og stilltur og dannaður og penn á landsleik!
Og skil eiginlega ekki tilganginn með því að mæta á landsleik ef maður ætlar ekki að styðja sína menn. Væri ekki bara betra að vera heima?

Þetta náði þó ekki að skemma fjörið hjá okkur hinum og nú er maður raddlaus, sveittur og hás en fyrst og fremst aaalsæll með frábæran leik.

Áfram Ísland!!!

B


mbl.is Íslenskur sigur í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband